Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 20
Hún fjallar um neyðina, fátæktina og misréttið sem er því miður ennþá til staðar. Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is H2O heilsukoddinn Verslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur • Minnkar verki í hálsi og eykur svefngæði • Fylltur með vatni eftir þörfum 9.750 kr. Selma var vel þekkt söng-, leikkona og Eurovision-fari þegar hún fikraði sig yfir í leikstjórnina sem hún hefur stundað meira og minna frá árinu 2007. „Ég tek samt enn hlutverk svona í og með og hoppa inn í sýningar hér og þar. Ég stekk einmitt inn í Rómeó og Júlíu hjá Vesturporti bara um leið og ég klára hér,“ segir Selma. „Það er alltaf ofsalega skemmtilegt að þurfa ekki að vera með alla yfirsýn og alla ábyrgðina og einbeita sér bara að leiknum. En vissu- lega finnst mér mjög gaman að leikstýra, að hafa þessa yfirsýn, skapa heiminn, kafa ofan í verkið og greina það. Mér finnst það ofsalega gefandi og spennandi.“ Risavaxið draumaverkefni Þegar Selmu bauðst að leikstýra Vesaling- unum hikaði hún ekki augnablik. „Tinna [Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri] hafði samband við mig fyrir ári síðan og bauð mér að gera þetta og ég þurfti engan tíma til að hugsa mig um og svaraði bara á staðn- um. Ég er söngleikjanörd, Vesalingarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef haldið upp á söguna. Ég sá Vesalingana fyrst sem teiknimynd sem lítið barn. Hún hitti mig í hjartastað, snerti rosalega við mér og vék aldrei úr huga mér eftir það. Ég kynntist síðan tónlistinni einhvern tíma á unglingsaldri. Sá síðan söngleikinn úti í London fyrir einhverjum árum síðan, hef séð allar bíómyndirnar og auðvitað lesið bókina. Þannig að þetta er vissulega draumaverkefni.“ Og verkefnið er risavaxið. Þjóðleikhúsið tjaldar öllu til og allar deildir hússins voru virkjaðar í verkefnið; eru í raun undirlagðar að sögn Selmu. Hún er með 25 manns á sviðinu, fjórtán manna hljómsveit, sviðs- skiptingarnar eru 27, búningarnir 230 og hver leikari notar um ellefu búninga. „Ég held að söngleikir verði ekki mikið stærri í sniðum á Íslandi en þetta og það er í mörg horn að líta og verkefnið gríðarlega um- fangsmikið. Sagan er líka stór og nær yfir sautján ár.“ Þrátt fyrir umfangið segir Selma vinn- una við Vesalingana einungis hafa verið ánægjulega. „Þegar ég tók þetta stóra verk- efni að mér ákvað ég að ég ætlaði ekki að fara á taugum. Og það hefur bara tekist furðuvel. Ég sef ennþá á nóttunni, borða alveg og held gleði minni. Ég ákvað líka að nálgast verkið út frá kjarna þess sem er að mínu mati síðasta setning verksins: „Að sýna öðrum kærleik er að vera í hjarta Guðs“. Ég ákvað líka að nálgast þetta verk- efni með kærleika og okkur hefur tekist að gera þetta að ofboðslega ánægjulegu ferli.“ Selma gerir ekki lítið úr ábyrgðinni sem hún axlaði þegar hún tók verkefnið að sér. „Auðvitað er ábyrgðin mjög mikil og ég tek hana mjög alvarlega. Ég er með frábært list- rænt teymi og við tökum þetta öll alvarlega. Allir hafa lagt sig algerlega fram og við komum bara mjög vel undirbúin og skipu- lögð að verkefninu. Við höfum öll lagst á eitt og ég sagði það líka strax á fyrsta samlestri að þegar þessi lest færi í gang þá yrðu allir að vera samstíga. Hópurinn allur meðtók þetta frá upphafi á öllum vígstöðvum, í öllu húsinu og það hefur verið unaður að vinna í þessum starfsanda.“ Bróðirinn sem hún eignaðist aldrei Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stjórnar tónlistinni í sýningunni en þau Selma hafa átt langt og ánægjulegt samstarf sem segja má að hafi byrjað þegar Selma var að hefja feril sinn og saman fóru þau til Ísrael þar sem Selma söng fyrir Íslands hönd í Eurovision og hafnaði í 2. sæti. „Við þekkjumst mjög vel. Hann er eiginlega eins og bróðirinn sem ég eignaðist aldrei. Við vinnum vel saman, tölum sama tungu- mál og skiljum hvort annað og mér finnst mjög mikilvægt að hafa svona náinn sam- starfsmann í þetta stóru verkefni.“ Leiðir þeirra lágu fyrst saman eftir að Selma sigraði í söngvakeppni í Verslunar- skólanum og fékk tíma í hljóðveri í verð- laun. „Þegar ég kom þar inn var hann á tökkunum og tók upp lagið og samstarf okkar hófst upp úr því og hefur gengið bæði í gegnum poppið og mikið í gegnum leikhúsið í seinni tíð. Hér segjum við alla söguna í söng. Þetta er heilmikil saga að segja og Þorvaldur stendur með tónsprot- ann í gryfjunni þessa þrjá klukkutíma, svitnar og hefur gaman af.“ Vesalingar allra tíma Söngleikinn um Vesalingana byggja höf- undarnir Alain Boublil og Claude-Michel Schönberg á þekktri skáldsögu Victors Hugo. Sagan gerist í París á fyrri hluta 19. aldar þar sem Jeans Valjeans berst fyrir því að hefja nýtt líf eftir langa fangelsis- dvöl. Örlög hans tengjast miklum sam- félagslegum hræringum og lífi fjölda fólks og við sögu koma meðal annarra utangarðsfólk, fátæklingar, smáglæpa- menn, stúdentar, vændiskonur, verka- menn og byltingarsinnar. Sagan er sígild og virðist alltaf eiga erindi. „Við erum trú tímanum og staðháttum en sagan er al- gerlega sammannleg. Hún ferðast í gegn- um tímann og fjallar um okkar minnstu bræður. Hún fjallar um neyðina, fátæktina og misréttið sem er því miður ennþá til staðar óháð leikmynd og búningum. Það er kannski það eina sem breytist í heim- inum en hún höfðar til þessa sammann- lega þáttar sem fólk virðist tengja við enn þann dag í dag. Og mér finnst óþarfi að uppfæra það á einhvern hátt og eftirlæt áhorfendum að upplifa það á sinn hátt. Þessi saga talar alveg til áhorfenda. Og er einstaklega mannleg.“ Selma segist aðspurð vera ljúf sem lamb á leikstjórastóli. „Ég er ósköp ljúf en ég er mjög skipulögð og vinn mjög ákveð- ið, hratt og er alltaf að. Ég skipti mér af öllu og hef skoðanir á öllu og er örugglega dálítið mikið óþolandi með það. Ég hef það líka alltaf að leiðarljósi að ég vil miklu frekar byrja af fullum krafti þannig að síðasta vikan fari í að leyfa fólki að njóta sín í stað þess að byrja rólega og svo séu allir úttaugaðir, þreyttir og að fara á lím- ingunum og mér hefur tekist það núna. Nú erum við bara að renna og fínpússa og allir að fá að glansa og njóta sín. Og ég á von á því að allir verði úthvíldir og góðir á laugardaginn. Ég veit sjálf hvernig það er að vera á sviði og vera úttauguð og þreytt og ég kann því ekki vel.“ Ákvað að fara ekki á taugum Þjóðleikhúsið frumsýnir á laugardaginn söngleikinn Vesalingana í umfangsmikilli uppfærslu þar sem ekkert er til sparað. Selma Björnsdóttir leikstýrir og hefur alla þræði í hendi sér og heldur ró sinni þó ábyrgðin sé mikil. Hún segir verkefnið vissulega vera draumaverkefni, hún sé söngleikjanörd og saga Victors Hugo hafi hitt hana í hjartastað þegar hún kynntist henni fyrst í teiknimynd á barnsaldri. Þórarinn Þórarinsson hitti Selmu í Þjóðleikhúsinu þar sem hún stóð í reykjarkófi og fór yfir síðustu smáatriðin fyrir frumsýningu. Selma hefur alltaf nóg að gera en stefnir á að taka sér sumarfrí með börnunum. „Svo er veturinn að raðast upp. Það er ýmislegt í spilunum, kannski ekkert sem er tímabært að segja frá núna en það er margt spennandi sem við erum að skoða.“ Ljósmynd Hari 18 fréttir Helgin 2.-4. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.