Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 58
M ótið er alltaf haldið í krummaskuðinu Colum-bus í Ohio vegna þess að
þar vann Arnold stóra sigra í upp-
hafi vaxtarræktarferils síns,“ segir
Alexandra.
Hún tók einnig þátt í mótinu í fyrra
og keppti þá í svokölluðum bikiní-
flokki en hefur nú fært sig í fitness-
flokk og keppir þar í flokki hávöxn-
ustu kvennanna á mótinu. Þá rak hún
augun í sjálfan Schwarzenegger en
hefur þó ekki enn náð að hitta kapp-
ann. „Ég sá hann þegar ég var að
ganga af sviðinu. Hann var þarna
með eitthvað um tuttugu löggur og
öryggisverði í kringum sig.“ Alex-
andra væri að sjálfsögðu til í að fá
að taka í krumluna á Arnold. „Það
væri upplifun enda er pabbi minn frá
Austurríki,“ segir Alexandra.
Alexandra segir að fólk þurfi að
hafa afrekað eitthvað í heimalandinu
til þess að komast að á mótinu en hún
keppir í flokki áhugamanna. „Það
er rosaleg upplifun að keppa þarna
og adrenalínið fer á fleygiferð þeg-
ar maður stígur á þetta stóra svið.
Þetta mót er engu öðru líkt enda eru
Bandaríkjamenn fyrirferðarmestir í
þessum bransa og þarna eru allir. “
Alexandra segist fyrst og fremst
keppa á Arnold Classic sér til ánægju
og að afla sér reynslu og sé ekkert
sérstaklega að reyna að koma sér á
framfæri þótt keppnin vekji mikla
athygli. „Það gerist þá bara ef það
gerist.“
PlötudóMar dr. gunna
Slaves
Muck
Djöfulgangur
Kvartettinn Muck er þéttur
og kraftmikill og spilar það
sem einu sinni var kallað
hardcore pönk: Að mestu
melódíulausan djöfulgang
þar sem gítarriffin eru hröð
og flækjustigið í takt-
inum hátt, svo jaðrar við
súran spunadjass á köflum.
Söngvararnir eru bálreiðir
og öskra og æpa en ég hef
ekki hugmynd um af hverju
þeir eru svona reiðir því
ég heyri ekkert í ensku
textunum. Nöfn laganna – til
dæmis Island, I Stand Alone
og Bastard – hjálpa manni
þó kannski eitthvað. Með
aukahljóðum og stælum
er reynt að gera pönkið
listaháskólalegt og það tekst
ágætlega. Þetta er þokkaleg
plata með góðum sprettum
innan um, en hún mætti
vera frumlegri og krafturinn
betur fókuseraður.
Það er margt í
mannheimi
Eysteinn Pétursson
Í léttum dúr
Svavar Pétur, kenndur við
hljómsveitirnar Skakkam-
anage og Prinspóló, dreif
pabba sinn Eystein á plötu.
Þetta er ekki flókið: Gamli
plokkar gítarinn og syngur
með veðraðri röddu. Ey-
steinn komst í kynni við
mörg laganna á námsárum
sínum í Kaupmannahöfn
á 7. áratug síðustu aldar
og þau hafa verið honum
hugleikin í gegnum árin,
eins og hann segir í
aðfararorðum í sterklegum
umbúðunum. Hér eru
allskonar tækifærislög frá
árum áður, flest í léttum
dúr. Tvö hress eftir Þórberg,
tvö eftir Tom Lehrer, hið
gáskafulla Alvilda og þrjú
lög eftir Eystein sjálfan við
texta Arnar Arnarsonar
og Jón Helgason. Þetta er
ljómandi skemmtileg plata
og útgáfan í alla staði hið
besta mál.
Songs From the top of
the World
Hot Eskimos
Dinnermúsík
Þrettán íslensk dægurlög eru
hér tekin snyrtilega fyrir og
sett í þverslaufudjassaðan
og dinnermúsíklegan búning.
Þrír toppmenn gera þetta vel;
Karl Olgeirsson píanóleikari,
Jón Rafnsson kontrabassa-
leikari og Kristinn Snær Agn-
arsson trommari. Þeir taka
á rás í allskonar útidúrum á
milli þess sem þeir sinna mel-
ódíunum. Lagavalið er víð-
feðmt og skemmtilegt; Is It
True? er við hliðina á Animal
Arithmetic af sólóplötu Jónsa
og Álfum Magnúsar Þórs. Hin
ýkta blanda hljómar ekkert
furðulega þegar dinnerdjass-
sírópinu hefur verið hellt
yfir allt saman. Ég fæ ekki
betur séð en að þessi plata
sé sniðin að þörfum ferða-
mannaiðnaðarins og fátt væri
meiri viðeigandi en að spila
hana á veitingastað fyrir fisk-
metisgúffandi túrista.
alexandra SiF Farin aFtur á arnold ClaSSiC
Schwarzenegger síðast
umkringdur löggum
Alexandra Sif Nikulásdóttir, bikarmeistari í fitness, hélt til Bandaríkjanna í byrjun vikunnar til
að keppa í Arnold Classic-mótinu sem nefnt er eftir vaxtarræktartröllinu og leikaranum Arnold
Schwarzenegger – sem segja má að sé verndari mótsins og lætur sig ekki vanta.
Þetta mót er
engu öðru líkt
enda eru Banda-
ríkjamenn fyrir-
ferðarmestir í
þessum bransa.
Alexandra, sem
er 23 ára, segir
líf sitt snúast um
líkamsrækt. Hún
er fjarþjálfari hjá
Betri Árangur.is,
æfir sjálf af kappi
og keppir við hvert
tækifæri. Myndir/
Arnold Björnsson
Kominn í verslanir
Vodafone!
Þín ánægja er okkar markmið
vodafone.is
Lumia 800 er með Windows Phone 7
stýrikerfinu sem hefur fengið frábæra
dóma - er stílhreint, flott og hraðvirkt.
Kynntu þér málið í næstu verslun
okkar eða á vodafone.is
56 dægurmál Helgin 2.-4. mars 2012