Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Síða 40

Fréttatíminn - 02.03.2012, Síða 40
Hvað sem það kostar Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL H Te ik ni ng /H ar i „Hvað eru allir þessir hestamenn að þvæl- ast fyrir mér og mínum fjallabíl,“ sagði ég við konuna þegar við skutumst í fallegu vetrarveðri örstutta ferð austur fyrir bæinn um síðustu helgi. „Það er vegna þess, góði minn,“ sagði konan, „að þú ert á reiðvegi. Vegurinn er ætlaður hestum og hestamönn- um. Þeir eiga réttinn og í raun átt þú alls ekki að vera hér. Er ekki ráðlegast að þú snúir við og farir aftur á veg sem er ætlaður bílum.“ „Reiðvegur og ekki reiðvegur,“ sagði ég og taldi mig í fullum rétti. „Ég hlýt að mega fara hér um, rétt eins og aðrir. Þessir stígar eru áreiðanlega lagðir af hinu opinbera og það af samgöngufé. Ég er því viss um að ég hef borgað þessa stíga með okurgjöldum hvort heldur er af bensíni eða dísilolíu. Þar er ég drjúgur notandi og skattgreiðandi og hef verið í áratugi. Það getur vel verið að þessir ágætu reiðmenn hafi gefist upp á bensínverðinu en þeir eiga þá að nota bykkj- urnar til þess að komast í og úr vinnu í stað þess að vera að þvælast þetta út um allar koppagrundir í hreinu tilgangsleysi.“ „Svona, svona, róaðu þig niður,“ sagði konan, „hestamennirnir hafa ekki gert þér nokkurn skapaðan hlut. Þeir eru bara að viðra sig og hestana sína, njóta náttúrunnar núna þegar daginn er farið að lengja. Þeir geta ekkert gert að því þótt bensínverðið hafa hækkað upp úr öllu valdi og leggja áreiðanlega ekki minna til vegagerðar en þú – og þá til reiðstíga eins og annarrar vegagerðar. Þú þættist að minnsta kosti vel akandi ef þú værir eins og hestamenn- irnir sem fara um á risavöxnum jeppum og pikköppum með hestakerrurnar í eftirdagi. Eitthvað kostar sá akstur og meirhlutinn rennur beint í ríkissjóð.“ „Kannski ætti ég að fá mér hest,“ sagði ég. „Það er varla gerlegt lengur að reka þessar bíltíkur. Veistu hvað olíulítrinn kost- ar? Hann er jafnvel orðinn dýrari en bensín- lítrinn og ég sem hélt að það væri í þágu umhverfis og þjóðarhags að kaupa dísil- bíl.“ Ég beið ekki eftir svari um lítraverðið heldur sagði konunni í beinu framhaldi af þessari ræðu minni að lítrinn kostaði 260 krónur. „Það fást ekki nema 3,8 lítrar fyrir þúsundkallinn – 3,8 lítrar,“ endurtók ég eins og stjórnmálamaður í málþófi. „Veistu hvað maður kemst langt fyrir einn þúsund- kall? Fólk er alveg hætt að kvarta. Það er ekki langt síðan menn óttuðust það helst að eldsneytislítrinn færi í 150 kall, svo 200 kall og nú er hann kominn yfir 250 kall. Þess er án efa ekki langt að bíða að hann fari yfir 300 kall. Samt segir eiginlega enginn neitt. Sama gildir örugglega þótt lítrinn fari í 400 eða jafnvel 500 kall.“ „Ætli það væri ekki skynsamlegra að þú fengir þér hjólhest fremur en einn fjórfætt- an,“ sagði konan. „Hann þarf hvorki hey né fóðurbæti og bíður þín þegjandi meðan þú ert í vinnunni. Auk þess minnist ég þess ekki að þú kunnir að sitja hest. Þetta eina skipti sem þú prófaðir slíkt fyrir margt löngu var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þú varst eins og heypoki á baki hestsins. Ef ekki hefði verið fyrir sérstök gæði og ljúfa lund skepnunnar hefði illa farið. Hesturinn hafði vit fyrir þér og kom þér á áfangastað án þess að þú legðir mikið til þess.“ „Hvaða vitleysa er þetta, kona,“ sagði ég, „þinn heittelskaði er kominn af hestamönn- um langt aftur í ættir, af mönnum sem nán- ast voru grónir við hestinn og þurftu hvorki hnakk né beisli. Ég hef bara ekki haft tíma til að þjálfa upp meðfædda hæfileika mína.“ „Reiðhjólið er betra, svo mikið veit ég,“ sagði konan. „Þú skalt bara leggja bílnum og kaupa þér hjól. Sú fjárfesting borgar sig upp á þremur til fjórum tönkum. Það styttist í vorið og þú getur notað það að minnsta kosti fram á haust þegar veðrið fer að versna á nýjan leik. Þá verðurðu líka kominn með lærvöðva á við fótboltakappa og úthald eins og spretthlaupari. Heldurðu að það verði munur?“ „Má ég minna þig á það, frú mín góð, að við eigum heima suður við strönd Kópavogs en ég stunda almenna launavinnu norður við sundin blá, Reykjavíkurmegin. Þetta er ekki eins og að fara í næsta hús. Þess utan er það stórhættulegt,“ sagði ég með þungri áherslu, „að hjóla milli Kópavogs og Reykja- víkur. Þessir kallar geta lagt reiðstíga út um allt en hefur þú tekið eftir einhverjum hjólastígum?“ „Taktu þá strætó og hættu að vorkenna sjálfum þér,“ sagði konan. „Ég veit að þú hefur ekki þann almenningsvagnaþroska að geta skipt um vagn en þér ætti ekki að vera um megn að labba á skiptistöðina og fara upp í einhvern strætisvagninn. Flestir enda þeir væntanlega túrinn á Hlemmi svo það er varla mikil hætta á að þú villist. Það- an er ekki nema skotspölur í vinnuna. Þú hefur gott af því að ganga þangað, styrkja þig og anda að þér hreinu lofti. Hvernig líst þér á það að spara með því að nota strætó?“ „Það er nú meiri blíðan,“ sagði ég og breytti snarlega um umræðuefni. „Dásam- legt er,“ bætti ég við á ekki minni snúningi en sjálfur Ragnar Reykás, „að sjá hesta- mennina viðra hesta sína. Auðvitað eiga þeir einir rétt á reiðstígunum.“ Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. VEISLUBAKKAR FERSKT & ÞÆGILEGT 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 38 viðhorf Helgin 2.-4. mars 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.