Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Page 36

Fréttatíminn - 02.03.2012, Page 36
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Í Íslendingar hafa lengst af verið í miklum vandræðum með sorpeyðingu sína. Alræmt var þegar stöðvuð var dreifing á matvælum frá bæ við Skutulsfjörð sem var í um kílómetra fjarlægð frá sorpbrennslu Ísafjarðarbæjar. Díoxínmengun var yfir viðmiðunarmörkum. Sama eiturefni mældist einnig yfir viðmiðunarmörkum útblásturs sorpeyðingarstöðvar í Vest- mannaeyjum. Þá var vakin athygli á því að sorpeyðingar- stöð á Kirkjubæjarklaustri var byggð við hlið barnaskólahúss. Þar sýndu mælingar að díoxín í útblæstri var margfalt yfir við- miðunarmörkum. Enn verra var ástandið og mengunin meiri frá sorpbrennslunni á Svínafelli í Öræfum. Bæjarráð Hornafjarð- ar ákvað að loka sinni stöð. Hverjum datt sú reginvitleysa í hug að brenna sorp? Svo spurði Sigurður Grétar Guðmundsson orkuráðgjafi þegar díoxínumræðan stóð sem hæst. Sorp- brennsla getur aldrei orðið annað en mikill mengunarvaldur, sagði hann. Nærtækast er, sagði Sigurður, að urða sorp og benti á í því sambandi að Sorpa, langstærsta sorpeyðingarstöð landsins hefði aldrei gert minnstu tilraun til sorpbrennslu heldur urðað sorp. Flokkun sorps þegar kemur að brennslu og annarri eyðingu skiptir auð- vitað miklu en margt varhugavert hefur ratað í sorpbrennslur hérlendis í gegnum árin. Raunar steðja vandamál einnig að Sorpu og síðast í gær líkti formaður íbúasamtaka Leirvogstungu í Mosfellsbæ urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi við risastóran útikamar vegna ólyktar sem berst í hverfið. Á mörgum stöðum hefur verið tekið á þessum málum og þau færð til betri vegar þótt enn sé víða pottur brotinn. En sveitar- félögum á Suðurnesjum finnst greinilega ekki nóg að fást við þann vanda sem stafar af innlendu sorpi. Þær furðulegu fréttir bárust fyrr í vikunni að sveitarfélögin þar hugleiddu tilboð bandarísks sorpeyðingar- fyrirtækis sem hefði gert tilboð í sorp- brennslustöð á svæðinu. Bandaríska fyrir- tækið sæi sér hag í að flytja úrgang yfir hafið frá Bandaríkjunum og eyða honum hér. „Það er mjög dýrt að eyða úrgangi í Bandaríkjunum,“ sagði framkvæmda- stjóri fyrirtækisins með glýju í augum yfir 10 milljón dollara tilboði í sorpbrennsluna sem er mjög skuldsett og hefur strítt við erfiðan rekstur. Haft er eftir Árna Sigfús- syni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, að sveitar- félögin séu að skoða tilboðið. Þó verði ekki gengið að tilboðinu nema það standist allar umhverfiskröfur. Hvernig í ósköpunum dettur kjörnum fulltrúum, sem treyst er fyrir hagsmunum fólks og umhverfi, sú endemis vitleysa í hug að skoða slíkt tilboð? Fráleitt er að láta sér til hugar koma að bjarga fjárhag íslenskrar sorpbrennslu með því að flytja inn úrgang frá öðru landi. Þeim rekstri verður að bjarga með öðrum og gáfu- og gæfulegri hætti. Hafi sveitarstjórnarmennirnir ekki dug í sér til þess að vísa tilboðinu þegar í stað út í hafsauga verður að koma vitinu fyrir þá. Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, alþingismaður og ráðherra, veltir því fyrir sér hvort ekki beri að setja lög sem banni að hingað til lands sé fluttur úrgangur til eyðingar. Það hlýtur Alþingi að gera. Hin arfavitlausa tilboðsskoðun sveitar- stjórnarmanna á Suðurnesjum er nægilegt tilefni til þess. Sorpinnflutningur frá Bandaríkjunum Arfavitlaus tilboðsskoðun Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Árangursríkt náms- og starfsval Hver er þín ástríða? F yrir hverju hefur þú brennandi áhuga og í hvernig aðstæðum líður þér best? Þegar við veljum okkur starfssvið erum við ekki einungis að velja okkur vinnu til að stunda heldur einnig ákveðið umhverfi, gildi og við- mið sem umlykur þá starfsstétt sem við tilheyrum. Menningarheimur okkar starfsstéttar verður hluti af okkar lífsstíl og okkur sem einstaklingum. Við erum allt æviskeiðið að byggja upp sjálfsþekk- ingu og oft eiga ungmenni sem velja sér námsleiðir erfitt með að átta sig á hvað hentar þeim best. Þá geta áhugakannan- ir verið hjálplegar en það eru spurninga- kannanir sem gefa viðkomandi meðal annars vísbendingar um hvaða vinn- andi stétt svör hans í könnuninni líkjast mest. Náms- og starfsráðgjafar aðstoða nemendur við að finna nám við hæfi þar sem unnið er út frá styrk- leikum og áhugasviði hvers og eins. Háskólaárin eru mikill þroskatími þar sem nemand- inn leggur grunninn að eigin lífsformi. Auk faglegrar þekkingar á sérsviði gefur námið tækifæri til að efla sjálfþekkingu og ýmiss konar þverfaglega færni sem atvinnulífið kallar eftir. Samfélagið í dag leggur meðal annars áherslu á hugmyndaauðgi og sköpunar- gleði, samskiptahæfni, færni til að tengja upplýsingar og hugmyndir, áræðni og áreiðanleika. Á háskólaár- unum skapast nýtt tengslanest sem varir oft ævina út og styrkir stöðu einstaklingsins þegar út í atvinnulífið er komið. Slík kynni verða oft til með því að mynda metnaðarfulla námshópa sem hittist reglulega meðan á námstíma stendur. Nám er full vinna og ríflega það. Til að ná sem bestum árangri gildir hin gullvæga regla að vera virkur í náminu, skipuleggja sig vel og gæta þess að fresta ekki verkefn- um. Yfirsýn yfir námsefnið í hverju fagi er mikilvæg svo og hæfni til að greina aðalatriðin. Góð regla er að staldra við vikulega og meta stöðuna hjá sér í nám- inu með því að spyrja spurninga eins og: Er ég að komast yfir námsefnið og skila- verkefni? Þarf ég að vinna eitthvað upp eða rifja upp ákveðina atriði? Ætti ég að leita mér aðstoðar til dæmis hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans? Rannsóknir sýna að nemendur sem hafa skýr og krefjandi markmið ná yfirleitt betri árangri en þeir sem hafa ómótaða framtíðarsýn. Það er gagnlegt að hafa skamm- og langtíma markmið eins og vörður á þeirri leið sem þú ætlar þér að fara. Skýr markmið og jákvæð hugsun auðveldar nemend- um að takast á við dagleg verkefni viku frá viku. Há- skólanám á að styrkja nemendur sem námsmenn og sérfræðinga þannig að þeir séu sem best búnir undir þátttöku í atvinnulífinu eða frekara nám. Nemendum býðst margvísleg aðstoð hjá náms- og starfsráðgjöfum meðal annars við tímastjórnun og námstækni. Forsenda þess að finna tilgang í lífinu og getu til að gefa af sér til samfélagsins er vissan um fyrir hvað maður stendur og þekking á því hvað maður getur gefið. Það er lífsspursmál fyrir alla að finna eigin styrk- leika og byggja ofan á þá, njóta sín í einkalífi og starfi. Einstaklingur sem blómstrar á þennan hátt á innihaldsríkt líf og gefur gleði og visku til samferða- manna sinna. Sigríður Hulda Jónsdóttir Forstöðumaður Stúdenta- þjónustu HR Krúska fær fullt hús stiga Krúska ehf. Forréttindi að fá svona ótrúlega hollan og góðan mat! Valentína og hennar lið hefur verið algjörlega óskeikult síðan hún tók við Krúsku. Alúðin og virðingin fyrir hráefnunum er áþreifanleg. Ég fæ mér venjulega kjúklingarétt dagsins og er alltaf himinlifandi. Ég mæli svo mikið með Krúsku að ég var spurður um daginn hvort við hjónin ættum hlut í fyrirtækinu... Nei svo gott er það nú ekki, en við erum á því að Krúska eigi stóran hlut í okkur!! Nú er líka hægt að fá hollan brunch á laugardögum! Snilld! Best geymda leyndarmálið er örugglega takaway þjónustan, taka með sér kvöldmatinn heim seinni- partinn eða öll fyrirtækin sem fá senda þessa snilld fyrir sitt starfsfólk í hádeginu. Sex stjörnur! Minna en það er svindl!Ingi R. Ingason | 20 ummæli Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík sími 557 5880 | www.kruska.is Hvernig í ósköpunum dettur kjörnum fulltrúum, sem treyst er fyrir hagsmunum fólks og umhverfi, sú endemis vitleysa í hug að skoða slíkt tilboð? Fráleitt er að láta sér til hugar koma að bjarga fjármálum ís- lenskrar sorpbrennslu með því að flytja inn úrgang frá öðru landi. 34 viðhorf Helgin 2.-4. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.