Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 22
B akgrunnur þeirra Ólafar Sverrisdóttur og Ólafs Guð-mundssonar í leiklistinni er ólíkur. Hann lauk meistaragráðu í hagnýtri leiklist með menntunar- og samfélagslegt samhengi frá Goldsmith‘s College, University of London árið 2009. Hún lauk sínu meistaranámi sjö árum áður í sálarlíkamlegri leikhúsvinnu, eins og hún kallar það – svona í anda Grotowskis, eða Theatre Practice á ensku frá háskólanum í Exeter í Devon á Englandi. „Já það er hálf skondið, því þegar við vinnum saman er ég „physical“ en Ólöf vinnur með sögur og frásagnir. Hún í mínu og ég í hennar. Við erum ólík. Ég hef lært fullt af Ólöfu,“ segir Ólafur og Ólöf svarar. „Já, og ég af honum.“ Þeir sem hafa lítið velt fyrir sér leiklistinni skilja samt mikilvægi hennar í huga þeirra Ólafar og LAGERSALA 40-80% afsláttur Laugardag & sunnudag Opið 11-16 LAGERSALA Lín Design Laugavegi 178 www.lindesign.is LAGERSALAN er á Laugavegi 178 næsta hús við verslun Lín Design Ath Rúmföt Púðar Handklæði Barnavörur Rúmteppi Dúkar Hún í mínu og ég í hennar Ástríða. Tjáning og útrás. Sem sagt leiklist. Margir halda að hún sé ekki fyrir alla, en hún grípur um sál þeirra sem hana reyna. Það vita þau Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson. Þau eru bæði með meistaragráðu í faginu og hafa unnið saman í vel rúman áratug. Þau reka leiklistarskólann Opnar dyr og hafa sýnt fjölmörgum sem lengi hefur langað að læra leiklist að hún er einmitt fyrir þá líka, því allir hafi leiklistina í sér. Ólafs þennan mánudagsmorgun í Bolholtinu, þar sem þau reka leik- listarskólann Opnar dyr. Áhug- inn skín af þeim. Tilfinningin er líkast til svona svipuð og fyrir þann sem situr innan um unglinga sem vita allt um ákveðinn tölvu- leik og tala um hann rétt eins og þeir tali annað tungumál. Eða, þann sem lítið veit um fótbolta en er allt í einu staddur í búningsklefa fyrir bikarúrslitaleik og hlustar á lingóið. Allir þekkja það nema sá utanaðkomandi. Það kemur því vart eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar heyrist spurt: Já, sálar- líkamleg leiklist, er það svona í stíl Hollywood-stjörnunnar Susan Sharandon? „Nei, nei, nei,“ svarar Ólöf. „Hún stundar Method. Það er leiklistar- stíllinn, þar sem leikari reynir reynslu annarra á eigin skinni. Ég man þegar ég stundaði fyrra námið í Bretlandi og einhverjir nemendurnir sváfu í pappakassa við Thames til að setja sig í spor útigangsmanna og komu svo í skól- ann án þess að hafa farið í sturtu í viku. Þeir lifðu sig gjörsamlega inn í hlutverkið,“ segir hún og hlær. „Sjálf vann ég þar eftir þeim aðferðum. Lék til dæmis eitt sinn pönkara og var klædd þannig alla daga til að upplifa þá tilfinningu.“ Ólafur ber mikla virðingu fyrir Constantin Stanislavski – sem þróaði Method-aðferðina og aðferð kennda við hann sjálfan – rétt eins og öðrum innan leiklistarinnar. „Þetta er jú aðferðin sem svo þróast og fer eins og svo oft út fyrir öfgar hjá einum og einum í Banda- ríkjunum,“ segir hann. „Hún er mjög algeng í kvikmyndabrans- anum. En stundum segi ég eins og Laurence Olivier: Leiktu þetta bara,“ segir hann og vitnar í fræga en líklegast ýkta sögu sem oft er sögð af honum þegar hann mætti dauðþreyttum Dustin Hoffman við gerð myndarinnar Marathon Man. Hoffman var ósofinn eftir þriggja sólarhringa vöku fyrir töku þar sem hann undirbjó senuna sam- kvæmt Method-aðferðinni. „Í leiklist setur þú þig í spor ann- arra og skapar þannig fjarlægð frá sjálfum þér. Færð jafnvel hvíld frá sjálfum þér,“ segir hann. Og það er það sem þau miðla í Bolholti; að setja sig inn í reynsluheim annarra og túlka frá eigin ranni. Margir upplifa margra ára draum um að leika á námskeiðum þeirra sem miða meðal annars að því að efla sjálfstraust og samskipti, traust og öryggi og koma fólki til meðvit- undar um sjálft sig; fá fólk í gang. Ólafur segir að þegar fólk setji sig í spor annars skoði það sjálft sig í samhengi við þá persónu. „Það er því svona margföld skoðun á aðstæðum, hlutverkum, samfé- laginu, sjálfum sér í samfélaginu og sínum tilfinningum í gangi,“ segir hann og botnar með því að fólk sæki oft námskeiðin þeirra þegar það standi á krossgötum í lífi sínu og sé tilbúið í breytingar. Ólöf segir enn aðra tala um að námskeið þeirra hafi hrist upp í þeim. „Margir hafa sagt að eftir það hafi þeir áttað sig á því hvað þá langar að gera í lífinu,“ segir Ólöf. „Það er svo oft sem fólk er búið að afskrifa drauma sína og telja að þeir séu ómögulegir, en það er oft ekkert þannig heldur er hægt að breyta um stefnu þótt maður sé kominn á miðjan aldur.“ Ólöf segir það mjög sjaldan gerast á námskeiðum þeirra að einhver sitji eftir og komist ekki út fyrir þægindahring sinn. Ólafur segir enda fólki snemma ljóst að það megi gera mistök. Fortíð og framtíð skipti ekki mál, heldur að- eins núið. „Já, svo er fólk í öðrum karakter og kynnist sjálfum sér í persónunni.“ En talandi um aðferðir. Er lífið bara leikur og samfélagið sviðið? Eða er það kannski á hinn veginn og lífið í leikhúsunum hluti af samfélaginu? „Það má tvinna þetta saman,“ segir Ólafur. „Ég er í það minnsta hrifinn af aðferðum og hugmyndafræði brasilíska leik- stjórans og snillingsins Augusto Boal, sem hefur haft mikil áhrif á samfélagstengda leiklist. Hann braut upp formið og fékk áhorfend- ur til þess að taka þátt.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Hlátur og grátur. Gleði og sorg. Andstæður. Það eru þau Ólöf og Ólafur oft. Hér bregða þau á leik með Fréttatím- anum. Mynd/Hari Ég man þegar ég stundaði nám í Bretlandi og ein- hverjir nemendurnir sváfu í pappakassa við Thames til að setja sig í spor úti- gangsmanna og komu svo í skólann án þess að hafa farið í sturtu í viku. Þeir lifðu sig gjörsamlega inn í hlutverkið.“ 20 viðtal Helgin 2.-4. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.