Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Side 35

Fréttatíminn - 02.03.2012, Side 35
E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 4 9 1 Hagsýnir heimilisbílar Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Árgerð 20052 sjálfskiptur · bensín Árgerð 20122 beinskiptur · dísil Sparnaður á ári 228.240 kr.Eyðsla1 228.600 kr. 4,5 l 456.840 kr. 9,4 l - = 24.780 kr.Bifreiðagjöld 9.460 kr.34.240 kr. - = 2.100 kgCO2 útblástur 2.380 kg 119 g/km 4.480 kg 224 g/km - = Að endurnýja bílinn í dag getur borgað sig. Kannaðu kosti grænna bílalána og reiknaðu dæmið til enda á ergo.is 1Blönduð eyðsla á hverja 100 km 2Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 254 kr. og akstur á ári 20.000 km. Fært til bókar Forseti verndar á nýju kjörtímabili Guðni Ágústsson og Baldur Óskarsson, sem fóru fyrir undirskriftasöfnun þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er hvattur til þess að gefa kost á sér í fimmta sinn, afhentu forsetanum undir- skriftalistann á mánudaginn. Rúmlega 30 þúsund manns skrifuðu undir. Forsetinn hefur talað í véfréttarstíl um hugsanlegt framboð. Skilja mátti áramótaávarp hans á þann veg að hann gæfi ekki kost á sér á ný en ýmsir lögðu annan skilning í orð hans. Þrátt fyrir ítrekaðar spurningar fjöl- miðla skýrði forsetinn orð sín og fyrirætl- anir ekki frekar – fyrr en Guðni og Baldur afhentu honum undirskriftirnar. Hafi menn beðið eftir já-i eða nei-i fékkst ekki svar. Enn tók hann ekki af skarið heldur tók sér umhugsunarfrest í nokkra daga. Meðan á þessu tveggja mánaða þófi hefur staðið hafa aðrir hugsanlegir frambjóðendur haldið að sér höndum en stöðugt gengur á framboðsfrest vegna forsetakosninganna í júní næstkomandi. Forseti tekur að vanda við embættinu í ágústbyrjun, hvort heldur er endurkjörinn forseti eða nýr. Athyglis- vert er í þessu sambandi að skoða frétta- tilkynningu Bandalags íslenskra skáta sem barst í síðustu viku en í ár fagna íslenskir skátar því að öld er liðin frá því að skáta- starf hófst hér á landi. Mikið stendur að vonum til á afmælisári, meðal annars frið- arþing sem haldið verður 12.-14. október. Í tilkynningu skátanna er einfaldlega tekið fram að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verði verndari ráðstefnunnar. Fyrsta skrefið? „Að kjósa forseta Gamla Íslands enn eftir sextán ár er hin fullkomna uppgjöf, að kyssa vöndinn og gefast upp,“ segir Stefán Jón Hafstein á heimasíðu sinni um framtíð forseta Íslands. Hann segir að borin von sé að forseti verði sameiningartákn þjóðarinnar við ríkjandi kringumstæður. Stefán Jón er meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við forsetafram- boð en hann hefur ekkert gefið upp um fyrir- ætlanir sínar í þeim efnum. Í lok færslunnar segir hann að víst skipti persóna forseta máli þegar allt kemur til alls en að lokum muni þjóðin kjósa nýjan forseta og skipti engu hvað undan feldinum á Bessastöðum kemur á næstu dögum. Valdið er hjá þjóðinni, segir Stefán Jón. Ómar Ragnarsson fjallar um framboðs- mál forsetans og segir að hann hafi spáði því í pistli fyrir hálfum mánuði að Ólafur Ragnar færi létt með að útskýra „óhjákvæmilega ákvörðun“ sína um að halda áfram. Skortur á hæfum frambjóðendum ráði þar mestu um. Slík ákvörðun, segir Ómar og vitnar í ummæli forsetans, mun stafa af því að enginn sem geti valdið þessu embætti á óvenjulegum tímum hafi stigið fram og því sé hann sá eini sem geti „axlað þá ábyrgð að gegna embætti forseta Íslands.“ Nokkuð hefur verið kallað eftir því eftir blaðamannafund forsetans í vikubyrjun, að aðrir láti slag standa hið fyrsta og bjóði sig fram, óháð því hvað Ólafur Ragnar gerir. Velta má því fyrir sér hvort grein Stefáns Jóns hafi verið fyrsta skrefið í þá átt – og spurningin er þá hvort fleiri fylgi í kjölfarið. Slíkt gæti auðveldað forsetanum að taka ákvörðun, nú þegar hann liggur undir feldinum. – fyrst og fre mst ódýr! 1498kr.pk. Quality Street, 1 kg Frábærtverð! Meðan birgðir endast! Meðan birgðir endast! 1998kr.pk. Nóa konfekt, 1 kg Ljósmynd Hari viðhorf 33 Helgin 2.-4. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.