Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. september 2009 Að minnsta kosti 3 hafnfirsk lið leika í úrvalsdeild í fótbolta næsta sumar og eitt enn á góðar líkur á að komast upp í efstu deild. Þetta er glæsilegur árangur og geta Hafn - firðingar verið stoltir. Stelpurnar í FH og Haukum kepptu um efsta sætið í 1. deild og sigruðu Haukastúlkur með einu marki og bikarinn fór á Ásvelli. Auðvitað voru von - brigðin hjá FH-stelpunum mikil en við því er ekkert að gera, þær geta verið stoltar að vera komnar með sitt unga lið upp í efstu deild. Hins vegar verður að segjast að umgjörð þessa úrslitaleikjar var ekki rishá. Leikdagurinn ákveðinn með stuttum fyrirvara, keppt þótt annað liðið hafi verið með leikmann í landsliðshópi í æfingabúðum og þá var glæsilegasti leikvangur Hafnfirðinga látinn standa auður á meðað leikið var á grasvelli á Ásvöllum, sem hvorki er með áhorfendastæðum né vallarklukku. Ég er hræddur um að svona hefði ekki gerst í karlaboltanum. Nei, við Hafnfirðingar verðum að skilja að við höfum ekki ráð á að eiga tvo löglega keppnisvelli fyrir knattspyrnu. Hljóta menn að sjá það nú þegar félögin eiga í fjárhagserfiðleikum, bæjar - félagið á sífellt meira í fasteignum þeirra og litlar líkur eru á að hægt sé að setja meira fé í á meðan vart er til fyrir launum bæjarstarfsmanna. Þá er kvartað yfir því að niðurgreiðslur vegna þátttöku barna og unglinga berist seint svo félögin eiga sum í erfiðleikum með að greiða laun á réttum tíma. Nú þarf að hugsa hagkvæmt og flottræfilsháttur dugar ekki þegar skorið er alls staðar niður. Guðni Gíslason. Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudagur 13. september Fjölskyldumessa kl. 11 Börn úr unglingakór kirkjunnar leiða söng undir stjórn Helgu Loftsdóttur og aðstoða við helgihaldið ásamt leiðtogum sunnudagaskólans. Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson Eftir messuna er foreldrafundur foreldra fermingarbarna þar sem farið er yfir vetrarstarfið. ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Víðistaðakirkja sunnudagur 13. september Guðsþjónusta kl. 11 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. 6-9 ára starf á mánudögum kl. 15.00 10-12 ára starf á mánudögum kl. 16.30 www.vidistadakirkja.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Sendibílaþjónusta í 25 ár! Benni Ben. • 893 2190 Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 endursýnir Kvikmyndasafn Íslands mynd Óskars Gíslasonar: Björgunar - afrekið við Látrabjarg. Aukamynd: Gamalt viðtal Erlendar Sveinssonar við stjórnandann Óskar Gíslason. Á þriðjudaginn kl. 20 er á dagskrá franska kvikmyndin L’année derniere á Marienbad eða Á síðasta ári við Marienbad eftir Alain Resnais en myndin er meðal þekktustu myndum frönsku nýbylgjunnar. Gestahönnun í Galleríi Thors Thorskonur ætla að glæða bæinn lífi eitt fimmtudagskvöld í mánuði í vetur. Í dag kl. 20-22 mun Dunna (Gunnhildur Þórarinsdóttir) kynna hönnun sína en hún leggur áherslu á ullina, skart og hönnun úr plexi gleri. TÖLVUHJÁLPIN Viðgerðir, vírushreinsanir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum. Kem í heimahús. Sanngjarnt verð Sími 849-6827 Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! Fjölmargir hafa hneykslast á veggjakroti á Hafnarborg en það er hluti listsýningar sem fer fram í safninu. Svo misskilið var verk - ið að lögregla var farinn að skrifa skýrslu um málið þegar hið rétta kom í ljós. Það býður hins vegar áhugverð sýning inandyra. Misskilin list Lögregla var byrjuð að skrifa skýrslu L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 miðvikudagar lokað Sími 867 2273

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.