Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. september 2009 Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Kúplingar Hef hafið störf á hárgreiðslustofunni Línu Lokkafínu. Býð gamla og nýja viðskiptavini velkomna. Rúna Magnúsdóttir Fjölmennur hópur á vegum Almenningsíþróttadeildar Hauka tók þátt í Reykjavíkur - m araþoninu sem fór fram 22. ágúst sl. Alls tóku 44 skokk - félagar þátt, þar af 24 félagar sem hlupu 10 km og 20 sem fóru hálft maraþon eða 21,1 km. Á fimmta tug félaga tók þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi sem fram fór sl. laugardag. Skokkhópur Hauka hefur haldið úti skokkæfingum síðast liðin tvö ár við góðan orðstír og bæt ast stöðugt fleiri í hópinn bæði óreyndir sem reyndir skokk arar. Fyrirliði hópsins er Sigríður Kristjánsdóttir en hún og Björn Kristján, eiginmaður hennar hafa verið driffjaðrirnar í starfinu. Æfingar eru þrisvar í viku á mánudögum og miðviku - dögum kl. 17.30 og á laugar dögum kl. 10. Hlaupið er frá Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum. Fjölmennur skokkhópur Hauka Brosandi eldrauðir hlauparar áður en lagt er af stað. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Öllum er kunnugt um að sum börn eiga erfiðara með að ná tökum á máli og tali en gengur og gerist og þurfa á talþjálfun að halda. Því miður er það ekki sjálfgefið að þau fái þjónustu við hæfi. Hafnar - fjarð arbær hefur staðið sig frábærlega vel hvað varðar grein ingu á vanda - málum þessara barna en illa hvað varðar úrræði þar sem ekki er boðið upp á slíka talþjálfun í leik- og grunn - skólum bæjarins. Þörfin er mik il sem sjá má á mikilli að - sókn í greiningavinnu sem boðið er upp á hjá Skóla - skrifstofu Hafnarfjarðar og biðlistum hjá sjálfstætt starf - andi talmeinafræðingum. Mikil fylgni er milli málfars - legra erfiðleika hjá börnum og lestrar- og námserfiðleika. Nokk ur börn hafa fengið grein - inguna sértæk málþroska rösk - un en hún hefur áhrif á mál - skilning og máltjáningu. Ein - kenni þessara erfiðleika eru breyti leg og er mismunandi eft - ir einstaklingum en börn með sértæka málþroskaröskun eiga það sameiginlegt að eiga flest í lestrar- og námserfiðleikum í grunn skóla. Með markvissri þjálfun má auka lífsgæði þeirra og draga úr þessum erfið - leikum. Í grunnskólanum er boðið upp á sérkennslu en ekki er boðið upp á þjálf - un hjá talmeina fræð - ingum sem eru sér - fræðingar á sviði tal- og mál þroska og frávika frá dæmi - gerðum tal- og mál - þroska. Foreldrar og aðstandendur barn - anna þurfa sjálfir að standa undir kostn aði við tal þjálfun með lítils hátt ar styrk frá Sjúkra - tryggingum Íslands. Þann 16. september n.k. stend ur til að stofna hags muna - félag fagfólks og aðstandenda barna með mál- og talhömlun. Meginmarkmið félagsins verð - ur að vekja athygli á nauð - synlegri þjónustu við börn með tal- og málhömlun, vinna að auknum réttindum barna með tal- og málhömlun, fræða að - standendur þessara barna og hvetja til rannsókna á þessu sviði. Foreldrar barna með tal- og málhömlun og fagfólk sem starfar með þessum börnum er hvatt til að mæta á stofnfundinn og taka þátt í starfi félagsins. Höfundur er talmeinafræðingur. Börn með tal- og málhömlun Stofnun hagsmunafélags fagfólks og aðstandenda barna með tal- og málhömlun Valdís B. Guðjónsdóttir Það eru mikilvæg tímamót í Hafnarfirði. Fráveitumannvirki bæjarins verða vígð formlega um næstu helgi. Áralangt stefnumótandi stórvirki um hreinsun strand lengj - unnar með umfangs - mik illi mannvirkja - gerð í fráveitumann - virkj um, dælu- og hreinsi stöðvum og útrás tvo kílómetra á haf út er nú á loka - stigi. Eitt af stefnumálum Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 2002 var áherslan á fráveitu mál - in og hreinsun strandlengjunnar. Strax eftir kosningarnar náðist góð samstaða innan þáverandi bæjar stjórnar að stofna Fráveitu Hafnar fjarðar. Kristinn Ó. Magn ús son fv. bæjarverk fræð - ingur var ráðinn framkvæmda - stjóri Fráveitunnar og vann hann að viðamikilli undirbúnings - vinnu, forhönnun og samvinnu við tækniaðila vegna þessara mála. Kristinn lést árið 2005, langt um aldur fram og ber að þakka honum fyrir hans þátt í þessum umfangsmiklu verkum. Þau spor sem voru mörkuð í upp hafi verða seint metin til fulls. Flókið tæknilegt verkefni Nú er svo komið að þrýstilögn sem var lögð frá Langeyrar - mölum að Hraunavík tekur við öllu skólpi úr fráveitukerfi bæj - ar ins. Dælu brunnur er byggður við Lang eyri, ný dælustöð við Norð urgarðinn, miðl unar tankur er byggð ur yst á Hval eyrar garði og dælu stöðin við Ós eyrar braut er stækk uð verulega. Þá var byggð mjög öfl ug hreinsi- og dælu stöð við Hrauna - vík og 2ja km útrás sem dælir skólp inu niður á 23 m dýpi. Þetta verkefni hef - ur verið kostn aðar - samt. Nokkru hef ur þurft að breyta frá frum hönnun svo sem stækkun dælustöðvar á Ós eyri, en einnig hefur lagnavinna verið um fangs meiri. Hvorutveggja við pípu lagnir í sjó og á landi, en eins og margir muna var borað í gegn um Hval eyrina (undir golf völlinn) til að ná dælingu frá Vestur- og Mið bæ suður að Hraunavík. Verk efnið mun hins - vegar „lifa“ lengi og arðsemi þess er mikil, en heildar kostn - aður á núvirði er um 4,8 millj - arðar. Umhverfisgæðin sem fylgja eru einnig mikilvæg enda verk - efnið allt unnið í anda sjálf bærr - ar þróunar með gæði vatns í fyrir rúmi. Strandstígarnir sem einnig urðu til við mann virkja - gerðina hafa fyrir löngu sannað gildi sitt, sem frábær úti vist - arviðbót og hluti að stofn - stígakerfi bæjarins. Veitudagurinn – laugardaginn 12. sept. Á tímamótum sem þessum er margs að minnast í verk fram - kvæmdinni. Mörgum ber að þakka. Starfsmönnum Frá veit - unnar og framkvæmdasviðs Hafn ar fjarðar, tæknifólki, hönn - uðum, eftirlitsaðilum og verk - tökum, en Ístak hefur verið aðal - verktaki í mannvirkjagerðinni að mestu. Umfangsmikil verk - efnastjórn hefur verið í styrkri yfir umsjón Kristjáns Stefáns - son ar. Núverandi og fyrrverandi stjórn Fráveitunnar og bæjar - stjórn liðinna ára hafa sýnt metn að og elju gagnvart verk - efninu. Ekki hvað síst ber hinsvegar að þakka bæjarbúum sem sýnt hafa verkefninu mikinn áhuga og stuðning. Einstaka bæjarbúar og jafnvel ritstjórar hafa verið hvetjandi allan tímann og náð að draga fram það jákvæða í verkinu. Það hefur verið okkur mikill styrkur að finna að slík stórframkvæmd hefur getað gengið áfallalaust fram í nokkur ár, án deilna. Hreinsun strand - lengj unnar í Hafnarfirði er tíma - mótaverk og vil ég hvetja alla til að kynna sér mannvirkin í Hraunavík nk. laugardag. Það er ekki oft sem tækifæri gefst til að kynna sér framkvæmd sem þessa á lokastigi. Til hamingju Hafnfirðingar. Höfundur er formaður framkvæmdaráðs. Fráveita Hafnarfjarðar - Tímamótaverkefni Gunnar Svavarsson Svokallaðar hnakkageymslur hestamanna við Geithöfða við Kleifarvatn hafa oft vakið umtal. Enn fjölgar þar húsum þrátt fyrir að engin leyfi fyrir slíku hafi verið veitt af Hafnarfjarðarbæ. Á sunnudag sáust menn hífa hús af vörubíl merktum Húsbygg og bætist húsið við hátt í tug húsa og kofa sem þarna eru. Hús í leyfisleysi við Kleifarvatn L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.