Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 10. september 2009 Um allt þetta og margt fleira verður fjallað á þriggja kvölda námskeiði í Hafnarfjarðarkirkju sem ber heitið „Leyndardómar fornaldarinnar“. Fyrsta kvöldið er í kvöld 10. september, síðan - 17. og loks þriðja kvöldið 24. september. Á námskeiðinu verða tekin saman umfjöllun um dulspeki og trúarbrögð í heilstæðu námskeiði og byrjað á Musterisriddurunum. Nýverið kom út uppflettibókin Orðabók leyndardómanna sem stuðst verður við í fræðslunni. Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu má fá á thorhallur33@gmail.com eða í síma 8917562. Námskeiðin hefjast öll kvöldin kl. 20.00. Fríkirkjan Sunnudagur 13. september Sunnudagaskóli kl. 11 Allir krakkar velkomnir í kirkjuna. Guðsþjónusta kl. 13 Kvennakirkjan verður með guðsþjónustu kl. 20. Sr. Auður Eir leiðir þá guðsþjónustu. TTT starf fyrir 10-12 ára börn í safnaðarheimilinu á miðvikudögum kl. 15.30-17. Barnakór Fríkirkjunnar fyrir 7-10 ára börn. Fyrsta æfing í safnaðarheimilinu miðvikudaginn 9. september kl. 17. Sporin 12 – Andlegt ferðalag. Kynningarfundir verða fimmtudskvöldin 10., 17. og 24. september kl. 20 í safnaðarheimilinu. Allir velkominir í Fríkirkjuna! www.frikirkja.is Leyndardómar fornaldarinnar afhjúpaðir Hvað eiga Musterisriddarar, gralinn, sáttmálaörkin, talnaspeki og íslensku landvættirnir sameiginlegt? Gracie Jiu Jitsu skóli Pedro Sauer hefur verið starfandi í Hafnarfirði í tvö síðastliðin ár. Jóhann Eyvindsson er yfir þjálf - ari. „Ég æfði og þjálfaði karate og Jiu-Jitsu í Bandaríkjunum þar sem ég bjó vegna náms. Ég hafði æft hjá Gracie fjölskyldunni sem þekkt er fyrir að breyta hefð - bundnu Jiu Jitsu yfir í það sem það er í dag. Í gegn um Gracie fjöl skylduna kynntist ég Pedro Sauer sem er 7. gráðu svar - tbeltingur undir Helio Gracie, upphafs manni íþrótta rinnar, og fór að æfa undir honum. Við fáum þekkta erlenda þjálfara til okkar á 10 til 12 vikna fresti og þar á meðal Pedro Sauer sjálfan sem er tíður gestur og mikill Íslandsvinur. Þegar ég kom aftur heim til Íslands sum - arið 2007 fór ég að kenna fá - menn um hóp í Hafnar firði þar sem ég bý. Viðbrögðin voru góð og núna er skólinn rekinn með nálægt 100 nem endur í Trönu - hrauni. Við erum með hópa fyrir börn og unglinga auk þess sem við kennum full orðnum bæði í byrjenda- og fram haldshópum. Síðastliðin janú ar byrjuðum við með tíma fyrir börn og unglinga. Núna er barna og unglingastarfið komið vel á veg og héldum við fyrstu keppnina þann 2. sept - ember síðastliðinn.“ Þetta var fjörug keppni og höfðu krakkarnir mjög gaman af. Keppt var í fjórum flokkum og veitt voru aukaverðlaun. Kepp - endur skólans voru Gabríel Elí Jóhannsson í yngri flokkum sem fór á móti keppendum sem voru 30% þyngri en hann og náði gull - verðlaunum og Daníel Geir Tryggvason í eldri flokkum sem einnig vann sinn flokk á móti sér mun stærrri og þyngri kepp end - um. Rúnar Már Jóhannsson var valinn tæknilegasti keppandi mótsins en hann sýndi mikla tækni lega yfirburði, sópaði sam - an 17 stigum í úrslitaviðureign, náði submisson og vann gull í sínum flokki. Brandur Máni Jóns son fékk verðlaun fyrir besta sópið en hann sýndi góð tilþrif við að koma andstæðing ofan af sér. Gabríel Elí Jóhannsson og Þorvaldur Hafsteinsson fengu verðlaun fyrir glímu mótsins. Að sögn Jóhanns stóðu allir kepp - endur sig mjög vel og sýndu af sér góða íþróttamennsku og prúða framkomu í keppninni. „Það skemmtilega kom í ljós þegar farið var yfir niðurstöður mótsins að í öllum flokkum sigruðu minnstu keppendurnir. Það sýnir enn og aftur að Jiu Jitsu snýst um tækni en ekki krafta,” segir Jóhann. Gracie Jiu Jitsu skóli Verðlaunahafar á mótinu í síðustu viku. Nýtt Capri tríó undir forystu Þórðar Arnar Marteinssonar, harmónikkuleikara hefur glatt gesti Fjarðar sl. föstudaga. Tríóið sem skipa auk Þórðar, barnabarn hans, Haukur Arnar Hafþórsson trommuleikari og Gunnar Pálsson bassaleikari, leikur án endurgjalds. Gera þeir það til að gleðja náungann í kreppunni og þeir áttu til að taka dansspor gestir Fjarðar enda fjörug danstónlist leikin. Hljómsveitin leikur á morgun kl. 16-17. Tónlist gegn kreppu Haukur Arnar á trommum og afinn, Þórður Arnar á harmónikku. Nuno Valentim lífgar upp á fjörð með skemmtilegum kynningum. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Lindy hopp er afró-amerískur swingdans sem oftar en ekki er lýst sem afa allra swingdansa. Hann varð til á strætum og danssölum Harlem í Nýju Jórvík og var dansaður frá um 1930 og fram að stríði. Mikil upprisa hefur átt sér stað undanfarin ár í þessum dansstíl og má ætla að um 150.000 manns dansi hann um þessar mundir. Lindy Hop félagið Lindy Ravers hóf starfsemi hér á landi fyrir um 2 árum og verður með námskeið í Gúttó sem hefst á laugardaginn. Ingibjörg Óskarsdóttir, sem starfar á Bókasafni Hafnar - fjarð ar er ein þeirra sem hefur heillast af þessum dansi og hafði frumkvæði að því að dansinn yrði kenndur hér í bæ. „Mér fannst að fólk ætti ekki að þurfa að sækja námskeið til Reykjavíkur svo ég gekk í það að fá námskeið hingað og verða þau á laugardögum kl. 16.30- 18 í Gúttó.“ Hún segir dansinn vera fjörugan og skemmtilegan og segir fólk á öllum aldri dansa Lindy hopp. Kynning verður á dansinum í Flensborg í hádeginu í dag og vonast Ingibjörg eftir því að það verði vakning hér í bæ og hún segir draum sinn að hér verði hægt að dansa Lindy hopp á kaffihúsi einu sinni í viku. Það er tilvalið fyrir pör að koma en aðrir eru líka vel - komn ir. Ingibjörg segir verðinu vera stillt mjög í hóf en námskeiðið sem standi fram að jólum kosti aðeins 4000 kr. Nánari upplýsingar eru í síma 864 2165 eftir kl. 20. Verður Lindy hopp æði í Hafnarfirði?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.