Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 10
Til þess að búa í haginn fyrir framtíðina og nýta sem best fyrir liggjandi mann virki var ráðist í bygg ingu miðlunargeymis í árs byrjun 2008. Miðlunargeymirinn er byggður inn í hlíðina neðan Ásfjalls, norðan við Ásland III. Geymirinn rúm - ar 6000 tonn af vatni eða 6 milljón lítra og er stöð - ugt streymi í gegnum hann. Geymir inn er hinn vandaðasti og ítrustu kröf um er framfylgt til að tryggja að gæði vatnsins sé ávallt fyrsta flokks. Mjög fullkomið vaktkerfi fylgist með geyminum og vatns bólinu í Kald árbotn - um þar sem fylgst er m.a. með rennsli og hitastigi. Stefnt er að því að geym irinn verði tekinn í notkun í nóvember. Fyrsti miðlunar - tankurinn 10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. september 2009 Vatnsveita Hafnarfjarðar Tekið er á móti gestum í vatnsbólunum á laugardaginn kl. 13-16 12 milljón lítrar á dag! Vatnsveitan veitir 4,5-5 milljónum tonna af vatni til bæjarins á ári eða uþb. 12-14 þúsund tonnum á dag ! Það eru 12-14 milljónir lítrar ! Vatnsból Hafnarfjarðar er í Kaldárbotnum, rétt ofan Kalársels. Þaðan ligg - ur aðveituæð til bæj ar ins meðfram Kald ársel vegi, um 6 km að lengd. Hún greinist síðan í stofnæðar og dreifi lagnir sem flestar liggja í götum bæjarins. Fyrstu tildrög að vatns - veitu í bænum voru þegar Vatnsveitufélag Hafn ar - fjarðar var stofnað 1904. Í fyrstu sóttu bæjar búar vatn í vatnshaana, sem settir voru upp víðs veg ar um bæinn en síðar var farið að leiða vatn í hús. Vatnið í Kaldárbotnum er rómað fyrir gæði enda telja Hafnfirðingar það besta vatn í heimi! Núverandi aðveituæð er frá árinu 1950 og full næg - ir hún enn vatnsþörf bæj - ar ins. Sjálfrennsli vatns er í stærstum hluta bæj a rins, þó er vatni dælt í Áslandi, á Hval eyrarholt og í efstu byggð í Hvömmunum og Set bergs hverfi. Á liðnum áratugum hafa verið boraðar fjöl margar rannsóknarholur í ná - grenni Hafnarfjarðar. Ein merki legasta holan sem boruð var er við Kaldársel og varð 987 m djúp. Sú hola var köld, 2-5 gráður niður á 750 m dýpi. Vatnsveita Hafnar fjarð ar hefur á undan förnum ára - tug látið bora á sjötta tug rann sóknarhola til að kanna grunnvatn. Hol urn - ar eru dreifð ar um svæðið frá Helgafelli að Straums - vík og þær dýpstu eru tæplega 90 m djúpar. Helst er nú horft til vatnsöflunar í Fagradal. Þaðan yrði lögð aðveituæð meðfram Krýsuvíkurvegi í stefnu að ört vaxandi byggð og vaxandi iðnaðar - svæði. Besta vatn í heimi! Dagskrá: Kaldárbotnum innan Kaldársels Kl. 13 Skoðunarferð um vatnsbólin Dagur Jónsson, vatnsveitustjóri leiðir fólk um vatnsbólin sem öllu jöfnu eru lokuð og segir frá vatnsveitunni. Farið er frá hliðinu við Vatnsbólin. Kl. 14 Skoðunarferð um vatnsbólin Farið er frá hliðinu við Vatnsbólin. Kl. 15 Skoðunarferð um vatnsbólin Farið er frá hliðinu við Vatnsbólin. Boðið verður upp á ískalt vatn! Ein af fyrstu vatnsveitum á Íslandi Vatnsveita Hafnar - fjarðar er ein af allra fyrstu vatnsveitum á Íslandi, stofnuð 1904. Veitan varð fljótlega einn af hornsteinum bættr ar heilsu og bættra lífskjara og á stóran þátt í að skapa þau daglegu lífsgæði sem við búum við. Veitan gegnir þýðing - ar miklu hlutverki í þjón - ustu við atvinnulífið og gegnir lykilhlutverki við brunavarnir. Vatnsveita Hafnarfjarðar er nú starf - rækt á fram kvæmda sviði Hafnar fjarðar. Aðveituæðin Aðveituæðin frá vatns ból unum í Kaldár - botnum var lögð 1950 og var mjög vandað mann virki á sínum tíma og dugar enn. Árið 1950 voru íbúar Hafnarfjarðar fimm þúsund en eru nú, tæpum 60 árum seinna, nærri 27 þúsund. Stiklur úr sögu Á þessari hleðslu lá vatns - stokk ur sem var hluti af fyrstu vantsleiðslunni frá Kaldárbotnum. Fyrstu vatnslagnir í Hafnarfirði voru frá brunn um í Jófríðar staða - holtinu en árið 1909 er lögð vatnlögn úr Lækjar - botnum (rétt innan við Setbergshverfið). Vatns - magn uppsprettunnar var síðar ekki nægilegt svo árið 1917 var brugðið á það ráð að veita vatni úr Kaldá yfir á aðrennslis - svæði Lækjarbotna. Var byggður 1600 m langur tréstokkur, m.a. yfir Lamba gjá og hraun ið og síðan sleppt við suðurenda Setbergs hlíð ar. Eftir nokk urn spennu þrunginn tíma kom vatnið upp í Lækjar botn um. Eru minjar eftir steinhleðslur undir stokk inn enn sýnilegar. Þegar stokkurinn fór að láta á sjá, minnkaði vatns - rennslið en entist samt áfram með endubótum fram á miðja tuttugustu öldina er ný aðveituæð var lögð frá Kaldár botn - um í bæinn og er sú lögn enn í notkun. Í dag er allt vatn fengið úr borholum í Kaldár - botn um og eftir endur - bætur á dreifikerfinu í bæn um hefur lögnin dugað vel öll þessi ár þrátt fyrir að bærinn hafa fimmfaldast að stærð frá því hún var lögð.Þó tankurinn sé stór rúmar hann aðeins 12 tíma notkun bæjarbúa.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.