Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 10. september 2009 Útrás 2 km „Hraunavík“ dælu- og hreinsistöð fráveitumannvirki fráveitulögn „Ósinn“ miðlunartankur „Óseyri“ dælustöð „Krosseyri“ dælustöð „Langeyri“ dælubrunnur Hreinsun strandlengjunnar Fornleifar á Hvaleyri Nýjasta tækni var notuð til að koma um 80 cm skólplögn í gegnum Hvaleyrina. Sérstakur bor frá Noregi var notað ur og var byrjað undir sjávar - máli. Born um var stýrt nákvæmlega og átti að koma upp í fjöru borðinu norðan í Hval eyr inni. Þegar um 130 m voru eftir festist borinn á 18 m dýpi og þurfti að grafa niður á hann til að losa hann. Þá var kom ið niður á forn minjar, kolagröf frá landnáms öld en forn leifa fræðingar höfðu fylgst með framkvæmd unum. Gárungar segja að með uppgreftrinum hafi orðið til stærsta golfhola í heimi, hola 15, en grafið var inni á golfvelli Keilis. Framkvæmdin gekk vel að lokum og skilaði framkvæmdin hvorutveggja betri golfbraut og merkilegum fornleifafundi. Eitt af fyrstu málefnum Hafnarfjarðar, nýstofnaðs bæjarfélags, árið 1908 var fráveita og vatnsveita enda var um líf og heilsu bæjarbúa að tefla. Enn þann dag í dag eru frá veita og vatnsveita með al mikilvægustu verk - efna í rekstri bæj arfélaga. Kröf ur hafa aukist mikið og í fyrsta sinn hefur verið gef ið út starfs leyfi fyrir Fráveitu Hafnar fjarðar en það var gefið út af Heil - brigðis nefnd Hafn ar fjarð - ar- og Kópa vogs svæðis 10. ágúst sl. Þá hefur í fyrsta sinn verið gefin út samþykkt um fráveitu í Hafnarfirði sem byggir á reglugerð um frá veitu og skólp nr. 798/1999. Þar er á ítar leg - an hátt gerð skil á skyld um bæði húseigenda og Frá - veitu Hafnarfjarðar. Þar eru ákvæði m.a. um meng - unarvarnir og um álagn - ingar stofn frá veitu gjalds. Þar er líka gerð grein fyrir kröfum til rekstr ar aðila í bænum og eru þeir hvattir sérstaklega til að kynna sér sam þykktina en hana má finna á heima síðu bæjar - ins. Með samþykkt um frá - veitu í Hafnarfirði eru stigin tímamótaskref í allri umgjörð þessa málaflokks og má á nokkurn hátt segja að Hafnarfjörður sé í forystusveit hér á landi í fráveitumálum. Samþykkt um fráveitu Þjónusta við Garðabæ Fráveita Hafnarfjarðar tekur við skólpi frá Kaup túni og frá Urriða - holti í Garðabæ.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.