Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. september 2009 Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Hemlar TÖFF TÝPA f. ´56 Hafnfirðingar fæddir 1956! Hittumst í Gamla Vínhúsinu Vesturgötu 4 Hafnarfirði (gamla A. Hansen) föstudaginn 25. september nk. svona upp úr kl. 22:00 Aðgangur ókeypis... ekkert annað Makar að sjálfsögðu velkomnir Nefndin Velkomin í Karate Haustnámskeiðin eru að hefjast aftur eftir sumarið. • Framhaldsnámskeiðin hefjast þriðjudaginn 1. september. • Byrjendanámskeiðin hefjast mánudaginn 7. september. Tekið verður við byrjendum út septembermánuð. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu deildarinnar www.kdh.is Ágætu skákmenn og foreldrar Velkomin á skákæfingar hjá skákdeild Hauka Æfingar verða nú sem fyrr ókeypis fyrir nemendur. Skákæfingar verða á þriðjudögum frá kl. 17 til 18.30 Æfingarnar verða í Haukahúsinu á Ásvöllum í samkomusal. Nánari upplýsingar veita Páll í s. 8619656. (þjálfari) pall_sigurdsson@hotmail.com eða Auðbergur í s. 821 1963, aui(hjá)simnet.is. Allir velkomnir. Skákdeild Hauka Þann 16. desember 2008 var bæjarráði Hafnarfjarðar afhent - ir undirskriftalistar með 5014 undirskriftum þar sem óskað var eftir íbúakosningu um stækk un álversins í Straumsvík. Bæjarlögmaður úrskurðaði 570 atkvæði ógild og þurfi þá 250 undirskriftir til viðbótar. Í Fjarð arpóstinum 26. febrúar sl. var kallað eftir undirskriftum en hvatamenn að stofnuninni voru þeir Gylfi Ingvarsson og Ingi B. Rútsson. Viðbótarnöfnin 300 voru svo af hent um mánaðarmót maí- júní og segir Gylfi Ingvarsson að unnið hafi verið í góðu sam - ráði við bæjarlögmann. Eftir yfirferð bæjarlögmanns voru undirskriftarlistarnir lagðir fyrir bæjarráð 9. júlí sl. sem sam - þykkti að fela bæjarlögmanni að yfirfara listana og gefa umsögn um málið í heild með tilliti til gildandi samþykkta. Á fundi bæjarráð 27. ágúst sl. var lagt fram álit staðgengils bæjarlögmanns þar sem niður - staða væri að vísa bæri erindinu frá þar sem of langur tími hafi liðið frá upphaflegu undir - skrifta söfnuninni og því velt upp að kannski væru einhverjir búnir að skipta um skoðun. Var málinu frestað að ósk fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Í samtali við Fjarðarpóstinn segist Gylfi mjög undrandi á þessu lögfræðilega áliti og segir að ekkert hafi komið fram í samskiptum við bæjar lög mann sem benti til þess að tíma - ramminn væri naumur. Einnig hafi tafið að sum at kvæði sem talin voru ógild voru alls ekki ógild. Enginn tíma rammi hafi verið settur. Gert að pólitísku bitbeini Stjórn Sjálfstæðisfélags Hafn ar fjarðar samþykkti á fundi sínum í á mánudag álykt - un þar sem meðferð málsins er hörmuð og segir lýðræðið fótum troðið. Segir í ályktuninni að hvergi nokkursstaðar í samþykktum um stjórn Hafnarfjarðar kaup - staðar né í málsmeð ferðar - reglum bæjarins um al mennar atkvæðagreiðslur sé að finna reglur um það með hvaða hætti staðið skuli að undir skriftar - söfnunum sem þarf til að knýja fram almenna at kvæða greiðslu hér í bæ. Álit lögmanns Hafnar - fjarðar sé augljós viðurkenning á veiku regluverki meirihlutans í bæjar stjórn. „Það hlýtur að vera ský laus krafa og réttur bæjarbúa að meirihluti bæjar - stjórnar fari að reglum bæjar - ins,“ segir að lokum í ályktun stjórnar Sjálf stæðisfélags Hafn - arfjarðar. Í ályktuninni er ábyrgðinni alfarið varpað á meirihluta Samfylkingar. Lýðræði fótum troðið í bænum eða eðlilegar verklagsreglur Frá afhendingu undirskriftalistanna 16. desember sl. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n AÐALFUNDUR Stefnir, félag ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, heldur aðalfund 19. september nk. Fundur hefst kl. 18:00 og fer fram í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði að Norðurbakka 1a. Framboð til formanns eða stjórnar skulu send á netfangið xdstefnir@gmail.com fyrir kl 18:00 þann 17. september næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á www.stefnir.net

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.