Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 15
Margir Hafnfirðingar muna eftir „Stöðinni“ eins og hún var hér í eina tíð. Var eins og Hall - ærisplanið í Reykjavík, hluti af rúntinum á stór Hafn ar - fjarðarsvæðinu, vin sæll meðal unglinga m.a. vegna þess að þarna var endastöð Land leiða og sjoppan var opin langt fram eftir nóttu. Oft var margt um mann inn, mikil ölvun og jafnvel slagsmál. Þó svo að ástandið um miðjan níunda áratug inn hafi verið betra en fyrr á árum þá var ástandið alls ekki gott. Menn höfðu sérstaklega áhyggjur af yngstu unglingunum sem einn ig bjuggu við nokkurt að stöðu leysi í tómstundum sínum. Gömul ver búð (Æskó) á Einars reitn um sem bærinn hafði tekið upp í gjald þrotaskiptum var eina at hvarf ið. Þegar að ákveðið var að gera átak í málefnum unglinga í lok ní unda áratugarins þá var einnig ákveð ið að freista þess að sporna við neikvæðri menningu eins og vissulega var raunin á Stöðinni. Það var ekki gert á einni nóttu og það var heldur ekki neinn einn aðili öðrum fremur sem að því stuðlaði. Það var einfaldlega gert með víðtæku samtarfi allra þeirra sem unnu að unglingamálum með einum eða öðrum hætti. Æsku - lýðs ráð, félagsmála yfirvöld, lög - reglan, skólayfirvöld og ekki síst foreldrasamfélagið tók höndum saman og með samstilltu lang tíma átaki tókst að breyta ástand inu al - ger lega. For eldrasam félagið sýndi og sannaði að með afskipt um og einföldum skilaboð um má færa ástand til hins betra. Oft er ungl - ing um kennt um að setja sér ekki mörk sem þau vita ekki hver eru. Það er hlutverk foreldra sam félags - ins og þegar að það gerir það eins og reyndin var varðandi Stöð ina forðum þá einfaldlega virkar slíkt. Æskulýðsráð Hafnarfjarðar sinnti forvörum af miklu kappi á þessum áruim (meðfram öðrum verkefnum) m.a með stofnun Götu vitans (úti deild ar), fræðslu - fundum fyrir foreldra o.fl. Félags - málastofnun, skól arnir og lögregl an voru virkir þátt takendur í fræðslu starf inu. Ekki síst átti þetta við í efnahags lægð inni um miðjan tíunda áratug - inn en í slíku ástandi myndast óró leiki í ungl ingasamfélaginu eins og raunin varð þá og kom t.d. fram í mjög aukinni áfengis- (landa-) og vímuefna - neyslu ungl inga. Það var heillaspor þegar að bæjaryfirvöld ákváðu að setja á stofn sérstaka forvarnarnefnd og setti þar með þennan mikilvæga málaflokk á eina hendi. Forvarnir eru langtímaverkefni sem snúast um að samstilla viðhorf og taka í tauma löngu áður en illa fer. Því miður er það svo að oft er blásið í herlúðra á elleftu stundu með afar takmörkuðum árangri. Tiltek in atvik geta vissulega haft mikið forvarnargildi en til langframa virkar það ekki þar sem sífellt nýj - ar kynslóðir vaxa úr grasi auk þess sem margt ungt fólk sam - samar sig ekki með viðkomandi atvikum sem verða þá frekar séð sem slys fremur en myndgerving tiltekins þjóðfélagsástands s.s. auk in vímuefnaneysla. Forvarnarstarf í Hafnarfirði hefur síðustu ár verið til fyrir - myndar og með þeim hætti að eftir hefur verið tekið. Fyrir komu - lag hér í bæ hefur verið öðr um bæjarfélögum fyrirmynd hvað varðar uppbygginu í mála - flokknum. Samspil rannsókna og að gerða er meðal þess sem einkennir starfið hér í Hafnarfirði. Rannsóknir R&G ( Rannsókn og greining) sem gerðar eru á tveggja ára fresti meðal unglinga efstu bekkja grunnskóla á öllu landinu hafa verið leiðarljós. Með því að greina niðurstöður fyrir hvert skólahverfi í Hafnarfiði og vinna forvarnarstarfið út frá þeim for - sendum þá hefur tekist að koma í veg fyrir þróun sem hefði geta leitt til verri vegar. Með mark - vissum vinnubrögðum s.s for - eldra samstarfi, æskulýðstarfi o.fl. hefur því tekist að hafa verulega áhrif til hins betra í viðkomandi hverf um milli kannana. Því mið ur er það oft þannig að þegar að vel gengur þá er gengið að slíku sem vísu og ekki horft til allr ar þeirrar sífelldu vinnu sem visslega fer fram til þess að halda þessum málum í eins góðu horfi og raun ber vitni. Sterk forvarnarnefnd ásamt góð um starfsmanni er grund völl ur þess að vel gangi. For varn ar nefnd sem hefur skýrt pólitíkst um boð sem embættismaður sækir fram - kvæmdavald sitt til er for senda vel gengni á þessu sviði. Með nefnd inni er tryggt að forvarnar - mál fá vægi en lendi ekki sem aukamál í einhverri annarri nefnd og hverfi í skugga annarra óskyldra mála. Forvarnarfulltrúi verð ur „landlaus“ hvað varðar um boð og þarf að leita til margra nefnda. Skilvirkni verður minni, ákvarðanataka verður mun flókn - ari og síðast en ekki síst er hætta á að áralöng reynsla og þekk ing fari forgörðum. For varna starf gegnir mikilvægu hlut verki og ekki síst á tímum eins og þessum þar sem æskan er sér stak ur áhættuhópur. Að leggja nið ur for varnarnefnd var misráðið og hefur auk þess óverulegan sparn að í för með sér. Eitt af verkefnum forvarnar - nefndar þessi dægrin ætti að vera stefnumótun um hverning bæjaryfirvöld munu taka á auknu atvinnuleysi 16-20 ára ung menna sem er sérstakur áhættu hópur umfram aðra at vinnulausa. Annað ætti að vera að búa foreldra - samfélagið undir breytta tíma í unglinga um hverf inu og svona mætti lengi telja. Verkefni eru ærin og ekki vænlegt til árangurs að leggja árar í bát. Höfundur er námsbrautarstjóri tómstunda- og félagsmála - fræðibrautar MVS HÍ. www.fjardarposturinn.is 15Fimmtudagur 10. september 2009 Úrslit: Fótbolti Konur: Haukar - FH: 0-1 Völsungur - Haukar: 0-1 ÍBV - FH: 2-2 Karlar: Þróttur R - FH: 0-0 HK - Haukar: 0-2 Haukar - Víkingur R.: 2-2 Næstu leikir 12. sept. kl. 14, Ásvellir Haukar - Selfoss (1. deild karla) 13. sept. kl. 14.10, Kaplakriki FH - ÍBV (úrvalsdeild karla) Mætum á heimaleiki Stórleikir um helgina Tveir mikilvægir leikir eru um helgina. Með sigri á ÍBV getur FH tryggt stöðu sína á toppi úrvalsdeildar. Haukar horfa nú til þess að komast í úrvalsdeild og keppa við efsta liðið Selfoss sem þegar hefur tryggt sér stöðu í efstu deild. Haukar eiga aðeins tvo leiki eftir og eru í 2. sæti með 38 stig en HK kemur á eftir með 35 og Fjarðabyggð með 32. Hafnfirðingar eru því hvattir til að fjölmenna á Ás - velli og Kaplakrika um helgina. Íþróttir auglýsingasími: 565 3066 auglysingar@fjardarposturinn.is Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Viltu taka þátt í uppbyggingu ungs kórs þar sem sönggleðin er í fyrirrúmi? Kór Ástjarnarkirkju getur bætt við sig söngfólki í allar raddir. Æfingar eru á miðvikudagskvöldum kl. 19.30 í Ástjarnarkirkju Kirkjuvöllum 1. Kíktu endilega við eða hafðu samband við Helgu Þórdísi kórstjóra í síma 8683110 / tonleikur@simnet.is. Með syngjandi kveðjum, kór Ástjarnarkirkju Við tökum vel á móti þér Af forvörnum Árni Guðmundsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.