Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 8
Kristinn Ó. Magn ús son, verk fræð ingur var fram - kvæmda stjóri Frá veitu Hafn arfjarðar og hóf und ir - búning verksins. Kristinn lést í október 2005, langt um aldur fram. Kristinn hafði þá komið í fram - kvæmd veigamiklum þátt - um í verktilhöguninni, hönn un og þróun verksins. Hafnarfjarðarbær á Kristni margt að þakka vegna um - ræddra fráveitu fram - kvæmda og er hugsað til hans með virðingu og þökk á þess um tímamótum. Verkefnastjórn verk efnis - ins var boðin út í janúar 2005 og hreppti Verk þjón - usta Kristjáns ehf. verkið. Kristján Stefáns son tækni - fræð ing ur tók þá við allri verk efnisstjórn fyrir hönn - un og verk fram kvæmd ir. Kristján segir verkefnið hafa verið bæði um fangs - mik ið og margslungið. Óvænt ar uppá k omur hafa oft komið upp, en með góð um ráð gjöfum og verk - tökum hafi allaf tekist að finna ásætt anlegar lausn ir. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. september 2009 Aðstaða fyrir losun ferðasalerna Við Hraunavík hefur verið komið upp aðstöðu til að tæma salerni ferðabíla og hópferðabíla. Slík að staða bætir þjónustu við eigendur slíkra farartækja. Sögubrot 1992 Árið 1992 voru hug - myndir uppi um að byggja tvær hreinsi stöðv ar og að leggja tvær út rásir við Mal ir og Óseyrar braut. Var unn ið að þess um tillög um á árunum 1993- 1994 en ekkert varð úr fram kvæmd um. 1995 Snemma árs 1995 voru útreikningar á dreifingu kólígerla í sjónum við út - rás arop endurskoðaðir. Breyttar for send ur og reikni aðferðir höfðu mikil áhrif á út reikn inga og varð niður staðan sú að út rásir þurftu að fara út á um 20 m dýpi og vera um 2.000 m langar í stað 6-700 m áð ur. Þessar breyttu nið ur - stöður höfðu þau áhrif að nú þótti orka tvímælis að hafa tvær hreinsi - stöðvar og tvær lang ar útrásir sitt hvoru megin fjarðarins. 1996 Framkvæmdir við gerð dælu- og hreinsistöðvar við Óseyrarbraut hófust síðla árs 1996. 1998 Óseyrarstöðin tekin í notk un í maí 1998. 2003 Í áætlun sem lögð var fyrir stjórn Fráveitunnar 1. des ember 2003 er gert ráð fyrir einni útrás fyrir Hafn arfjörð í Hraunavík. Nauðsynleg endur nýj - un lagna í Óseyrarbraut og Vestur götu gerði leið þrýsti lagnar fyrir fjörðinn hag kvæma, en áður hafði verið gert ráð fyrir að farið yrði undir hafnar - mynnið. 2005 Framkvæmdir hefjast af fullum krafti í byrjun árs sem standa til 2009. Þrýstilögn var lögð frá Lang eyrar mölum að Hrauna vík sem tekur við öllu skólpi úr fráveit u - kerfi bæjar ins. Dælu - brunn ur er byggður við Langeyri, ný dælustöð við Norður garðinn, miðl - unar tank ur er byggð ur yst á Hval eyrargarði og dælu stöð in við Óseyrar - braut er stækk uð veru - lega. Þá var byggð mjög öflug hreinsi- og dælu - stöð við Hrauna vík og 2ja km útrás sem dælir skólp - inu niður á 23 m dýpi. Samhliða þessu gera Hafnarfjarðarhöfn og Hafn arfjarðarbær sjó - varn ir meðfram strönd - inni og útivistarstíg ofan á nýju lögninni meðfram sjónum, „Strandstíginn“. Fyrsta þreps hreinsun Í hreinsistöðinni í Hrauna vík er allt skólp hreinsað með 1. þreps hreins un skv. ákvæðum gildandi laga og reglugerða um hollustu - hætti, mengunarmál og með höndl - un úrgangs. Öll föst efni stærri en 3 mm eru sigtuð frá skólpinu. Að auki er allt skólp fitu- og sandsíað. Hratinu sem þannig fæst er sett í gáma og þegar þeir fyllast er tæmt úr þeim á urðunar stað Sorpu í Álfsnesi. Hvað verður um fráveituvatnið? Eftir síun úrgangs í hreinsistöð, fitufleytingu og útfellingu stærri korna í sandskilju fer frá - veituvatnið um 2 km langa útrás út í sjó. Sjór - inn tekur við og eyðir því eða þynnir það fljótt og vel þannig að áhrifa meng unar gætir lítið sem ekkert í umhverfinu. Fráveituvatninu er dælt út í sjó undir þrýstingi í gegnum 52 göt á útrásarlögninni á ystu 200 m henn ar. Í venjulegu fráveituvatni frá íbúða - byggð er mikill fjöldi efna og er styrk ur þeirra mismunandi. Flokka má þessi efni í: lífræn efni, nær ingar - sölt, fastar agnir, gerla og spilliefni sem eru aðallega þung málmar. Niðurbrot lífrænna efna fer fram í sjónum sem rotnun með tilstilli gerla (baktería) og súrefnis og því er mjög mikilvægt að ekki komi til súrefnisskortur sem verður ef magn lífrænu efnanna verður of mikið. Þörungar og sjávargróður taka upp næringarsölt og þrífast á þeim og meðan magn næringasalta verður ekki of mikið er þessi þáttur i góðu jafnvægi. Ýmis sjávardýr lifa á föstu ögnunum sem eru í frá veitu - vatninu. Saurgerlar í fráveituvatni frá íbúðabyggð eru margir og eru þessir gerlar taldir hættulausir í um - hverfinu. Sett eru þó mörk um magn þeirra í sjónum og við fjörur þar sem útivistarsvæði eru. Gerlar þessir drepast í sjónum m.a. fyrir áhrifa sólarljóssins og því hraðast á sumrin þegar dagurinn er lengstur en hægar yfir vetrartímann. Kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp eru miðaðar við verstu skilyrði í hverju tilviki og eru öll ákvæði reglugerðarinnar uppfyllt allt árið fyrir útrás ina í Hraunavík. Styrkur mengandi efna frá útrásinni hefur verið áætlaður með reikni - módelum og sýnt fram á að styrkur þeirra verður töluvert vel innan umhverfismarka við strandlengjuna. Fráveita Hafnarfjarðar og Ísal hf. hafa sam - eiginlega fengið Ný sköp - unarmiðstöð Íslands til að mæla magn lífrænna efna, þungmálma og fl. í sjón um fyrir strönd ál - versins og Hraunavík. Eru kræklingar not aðir við þessar rannsóknir. Rann - sóknir þessar hófust fyrir ári síðan og er áætlað að þeim ljúki að ári. Stækkunarmöguleikar Við hönnun dælu- og hreinsi - stöðvarinnar var miðað við, að á einfaldan hátt sé hægt að tvöfalda afköst stöðvarinnar og að fara út í annars þreps hreinsun á skólpi. Langt á haf út ... Fjárfrek framkvæmd Hreinsun strandlengj unnar hefur verið bæjar félaginu kostn að ar söm. Kostnaður við verk efnið frá byrjun árs 2005 er um 4,6 milljarð ar kr. Þá er búið að draga frá styrki frá ríkinu, sem hafa borist frá sama tíma, um 358 milljónir kr. Gert var ráð fyrir um 20% framlagi eða allt að tæpum milljarði. Því miður hefur Alþingi ekki haft tækifæri til að stuðla að frekari endur greiðsl um (styrkjum) til sveitarfélaga vegna fráveituverkefna. Kristján Stefánsson við Hraunavíkurstöðina. Hraunavík - hreinsi- og dælustöðin verður opin til kynningar á laugardag. F ja rð a rp ó s tu ri n n 0 9 0 9 1 0 – © H ö n n u n a rh ú s ið e h f. Ú tg e fi ð f y ri r F a rá v e it u H a fn a rf ja rð a r o g V a tn s v e it u H a fn a rf ja rð a r. – L jó s m y n d ir : K ri s tj á n S te fá n s s o n , G u ð n i G ís la s o n o g fl . Margslungið verkefni

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.