Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 10. september 2009 Nú er ljóst að bæði FH og Haukar hafa unnið sér sæti í úrvalsdeild kvennaknatt spyrn - unnar. Ég óska Hauk - um inn lega til ham - ingju með árang urinn. Sigur liðsheildar Við sem höfum stað ið að rekstri og ut - an um haldi meistara- og 2. flokks kvenna und anfarin ár hjá FH vitum að þessi árang - ur er ekki sjálfsagður. Né er hann bara heppni. Þessi árang ur er sigur stórrar liðs heildar hjá FH sem setti sér ákveðin mark - mið og vann síðan þétt saman að þeim. Þessi stóra liðsheild er skipuð þjálf urum, leikmönnum, meist ara flokkráði, stjórn, for - eldr um, stuðnings mönnum og styktar aðilum. Hæfustu þjálfarar FH hefur á síðustu árum lagt mikinn metnað í að ráða hæf - ustu þjálfara, alveg frá meist - araflokki og niður í 8. flokk. Þess ir þjálfarar vinna þétt saman að því að tryggja að keðjan frá 8. flokki og uppúr verði sem sterk - ust og óslitin alla leið. Þannig verði stöðugt til öflugri liðs - heildir með sterk FH hjörtu. Árang ur yngri flokka á síðustu árum segir meira en mörg orð. Í dag eru um 250 stúlkur að æfa knattspyrnu með FH og eru fá lið á Íslandi svo rík. Leikmenn meistaraflokks í ár eru blanda úr nokkrum FH kjarna - leik mönn um á meist - araflokksaldri, stór - um og öflugum 2. flokki og nokkr um af efnilegustu leik - mönn um 3. flokks. Með al aldur liðsins er yngri en 20 ára. Þetta er í raun of lágur ald - ur, en ekki hjá því komist, þar sem að FH átti varla meist - ara- og 2. flokk fyrir 3 árum síð - an. Nú er staðan sú að við erum með einn alsterkasta 2. flokk landsins og árið 2011 verðum við komin með full mann aðan meist ara flokk af, svo að segja, ein göngu uppöld um FH stelp - um. Margir koma að verki Meist ara flokksráð kvenna hefur lagt áherslu á að móta sam eiginlega stefnu og setja skýr markmið fyrir meistara – og 2. flokk. Leik menn, þjálfarar og aðrir hagsmunaaðilar taka þátt í þeirri vinnu. Ráðið reynir eftir fremsta megni að bjóða upp á sem bestan aðbúnað fyrir leik - menn, ráða þjálfara og sér fræð - inga í sérhæfð verkefni, svo sem hlaupaþjálfara og íþrótta sál - fræð inga. Þá eru reglulega stað - ið fyrir ýmsum viðburðum til að tryggja upplýsingaflæði og við - halda góðum anda ásamt því að gera alla umgjörð í kringum leiki jákvæða og skemmtilega. Stjórnin sér til þess að allt sem snýr að æfingaraðstöðu og leik - aðstöðu sé til fyrimyndar og að stelpurnar hafi öll „tól og tæki“ sem þarf til að ná árangri á vell - inum. Foreldrar og stuðn ings menn eru margir hverjir mjög virkir og taka þátt í ýmsum verkefnum tengt stelpunum, fyrir utan það að mæta á völlinn og hvetja sínar stelpur. Það er frábært að upplifa áhorfenda aukninguna á leikjunum okkar. Góður stuðningur Nú, þegar við erum komin í úrvals deild, hvet ég fólk til að standa við bakið á okkur og mæta á leikina – því þar sem fólkið er vilja fjölmiðlar oft vera og þeim fylgja auglýsendur og styktaraðilar. Það er engin laun - ung að oftar en ekki eru fyrir - tæki og einstaklingar að styðja við karlaknattspyrnuna, en ég held að árangur kvenna lands - liðsins okkar á EM hljóti að opna augu margra og tæki fær - unum í kringum stelpurnar okkar. Ég vil þakka Actavis, Al - can, Landsbankanum og Hafn - ar fjarðarbæ fyrir þeirra stóra þátt í upp byggingar starfi hafnfirskr - ar knattspyrnu. Þakkir Það er ljóst að FH er gríðalega ríkt af góðum leikmönnum og þjálfurum. Sjálfsagt er duldasta eignin þeir ófáu sjálfboðaliðar sem hafa með miklum eldmóði lagt sitt af mörkum til að búa til stórveldi í knattspyrnu á Íslandi. Fyrir hönd meistaraflokkráðs kvenna vil ég þakka samstarfið og framlag ykkar til FH kvenna - knattspyrnunnar. Til hamingju með úrvals - deildarsætið FH stelpur! ÁFRAM FH! Höfundur er formaður meistaraflokkráðs kvenna Til hamingju Hafnfirðingar! Helga Friðriksdóttir Sigríður Guðmundsdóttir, einn af máttarstólpum FH-liðsins. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.