Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. september 2009 Sálrænn stuðningur I og II Fyrir þá sem vilja fræðast um sálrænan stuðning, læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju. Námskeiðin eru öllum opin, gjaldfrjáls fyrir Rauða kross sjálfboðaliða en 1.000 kr. skráningargjald er fyrir aðra. Skráning á www.raudikrossinn.is/hafnarfjordur undir „Á döfinni“ • 3. og 5. nóvember • Sálrænn stuðningur I – 17. september og 15. október • Sálrænn stuðningur II – 29. október Skyndihjálp Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Heimsóknavinanámskeið Heimsóknavinir eru hópur sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til gestgjafa sinna einu sinni í viku, í um eina klukkustund í senn. Undirbúningsnámskeið fyrir þá sem vilja gerast heimsóknavinir. First Aid Gets participants able to help in emergencies such as accidents, sudden illnesses and other incidents until professional help arrives. Áhugaverð og gagnleg námskeið framundan • 26. september og 24. október • 10. October Slys og veikindi barna Fyrir þá sem vilja læra að þekkja orsakir og varnir gegn slysum á börnum, þroska þeirra, endurlífgun og sálrænum stuðningi við börn, (tvö kvöld). ________________________________________________________________ • 22. október Þegar ég var að alast upp á Ísafirði á fjórða tug síðustu aldar, rétt fyrir stríð, var fátt um þau lífsgæði sem flestir lands - menn njóta í dag. Það áttu ekki allir útvarp og fáir höfðu síma. Maður borðaði fisk og kart - öflur sex sinnum í viku og stundum kjöt á sunnudögum. En fyrir stríð var oft hægt að fá ávexti, ef þú hafðir efni á því, en grænmeti var af skorn um skammti. Ég man eftir bæði vín berjum, eplum og appel - sínum. Á sumrin voru það berin og á haustin bættust við gul rófur og kál. Og svo voru það blessuð sviðin og nýtt slátur sem þótti mikið lostæti. Á stríðsárunum og eftir stríðs - árunum var allt skammtað. Ávextir sáust aðeins á jólunum. Allur innflutningur var sér - stökum leyfum háður og af skorn um skammti. Smátt og smátt jókst viðskiptafrelsi og iðnaður dafnaði. Gjaldeyris - forði fór vaxandi og var að mestu leyti fólgin í útflutningi á sjávarafurðum. Enn jókst við - skiptafrelsi og innflutningur jókst. Þetta varð þess valdandi að veikburða iðnaður okkar fór halloka og lagðist af í mörgum tilfellum. Það vantaði vernd fyrir viðkvæma innlenda fram - leiðslu. Um síðustu aldamót fór frjáls hyggjumönnum að vaxa fiskur um hrygg og um það leiti sem hrunið mikla skall á voru þeir orðnir allsráðandi. En það vantaði allt að hald. Þetta fór því úr bönd - unum og að lokum hrundi allt kerfið og almenning ur sat uppi með sárt ennið og gjalþrota þjóð arbú. Nú er farið að bera á vöruskorti og at - vinnu leysi fer vax - andi eins og í krepp - unni í kringum 1930. Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi eftir að upplifa það aftur að eiga ekki kost á ávöxtum nema í kringum jólin og aðeins þeir best höldnu muni hafa efni á því að eiga útvarp og síma svo maður tali nú ekki um sjónvörp og tölvur. Maður heyrir af fólki sem á ekki mál - ungi matar og hefur ekki efni á að kaupa skólabækur handa börnunum sínum. Það er sótt að okkur af mikilli hörku af fyrirtækjum og einstaklingum erlendis sem hafa orðið fyrir barðinu á ósvífnum fjárglæfra - mönnum og vilja gera alla þjóðina ábyrga. Ekki veður séð fyrir endann á þessum ósköp - um og ég velti því fyrir mér hvort við séum komin í hring. Er ég e.t.v. á gamals aldri að upplifa fátækt og skort æsku - áranna á nýjan leik? Erum við komin í hring? Hermann Þórðarson Kynningardagur Skáta félags - ins Hraunbúa fór fram laugar - daginn 29. ágúst í sólskins - veðri. Boðið var uppá ýmsa skemmta. Þar var hoppu kastali, klifurveggur, popp að var yfir eldi og fleira. Sveitarforingj - arnir veittu upplýsingar um dagskrá vetrar ins og allir fengu grillaðar pylsur. Alltaf hægt að byrja Í Hraunbúum er öflugt skáta - starf fyrir börn á öllum aldri. Það er engin regla með það hvenær má byrja í skátunum og eru allir, sem hafa áhuga, hvattir til að hafa samband við félagaið. Upplýsingar um fundar tíma er að finna á heima - síðunni www.hraunbuar.is Viðfangsefni við hæfi Viðfangsefnin fara eftir aldri og áhuga. Yngri skátarnir fylgja skipulagðri dagskrá, eldri skátarnir (unglingarnir) búa sjálfir til sína dagskrá - allt eftir áhuga hópsins og er engin skortur á ævintýrum þar. Gleði og ævintýri Hvað gerum við: Fyrir utan föndur, söng og gleði þá gerum við margt annað s.s.; læra að Síungir skátar með öflugt starf fara með eld, sig og klifur, elda yfir opnum eldi, tálga, mikil útivist, ferðalög, læra að skipu - leggja ferðlög og undirbúa sig fyrir ferðir, alþjóðamskipti í gegnum þátttöku í alþjóðlegum mótum og viðburðum - og margt margt fleira. Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar í Hraun - byrgi í síma 565 0900 eða á hraunbuar@hraunbuar.is Allir fá að njóta sín í skátastarfi og þar er gleðin í fyrirrúmi. Fyrirtæki og einstaklingar Færsla á bókhaldi, launaútrreikningur, vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl, skattakærur, fjármálaráðgjöf. Magnús Waage, viðurkenndur bókari Reykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.