Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 10.09.2009, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 10. september 2009 Veitudagur 12. september Fráveita Hafnarfjarðar – Vatnsveita Hafnarfjarðar kl. 11-15 í Hraunavík og kl. 13-16 í Kaldárbotnum Fráveitan Fráveita Hafnarfjarðar var stofnuð sem B-hluta fyrirtæki í júlí 2003. Frá - veitan fékk þar með eig - in stjórn og sjálf stæð an fjár hag. Vorið 2006 var starfsemin felld undir Framkvæmdaráð Hafn - ar fjarðar. Í byrjun árs 2005 hófust um fangs - miklar fram kvæmd ir í frá veitu mál um bæjarins sem hafa verið nefndar „Hreinsun strand lengj - unnar“. 2 km útrás Ný 2ja km útrás hefur verið lögð frá Hrauna vík og niður á 23 m dýpi. Þetta er plastpípa 90 cm í þvermál og halda öflug steinakkeri henni niðri. Strandstígurinn: Ganga Á laugardaginn verður boðið upp á fróðleiks - göngu frá Langeyri, eftir Strandstígnum og að nýju hreinsi- og dælu - stöðinni í Hraunavík. Jónatan Garðarsson, áhugamaður um sögu Hafn ar fjarðar og Kristj - án Stefánsson, verk efn is - stjóri Frá veit unnar segja frá ýmsu fróðlegu á leið - inni, bæði frá frá veitu - framkvæmdunum og sögu legum stöðum og fl. Rúta fer frá Hraunavík að Langeyri kl. 12.15 og aftur kl. 15 fyrir þá sem koma beint í gönguna á Langeyri, vestast á Herj - ólfs götu. Bæjarbúum er boðið að skoða nýja hreinsistöð í Hraunavík og vatnsból í Kaldárbotnum Dagskrá: Hraunavík – við ströndina, næst álverinu – aðkoma frá Reykjanesbraut Kl. 11 Formleg afhending mannvirkis, vígsla Gunnar Svavarsson formaður Framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar gerir grein fyrir framkvæmdunum og sögu þeirra. • Loftur Árnason forstjóri Ístaks segir frá þætti fyrirtækisins í framkvæmdunum og afhendir mannvirkin. • Lúðvík Geirsson bæjarstjóri tekur við mannvirkjunum. Kl. 11.30 - 14 Veitingar Kl. 11.30 - 15 Kynning á Hraunavík Ráðgjafar og starfsmenn Fráveitunnar kynna fyrir gestum fráveitukerfið sem tengist hreinsun strandlengjunnar og sýna stöðina. Kl. 12.30 Ganga frá Langeyri að Hraunavík Rúta frá Hraunavík að Langeyri kl. 12.15 og aftur kl. 15 með þá sem komu í gönguna við Langeyri. Leiðsögumenn eru Jónatan Garðarsson og Kristján Stefánsson. Fráveita Hafnarfjarðar Hreinsun strandlengjunnar fagnað! Tekið er á móti gestum í Hraunavík á laugardaginn kl. 11-15

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.