Prentneminn - 01.01.1970, Qupperneq 7
Blátt lltifi blóm eitt er
Gef oss frið.
„Gef oss i dag vort daglegt brauð“.
Er það eitthvað ofan á brauð, eða eí
það getnaðarvarnarlyf?
Nei, Víetnam er land í Asíu og það
sem meira er, það er fólk í Víetnam. Bar-
átta Víetnama fyrir lífinu, frelsinu, er
hörð. Landið er töluvert auðugt, og þess
vegna hófu stórþjóðirnar snemma að seil-
ast til valda þar. Þeir sem nú herja á
Víetnam, Bandaríki N.-Ameríku, tóku
við af Frökkum, en þeir gáfust upp.
Síðan er búið að varpa meira af sprengj-
um á Víetnam lieldur en varpað var í
allri síðari heimsstyrjöldinni. Fyrir þess-
ari mergð sprengja hafa orðið skólar,
sjúkrafrús, verksmiðjur og akrar lands-
manna, en þar rækta Víetnamar sitt dag-
lega brauð. — Allra augu beinast nú að
þessari hvað viðbjóðslegustu styrjöld ver-
aildarsögunnar ,og þó; til er fólk, sem
lætur sig þetta stríð engu varða og til eru
menn jafnvel á íslandi, sem svo lengi
þurftu að berjast fyrir sínu frelsi, sem
réttlæta það þjóðarmorð, sem verið er að
fremja í Víetnam.
Sum málgögn íslenzku þjóðarinnar
gera það að metnaðarmáli sínu að verja
styrjöld þessa, en með því eru þau bein-
línis að halda hlífðarskildi yfir nýlendu-
kúgurum, heimsvaldasinnum og öðrum
ámóta fyrirbærum. Stórþjóðir þær, er
iðka „leiki“ sem þessa, hafa það jafnan
PRENTNEMINN
7