Prentneminn - 01.01.1970, Side 10
Talafi vifi Ola Vestmann Einarsson
um prentskólann og iðnfræðsluna
Við hittum Óla Vestmann uppi í sikóla
fyrir áramótin og fengum liann til að
svala fróðleiksfýsn okkar um prentskól-
ann og iðnnámið almennt.
Geturðu sagt okkur, Óli, hvað' náms-
áœtlunin er langt á veg komin?
Þið segið nokkuð.
Samkvæmt 11. gr. iðnfræðs'lulaganna
skipar Iðnfræðsluráð þriggja manna
fræðslunefnd hverrar iðngreinar. Skal
einn nefndarmanna vera meistari og ann-
ar sveinn þeirrar iðngxeinar, sem við á,
en hinn þriðji tilnefndur af Sambandi
iðnskóla á íslandi, og sé liann að jafnaði
kennari í viðkomandi grein. Skipar Iðn-
fræðsluráð einn nefndarmanna formann.
Fræðslunefndin í setningu er skipuð
Guðjóni Sveinbjörnssyni frá Hinu ís-
lenzka prentarafélagi, Þorgeiri Baldurs-
syni frá Félagi íslenzkra prentsmiðjueig-
enda og Óla Vestmann Einarssyni frá
Sambandi iðnskóla á ÍSlandi.
Fræðslunefndin í prentun er skipuð
Jóni Júlíussyni frá Hinu íslenzka prent-
arafélagi, Garðari Sigurðssyni frá Félagi
íslenzkra prentsmiðjueigenda og Haf-
steini Guðmundssyni frá Sambandi iðn-
Skóla á íslandi.
Hlutverk fræðslunefnda er að vera
stjórnvöldum og öðrum til ráðuneytis og
gera tillögur um oám og kennsluháttu,
enda ber stjórnvöldum að leita umsagnar
nefndanna um slík mál, eftir því sem við
á.
Allt námið er nú í endurskoðun hjá
þessum fræðslunefndum og hafa þær
haldið nokkra sameiginlega fundi og sent
tillögur til Iðnfræðsluráðs.
Þú sagðir að nefndirnar hefðu sent frá
sér tillögur. Hvers efnis voru þœr?
Þær voru um aukið sérnám fyrir prent-
iðnaðinn á kostnað hins almenna bók-
náms, sem við álítum að eigi að vera að
mestu lokið er iðnskólanám hefst, saman-
ber námsskrá menntamálaráðuneytisins
fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri.
Þið hafið unnið lengi að þessu. Hvað
hefur áunnizt?
Nefndirnar voru skipaðar 2. marz
1967. Fræðslunefndin í setningu liélt
nokkra fundi skömmu eftir að við feng-
um skipunarbréfið, og komum við ok'kur
saman um að boða fund með fræðslu-
nefndinni í prentun. Gerðu nefndirnar
ti'llögur til Iðnfræðsluráðs eins og áður
er sagt.
Það virðist ljóst, að nýju iðnfræðslu-
lögin gera ekki ráð fyrir verklegri
kennslu í iðnskólum. Iðnskólarnir eru
því hugsaðir sem bóklegir skólar ein-
göngu og eiga að annast bóklega kennslu.
Telji fræðslunefndirnar hins vegar nauð-
synlegt að koma við einhverri verklegri
fræðslu í iðnskóla, sem aldrei getur orð-
ið ýkja mikil vegna vanbúnaðar skól-
anna að tækjum og vélum (tæplega þó
átt við okkur), þá verður það að gerast á
sérstökum námskeiðum utan hinnar
venjulegu námsskrár.
Það er því skoðun námsefnisnefndar
Iðnfræðsluráðs, að verkleg kennsla skuli
10
PRENTNEMINN