Prentneminn - 01.01.1970, Side 16

Prentneminn - 01.01.1970, Side 16
síðan, þar til seinni umræða fór fram sem 3. mál, á sunnudag. Menn virtust ekki hafa fundið neina alvarlega vankanta á breytingatillögunum sem lagðar voru fyrir, því þær voru samþykktar með smá- vægilegum orðalagsbreytingum. 4. mál var iðnfræðsian. Eins og menn vita vafa- laust, þá er búið að tryggja námsefni og lengja kennslumisseri Iðnskólans. Þetta er gott svo langt sem það þó nær, við vit- um að í nökkrum iðngreinum er engin verkleg kennsla. Það getur varla talist forsvaranlegt að auka aðeins bóklega námið, og það verk- lega hjá sumum, meðan það er ekkert verknám hjá öðrum, því að sjálfsögðu hlýtur að eiga að leggja megináherzlu á verklega kennslu í skóla sem þessum. Á þinginu var nokkuð fjallað um að Sambandið gengist fyrir starfsfræðslu, þar sem kynnt yrði m. a. námsefni Iðn- skólans, launamál iðnnema og almennar upplýsingar um einstök iðnnemafélög og atvinnumöguleika. Þó nokkrar umræður urðu um þá al- varlegu staðreynd að iðnnemar gengu at- vinnulausir á s.l. vetri. Þingið lýsti yfir megnustu vanþóknun sinni á því sinnu- leysi er Iðnfræðsluráð hefur sýnt, um að iðnfræðslulögin séu haldin. Þingið krafðist þess að iðnfræðsluyfir- völd komu á vinnudagbókum ,en með þeim yrði tryggt að nemendur lærðu það sem tilskilið væri, en þó nökkuð hefur borið á því að meistarar hugsi meira um þann gróða sem þeir geta haft af nem- endum, en að kennslan sé sem víðtækust og bezt. Nokkrar nefndir komu til starfa kl. 9 á sunnudagsmorgun út á Hótel Loftleið- um, en þar var þingið ha'ldið lokadaginn. Þingfundur var settur kl. 11. Starfsemi iðnnemafélaganna og iðnnema almennt, var fyrst tekið fyrir. Eins og við mátti búast kom fram að sum félög höfðu starfað vel og önnur illa. Ýmsum fámennum iðnnemafélögum úti á landi, verður að telja það til hróss, að þau skuli halda uppi ágætri félags- starfsemi ,oft við erfiðar aðstæður, á sama tíma og önnur, jafnvel fjölmennari félög hér á liöfuðborgarsvæðinu leggja upp laupana og sofna. Öil vitum við að starf- semi Iðnnemasambands íslands byggist upp út frá aðildarfélögum þess ,því ætti það að vera öllum iðnnemum kappsmál að sambandsstjórn liafi sem fjölmenn- astan og sterkastan hóp iðnnema á bak við sig. Síðan var matarlilé og gæddu menn sér á girnilegum mat, dýrlegum veigum, eða jafnvel hvorutveggja. Er fundur liófst aftur upp úr kl. 1, var tekið fyrir kaupgjaldsmál iðnnema, en allir vita af eigin raun hvernig kjörin eru, allflestir vita hvernig reynt er á allan hátt að níðast á góðmennsku okkar, en það er hvað helzt þess vegna sem við þurf- um öll að standa saman og með góða stjórn. Næst voru þjóðmál tekin fyrir. Drög að ályktunum um ýmis þjóðmál lágu fyrir, svo sem efnahagsmál, verkalýðsmál, atvinnumál, utanríkismál o. fl. Eftir að samþykkt hafði verið að færa einn lið utanríkismálanna yfir á efna- hagsmál, kom fram sú tillaga að utanrík- ismál yrðu ekki rædd á þiginu. Eftir að sú tillaga var samþykkt, að viðhöfðu nafnakalli, gerðist það að formaður Iðn- nemasambandsins gekk út af fundi, til að mótmæla slíkri meðferð mála, hann kom þó inn aftur, er hann hafði jafnað sig nægiiega. Nokkuð miidar umræður urðu um hin ýmsu mál, sumt tekið út úr á- lyktunum og annað sett inn. Hvet ég menn eindregið til að reyna að komast yfir eintak af ályktunum þingsins og kynna sér þær. Þá var komið að jrví veigamikla máli að kjósa inn nýja stjórn. Sérstök uppstill- ingarnefnd hafði komið sér saman um 16 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.