Prentneminn - 01.01.1970, Page 18

Prentneminn - 01.01.1970, Page 18
Prentnám og kostnafiur vifi þafi Greinargerð þessi barst stjórn P.F.R. i herdur fyrir nokkru. Má af henni ráða um af- slöðu F.Í.P. til aðildar félags okkar að lifeyrissjóði H.Í.P. Greinargerðin skýrir sig sjálf i einfaldleika sínum og er því ótilhœft að skýringar fylgi. Hér á eftir fara ýmsar ábendingar til félaga í F.Í.P. um aðstöðuna ti'l prent- náms og kostnað prentsmiðjanna í því sambandi. Tölumar um kaup prentnema eru miðaðar við september 1969 en aðrir óbeinir kaupliðir við þær reglur sem giltu á árinu 1968. Kostnaðardæmið er miðað við prentnema á 4. ári, enda al- mennt talið að það námsár sé ódýrast fyr- ir prentsmiðjurnar, ef tekið er eðlilegttil- lit til vinnugæða og vinnuafkasta nema. Kaup prentnema er ákveðinn liundr- aðshluti af kaupi sveins í bandsetningu. Rétt er því að gera vinnutímasaman- burðinn milli sömu aðila ,en kostnaður- inn pr. unna klst. segir til um þann verð- gmndvöll sem vinnan skapar, og skiptir í því efni ekki máli hvort vinnan er seld í klst. eða eftir öðrum mælikvörðum. Vinnutími handsetjara er nú 1.674 kls. á ári. Vinnutími nema á 4. ári er minnst 19% skemmri vegna skólatímans, eða 1.356 'kllst., og er þá miðað við að veik- indafrí fari ekki yfir 14 daga á ári. Nú er nemendum tryggt lengra veikindafrí án réttindamissis. Ef gert er ráð fyrir, að veikindafjarvera reynist helmingur af því hámarki sem tryggt er, verður effektífur vinnutími nema 1.217 klst. á ári. Sé þess- um vinnutíma deilt í launakostnað árs- ins, reynist dagvinnu klst. nemans kosta prentsmiðjuna kr. 135,00. Ef veikinda- fjarvera er hinsvegar ekki yfir 14 daga á ári, kostar umrædd klst. kr. 121,80. Á sama tíma og launakostnaður prent- nema er eins og að framan greinir, er hinn almenni taxti Dagsbrúnar kr. 65,37 pr. klst., en sá liæsti sem til er kr. 75,91 pr. klst. Samkvæmt samningi F.Í.P. og H.Í.P. er 25% munur á kaupi sveins og nema á 4. ári. Ljóst er að þessi 25% munur á kaupi sveins og nema á 4. ári nægir ekki til að mæta vinnutímamis- muninum og þeim kostnaðarliðum, sem greiddir eru vegna nemans umfram sveininn. Nemi á 4. ári er því mun dýr- ari prentsmiðjunni en sveinninn sam- kvæmt núgildandi kjarasamningum, og það þótt aðeins sé miðað við unna klst., hvað þá, ef afkastamunur væri talinn með og einnig vinnutap meistarans vegna kennslunnar. Samkvæmt framangreindu virðist á- stæða til að íhuga ,hvort kjörin til prent- náms séu ekki komin úr hófi. Séu raun- verulega farin að nálgast það, að prent- smiðjurnar kosti prentnámið að fullu, en hvorki nemendurnir sjálfir né að- standendur þeirra. Þegar að námstími gefur hærri tekjur og öruggari atvinnu en fáanleg er á almennum vinnumark- aði, verður að telja að skörin fari uppí hekkinn með auknum fríðindum prent- nema há því sem nú er. 18 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.