Prentneminn - 01.01.1970, Side 23

Prentneminn - 01.01.1970, Side 23
Á starfsárinu hefur verið sýnt að við stöndum öðrum iðnnemafélögum fylli- lega á sporði á sviði íþrótta, en herzlu- muninn vantar til sigurs. Stöndum einhuga og stuðlum að efl- ingu íþróttalífs meðal prentnema. Reykjavík, 10. des. 1969. F. h. íþróttanefndar Matthías Gunnarsson. Smá læknisráfi Það ríkir viss eiginleiki efst í huga margrar mannssálarinnar að sér sé ógjömingur að tjá sig á einn eða annan hátt í rituðu máli. Þar við bætist á marga sá ættgengi sjúkdómur, sem þó dæmist sem sýki ,en það er feimnin. Það að vera feiminn við að tjá t. d. sjálfan sig gæti gert viðkomandi sjúk- dómshafa að viðundri allt hans líf. Þessi sjúkdómur er læknandi og þótt læknar segi að eina ráðið sé að bíða og vona að lækningin eigi sér stað, þá er haigt að benda á a. m .k. eina aðra belri lækningaraðferð. Þú sjúka mannssál! Tak þú þér penna í hönd og slappaðu svo af í nokkrar mínútur. Finn því næst blað og byrjaðu að skrifa nákvæmlega það sem þú ert að hugsa um í augna- blikinu. Haltu áfram að skrifa þar til hugsunin breytist. Taktu þá annað blað og skrifaðu niður alla þá þvælu og vitleysu sem þér dettur í hug á hverju augnabliki og gerðu þér engan grillur þótt þú ljúkir ekki við eina og/eða aðra málsgrein. Farðu og fáðu þér eitthvað að borða, þegar handleggurinn er orðinn lúinn. Borðaðu síðan á meðan þú lest yfir það sem þú varst að skrifa. Það gerir ekkert til þótt þú hlæir að þinni eigin vit- leysu, bara betra. Svo átt þú að lesa þetta aftur og aftur og reyna jafnframt að fylla í eyðurnar í hug- anum. Við þetta skapast heilsteyptari hugsunarháttur og eitthvert skipulag myndast á hugsanagangi þínum. Nokkrum dögum seinna skaltu reyna þetta sama aftur og senda greinina til ritstjóra Prentnemans. Ef hún telst ekki birtingarhæf þá verður hún bara endursend. Hvers er hvafi Ungur sjómaður ætlaði að senda kan'ustunni sinni afmælisgjöf. Hann fór inn í búð og keypti mjúkar og fallegar skinnlúffur, sem hann bað af- greiðslustúlkuna að senda til kærustunnar. Af mis- gáningi sendi afgreiðslustúlkan kvennærbuxur. Án þess að vita um þessi mistök, skrifaði sjómaðurinn kærustunni svohljóðandi bréf: Elskan mín. Eg sendi þér þessa litlu gjöf til þess að þú sjáir að ég man eftir afmælisdeginum þíntim, þó að ég sé að heiman. Ég vona að það komi sér vel að fá þær. Þær eru hlýjar núna í kuldanum, og auðvelt að fara úr þeim og í þær. Ég var i vandræðum með að velja hentugan lit, en afgreiðslustúlkan sýndi mér einar, sem hún var búin að nota í þrjár vikur, og það sá varla á þeim. Ég vissi heldur ekki hvaða númer þú notar — þó að það stæði mér auðvitað næst að vita það — en afgreiðslustúlkan var á stærð við þig, og ég fékk hana til að máta þær og pössuðu þær henni alveg. Hún sagði, að þú skyldir blása inn í þær, þegar þú hefðir notað þær því að þeim hætti oft til að verða rakar að innan við notkun. Mundu mig að nota þær í kuldanum, elskan mín. Þinn elskandi Anton. BÓKAGERÐARN EMAR Munið##* barátta okkar er fyrir*** Bættum kjörum og betra námi PRENTNEMINN 23

x

Prentneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.