Prentneminn - 01.05.1984, Page 40

Prentneminn - 01.05.1984, Page 40
Morgunblaðið fær nýja prentvél Stjórnun véíarinmr fer að mestu fram frá einu stjórnborði Kröfur um betri prentun dagblaða og þá sérstaklega litaprentun hafa aukist mjög mikið á síðustu árum. Því hafa framleiðendur í auknum mæli byggt prentvélar sem svara þeim kröfum. Hér í þessum pistli er gefín stutt tæknileg lýsing á þessari fullkomnu prentvél Morgunblaðsins, en vélin verður tekin í notkun bráðlega. Prentvélin er af gerðinni KÖNIG UND BAUER express 60, framleidd í Þýskalandi. Hámarks síðufjöldi úr vélinni, eins og hún er útfærð á teikningunni, er 128 síð- ur, þar af 16 síður í fjórum litum og 16 síður með einum aukalit. Sem dæmi um litamöguleika er hægt að hafa í 64 síðna blaði 32 síður í fjórum litum, 16 síður í þrem litum og 16 síður í svart/hvítu. Hraðinn er 30.000 eintök á klukkustund, og ef keyrt er „straight“ skilar vélin 60.000 eintökum á klst. Rúlluskipting fer fram á fullri ferð. Mjög nákvæm stilling á bremsum. Mótordrifnir valsar eru fyrir pappírs- strenginn áður en hann fer í unitið. Stjórna þeir enn betri strekkingu á strengnum fyrir prentun. Sams konar valsar eru síðan þegar strengurinn kemur úr unitinu. f stjórnborði sést hve mikið strengirnir eru strekktir og er því stýrt þaðan. Registering á cylindrum er mótordrifin bæði til hliðar, áfram og aftur á bak og er fjarstýrð. Allir cylindrar eru settir í 0-stöðu með því að þrýsta á hnapp. Allar farvaskrúfur eru mótordrifnar og stjórnað frá stjórnborði, sem m. a. sýnir' farvagjöfina. Allir farvahnífar eru ofaná- liggjandi. Vatnskerfið er svokallað burstakerfi. Þeytir vatninu á vatnsvalsinn, þannig að aldrei er möguleiki á að farvi eða óhreinindi safnist í vatnið. Farvabox eru skiptanleg fyrir hverjar tvær síður, þá er sjálfvirk hringrás á dæl- um fyrir farva og fer allur farvi í gegnum filtera áður en honum er dælt inn í farva- boxin. Hægt er að kúpla efra eða neðra uniti út eða inn frá stjórnborði. Unit 1 er með einu prentuniti fyrir lit og er það „reversible". Litar-unit er með 10 cylindrum og ,,re- versible". Þannig er hægt að prenta 16 síður í fjórum litum í einu uniti eða 2x2 liti á 32 síður. Pá er einnig hægt að keyra Vi streng tvívegis í gegnum unitið og fá lit beggja megin á strenginn. Sérstök þræðing er fyrir litarstrengi, sem gerir mögulegt að raða litasíðum á mun fleiri staði í blaðinu. Brotvélin er mikið og flókið verkfæri. 3:2 jawfolder og tekur allt að 160 síðum. Allar stillingar eru fjarstýrðar og marg- ar hægt að framkvæma á fullri ferð. Öryggiskerfi, mekaniskt og elektron- iskt, er mjög fullkomið í brotvélinni sem og allri prentvélinni. Fimm mótorar drífa vélina og gefur það mikið rekstraröryggi. Svo til öll stjórnun vélarinnar fer fram frá stjórnborði. Pá er einnig ritvél, sem skráir allar stillingar og breytingar, skráir stopp, bilanir og jafnvel hvað sé bilað. Lítill „scanner" fylgir, sem gefur til kynna farvamagn á síðum, þannig að hægt er að stilla það áður en prentun hefst. Vélin er öll hljóðeinangruð og nánast lokuð, þannig að hávaði er mjög lítill miðað við það, sem við þekkjum í dag. 40 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.