Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 13

Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 13
BÓKBINDARINN 13 GESTIR í ÖLFUSBORGUM Ragna Pálmadóttir og synir. Eins og kunnugt er hafa Ölfus- borgir ekki verið opnar með- limum verkalýðsfélaganna í sumar, þar sem þær voru lán- aðar húsnæðislausum Vest- mannaeyingum, efiir að eldgos- ið hófst í Eyjum í jan. sl. Eitt sunnudagskvöld í sumar, þegar við Einar Helgason áttum, sem oftar, leið um Ölfusið, datt okkur í hug að gaman væri að heimsækja íbúana í húsi Bók- bindarafélagsins i Ölfusborgum. Þegar við komum þangað upp- eftir var enginn heima en á leiðinni niður að bilnum aftur mættum við ungri konu og tveim drengjum. Steina, kona Einars, ávarpaði hana og spurði hvort svo vildi kannski til að hún byggi í húsi nr. 13, og reyndist svo vera. Við sögðum deili á okkur og bauð hún okk- ur þá að snúa við og þiggja kaffisopa. Þáðum við það að sjálfsögðu og sátum við þar góða stund í góðu yfirlæti og röbb- uðum við frúna. Ragna Pálmadóttir heitir hún og er innfæddur Vestmannaey- ingur. Maður hennar heitir Sig- þór Magnússon, ættaður frá Fá- skrúðsfirði, og er sjómaður, skipverji á m/b Gunnari Jóns- syni og leggja þeir upp afla sinn ýmist í Þorlákshöfn eða í Reykjavík og kemur Sigþór ,,heim“ tvisvar í mánuði. Þau eiga 4 drengi. Tveir þeirra, ell- efu og tólf ára voru heima, einn níu ára var staddur í Noregi en sá yngsti, tveggja ára, var á sjúkrahúsi. Þegar gosið hófst bjuggu þau hjónin við Skólaveg í Vest- mannaeyjum í leiguhúsnæði. Þau höfðu nýlega selt eigin í- búð og voru byrjuð að byggja, uppi í hrauni, eins og það var kallað fyrir gosið. (Nú segja þeir trúlega, uppi í gamla hrauni). Þar stendur það, sem upp var komið af nýja húsinu, óskemmt. Fyrst fór Ragna með dreng- ina til móður sinnar á Stokks- eyri, en þegar hún, nokkru síð- ar, var stödd í Reykjavík hitti hún vinkonu sína, sem sagðist vera búin að fá hús í Ölfus- borgum. Ragna sótti þá strax um hús þar, og var þeim hjón- um skömmu síðar úthlutað húsi nr. 13. Þó að þeim í fyrstu hafi ekki litist á óhappatöluna, sem er ekki að undra, eftir það sem á undan var gengið, segir Ragna að þau hafi kunnað vel við sig í húsinu. Verst hafi sér þótt að geta ekkert haft hjá sér af sinni eigin búslóð, en henni komu þau fyrir til geymslu í Kópa- vogi. Þegar við inntum Rögnu eftir því hvað við tæki, hvað hún allt óráðið um framtiðina. Til að byrja með flytur fjölskyldan í haust til Þorlákshafnar, í eitt af húsum Viðlagasjóðs. Ragna sagði að sig langaði ekki aftur til Eyja, þar gæti hún varla sofnað róleg. Hinsvegar gæti hún vel hugsað sér að flytja austur á firði á æskustöðvar bónda síns. Við óskum þeim hjónum og sonum þeirra alls hins besta í framtíðinni og vonum að þau eigi góðar minningar úr húsinu nr. 13 í Ölfusborgum. T.S.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.