Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 17

Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 17
BÓKBINDARINN 17 Gísli Gíslason Haukland var fæddur 26. okt. 1884 að Torfa- stöðum í Grafningi, sonur Gísla Magnússonar bónda þar og konu hans Sigriðar Hannesdóttur. Hann lauk námi í bókbandi hjá Guðmundi Gamalíelssyni 1906 en flutti þá til Kaupmannahafn- ar og vann að iðninni þar, lengst hjá Gyldendal eða frá 1915 til dánardægurs. Gísli var einn af stofnendum Hins ísl. bókbind- arafélags 11. febr. 1906 og heið- ursfélagi B.F.Í. Hann var skáld- mæltur og birtust tvö af ljóðum hans í 2. árg. Bókbindarans. Kona Gísla var Rigmor Sofie Marie S'örensen. Hann andaðist í desember 1971 í Khöfn. Skafti Guðjónsson var fæddur 17. júlí 1902. Hann var sonur Guðjóns Jónssonar bónda í Lax- árholti á Mýrum og Steinvarar Guðmundsdóttur. Hann lærði bókband í ísafold og útskrifaðist 1923. Um líkt leyti réðst hann jafnframt til starfa í Nýja bíói og vann þar samfleytt í 23 ár. Skafti vann í Prentsm. Ágústar Sigurðssonar í 14 ár og á bók- bandsvinnustofu Landsbóka- safnsins frá 1942 til 1969, er hann missti heilsuna. Hann lést 22. mars 1971. Sigurður Þór Pálsson bókbands- nemi var fæddur 3. ágúst í Vest- mannaeyjum. Foreldrar hans eru hjónin Páll Ó. Gíslason og Bára Sigurðardóttir. 14 ára að aldri fluttist hann til Reykja- víkur, lauk þar landsprófi og hóf nám í bókbandi hjá Bók- bindaranum hf. Skömmu síðar tók hann að kenna höfuðmeins og var sendur utan til upp- skurðar. Náði hann sér allvel en ári siðar tók sjúkdómurinn sig upp að nýju og ágerðist stöðugt þar til Sigurður andaðist 23. maí 1971 aðeins 17 ára að aldri. Sig- urður fékkst við ljóðagerð og að honum látnum voru ljóð hans gefin út í bók undir nafn- inu: „Skriðið úr skrápnum". Skömmu áður en Sigurður dó var hann kjörinn formaður Fé- lags bókagerðarnema.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.