Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 3

Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 3
BÓKBINDARINN 3 í DAGSINS ÖNN Á undanförnum áratugum hefur orðið mikil breyting í iðngrein okkar, bókbandinu. Ný vinnu- brögð og nýjar vélar og áhöld hafa komið í stað hinna gömlu handverkfæra. Þetta fór hægt af stað í byrjun. Sigfús Eymunds- son flutti hingað fyrstu gyll- ingarvélina, en Ársæll Árnason brotvél og saumavél. En það má segja að það sé ekki fyrr en komið er fram á sjöunda ára- tuginn og þó sérstaklega nú á síðustu 2—3 árunum að veru- legrar breytingar fari að gæta. Það telst ekki fullkomið bók- bandsverkstæði í dag þar sem ekki er þrískurðarhnifur eða brotvél með sjálfsíleggjara, saumavél af fullkomnustu gerð eða bindísetningarvél. Það hefur orðið bylting í bókbandinu á nokkrum árum. Nú kynni einhver að spyrja. Er þá ekki takmarkinu náð? Er ekki allt orðið gott og blessað? Starfsfólkið á verkstæðunum, sem hefur tekið þátt í þessari uppbyggingu á heiður skilinn fyrir sinn þátt í því að tileinka sér ný vinnubrögð og nýja tækni eftir því sem það hefur getað. En hver er þá árangur- inn? Frá mínum bæjardyrum séð, þá fylgir þessari þróun eða tækni bara ný og breytt vanda- mál. Með sárafáum undantekn- ingum heimtar hver hraðgeng- ari vél meiri afköst hjá starfs- fólkinu, meiri burð af örkum inn á verkstæðinu, stress og þreyta er í hverju horni og meiri burður er af bókum út. Nú hefði ný tækni að rét'.u lagi átt að virka þannig að raunvinnutíminn hefði átt að styttast og dagkaup að hækka, sem næmi meiri afköstum. En hvert sem litið er inn á bók- bandsverkstæði í dag þá er sama sagan f.aillá^fi^S'ar,' yíiffullt að gera. Bókbindarar eru meira að segja hættir að spyrja hvern annan þegar þeir hittast hvort það sé nóg að gera því að það er orðið svo sjálfsagt að vinna aukavinnu. Þegar á allt þetta er litið er ekki nema von að bókbindarar spyrji sjálfa sig að því, hvers vegna þeir séu lægstir í launum af öllum bókagerðarmönnum. Það er talað um launajöfnuð í dag. Líkar starfsstéttir eiga að vera með sömu laun. Ég tala nú ekki um þar sem fjallað er um sama hlutinn, bókina eða blaðið og hún eða það unnið af fólki úr fjórum iðngreinum. Þá ætti það að vera svo sjálfsagt að þeir sem eru búnir að læra einhverja af þessum 4 iðngreinum hafi sama lágmarkskaup. En það er nú eitthvað annað. Það er 17% munur á hæsta og lægsta lág- márkskaupi í þessum iðngrein- um í dag. Þegar forskóli prent-

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.