Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 14

Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 14
14 BÓKBINDARINN LÁTNIR FÉLAGAR ASalsteinn Sigurðsson var fæddur að stóru-Ásgeirsá í Víðidal 26. febrúar 1910, sonur hjónanna Kristjáns Sigurðar Jónssonar og Guðbjargar Sím- onardóttur. Hann lauk bók- bandsnámi hjá Arinbirni Svein- bjarnarsyni 1932, en stofnaði á- samt fleirum bókbandsstofuna Bókfell h.f. haustið 1943 og starfaði þar sem verkstjóri og síðar framkvæmdastjóri. Hann var ritari B.F.Í. 1940—42 og í stjórn Félags bókbandsiðnrek- enda frá 1955. Kona hans var S'igurleif Þórhallsdóttir. Þau áttu tvo syni og eina kjördótt- ur. Aðalsteinn lést 19. ágúst 1969. Angantýr Guðmundsson var fæddur 11. jan. 1904 í Reykja- vík. Hann var sonur Guðmund- ar skólaskálds Guðmundssonar og Ásu Ásgrímsdóttur. Hann lauk námi í bókbandi í Nýja bókbandinu 1. maí 1920 og vann þar til ársins 1925 en fluttist þá til Siglufjarðar og stundaði þá vinnu, sem til féll, bókband, málaraiðn og alm. verkamanna- vinnu. Fékk meistarabréf í mál- araiðn 1933. Angantýr starfaði mikið að félagsmálum og þá sérstaklega í verkalýðshreyfingunni. Hann var lengi í stjórn Verkamanna- félags Siglufjarðar og formaður Iðnaðarmannafélags Siglufj. um skeið og lengi erindreki Alþýðu- sambands Norðurlands. Hann fluttist aftur til Reykjavíkur 1941 og vann að málaraiðn og bókbandi frá 1947, þar til hann varð að hætta störfum vegna heilsubrests. Kona Angantýs var Ester Landmark, kjördóttir Jó- hanns Landmark á Siglufirði. Þau skildu, en áttu tvo syni, Atla og Agnar. Angantýr lést 13. des. 1971.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.