Bókbindarinn - 01.04.1973, Qupperneq 31

Bókbindarinn - 01.04.1973, Qupperneq 31
BÓKBINDARINN 31 9. gr. Ef félagsmaður hefur ekki átt maka eða börn á lífi, eða ekki verið fyrirvinna einhvers þegar hann andast, þá rennur inneign hans í Sjúkra- og styrktarsjóð félagsins. Endurskoðun. 10. gr. S'tjórn B.F.Í. skal láta endur- skoða reikninga ónotaðra veik- indadaga á sama hátt og aðra sjóði félagsins og birta þá á aðalfundi þess. Breytingar. 11. gr. Breytingar á reglugerð þessari má gera með 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi félagsins. Gildistaka. 12. gr. Reglugerð þessi, sem samþykkt hefur verið á félagsfundi 15. jan. 1973, skal birt félögum fyrir næsta aðalfund og öðlast þá gildi þegar hún hefur verið samþykkt þar. Reykjavík, 15. janúar 1973. F. h. stjórnar Bókbindarafélags íslands Svanur Jóhannesson. LÁNAREGLUR LÍFEYRISSJÓÐS BÓKBINDARA 1. Lán skulu veitt til húsa- kaupa (íbúða) og húsbygg- inga. Ennfremur er heimilt að veita lán út á eldri hús eða íbúðir, til sjóðfélaga, sem aldrei hafa fengið úr sjóðn- um. 2. Lán skal tryggt með 1. eða 2. veðrétti. Þó skal stjórn sjóðsins heimilt að bregða út frá því, enda sé gætt ákvæða 3. gr. 3. Lána má út á allt að 50% brunabótamats húseignar eða íbúðar. 4. Vextir skulu vera hæstu lögleyfðu vextir, með fast- eignatryggingu, eins og þeir eru á hverjum tíma (nú 11 og % %). 5. Lántakandi þarf að hafa verið sjóðfélagi í 3 ár eða lengur. Hjá nýorðnum svein- um skal reikna með náms- tíma að hálfu. 6. Ekki má lána út á húseign sem hefur verið lengur í eigu húseiganda en 5 ár. Hafi umsækjandi sannanlega átt rétt á láni, ef hann hefði sótt um lán í tæka tíð á ofangreindu tímabili, er heimilt að miða við 7 ár í stað 5. 7. Viðbótarlán má veita þeim, sem hafa fengið lán fyrir 1. okt. 1970. 8. Þeir, sem fá lán út á eldri eignir, sbr. síðari málsgr. 1. gr., eiga ekki rétt á viðbót- arláni. 9. Þeir sjóðfélagar, sem fengið hafa lán fyrir a.m.k. 10 árum (miðað við fyrsta hluta láns) eiga rétt á láni í annað sinn að frádregnum eftirstöðvum eldri lána. 10. S'jóðfélagi, sem fengið hefur lán skv. 1. lið, en selur íbúð sína eftir að lánið hefur staðið í 6 ár eða lengur, á rétt á nýju láni skv. fyrri málsgr. 1. liðar að frádregn- um eftirstöðvum fyrra láns, eða lána, ef hann kaupir íbúð í staðinn, sem er verð- meiri að brunabótamati. Lán skv. þessum lið skal aldrei nema hærri fjárhæð en mis- mun brunabótafjárhæðanna. 11. Hafi sjóðfélagi greitt upp lán vegna sölu, á hann rétt á nýju láni skv. 1. lið, þegar a.m.k. 3 ár eru liðin frá end- urgreiðslu fyrra láns. 12. Lán skv. 1. lið gengur að jafnaði fyrir öðrum lánum. 13. Sjóðfélagi getur aðeins öðl- ast rétt til láns skv. einum af töluliðunum 9.—11. 14. Lánstími lána skv. fyrri málsgrein 1. liðar er 20 ár, en 15 ár skv. öðrum liðum. Fjárhaeðir lána: (frá október 1973). Skv. 1. lið kr. 650.000 00 og kr. 390.000,00 (eldri íbúðir). Skv. 7. lið kr. 100.000,00. Skv. 9. lið kr. 390.000,00. Gögn, sem þurfa að fylgja um- sókn: 1. Útfylla þarf umsóknareyðu- blað (fæst á skrifstofu sjóðs- ins, Endurskoðunarskrifstofu Jóns Brynjólfssonar, Hverfis- götu 76 III). 2. Veðbókarvottorð (frá Borgar- fógeta). 3. Vottorð um brunabótamat (Hústryggingar). Sé brunabótamat ekki fyrir hendi, þarf eigi að síður brunabótamat tveggja manna, er tilnefndir séu af opinber- um embættismanni). 4. Vottorð um byggingarstig (ef íbúð er í byggingu).

x

Bókbindarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.