Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 26

Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 26
26 BÓKBINDARINN Nokkrir gallar komu í ljós við notkun hennar og er nú unnið að því að fá þá bætta. Samningarnir: Unnið var að undirbúningi undir prentun snemma á síð- asta ári og 20. júlí sl. kom fyrst svarbréf frá F.í.p. um samn- ingsuppkastið. Allar þeirra til- lögur gátum við samþykkt nema eina og var þá strax samkomu- lag um að samningarnir væru tilbúnir undir prentun. Þeir komu síðan út á síðastliðnu hausti og voru sendir öllum fé- ’agsmönnum. Allir samningar bókagerðarmanna voru preritað- ir í einu lagi með sama sniði í Prentsmiðjunni Eddu. Nokkrar fyrirspurnir bárust á síðastliðnu sumri vegna orlofs 1972. Stjórn BFÍ gerði sérstaka samþykkt af þessu tilefni og á- kvað að geta þess á kauptaxta- blaði 1. júní hvað orlof væri langt, en vinnuveitendasam- bandið auglýsti ákaft bráða- birgðaákvæði orlofslaganna um 22 orlofsdaga. Við skírskotuðum hinsvegar til samninga um 24 og 27 daga. Þá bárust stjórninni tvö mál í sept. sl. um orlofsupp- gjör tveggja félaga vegna þess að þeir höfðu skipt um vinnu- stað og voru þeirra mál til lykta leidd í samvinnu við stjórn F.í.p. þannig að nú er orlof alls staðar reiknað frá 1. maí og skulu fé- lagar athuga það ef þeir skipta um vinnustað. Lög félagsins: Lagabreytingar sem gerðar voru á síðasta aðalfundi voru færðar inn í göm’u lögin og þau vél- rituð upp og send til miðstjórn- ar ASÍ, sem hefur haft þau til meðferðar síðan í haust. — Mið- stjórnin gerði athugasemdir við þau og boðaði fulltrúa frá BFÍ á fund forseta og framkv.stj. og liggja niðurstöður þess fund- ar nú fyrir. Reglugerð Sjúkra- og styrktarsjóðs var prentuð og send félags- mönnum og 1. jan. tók sjóðurinn til starfa. Nýmæli er að allar s';úlkurnar eru nú sjóðfélagar og fá sama styrk og sveinar i veikindum, auk fæðingarstyrks. Veikindastyrkur er 200 kr. á dag í 100 daga og 25 kr. fyrir barn á framfæri. Alþýðuorlof: BFÍ gerðist aðili að ferðasam- tökum verkalýðsfélaganna á síð- asta ári og mættu á stofnfund- inn Svanur Jóhannesson og Eggert S'igurðsson. Leikhúsferðir: Á síðasta ári annaðist Grétar Sigurðsson leikhúsferðir með afslætti, fyrir félagana og var farið á þessar sýningar: Atóm- stöðin 28/4 145 miðar. — Sjálf- stætt fólk 17/5 221 miði. — Dóminó 28/9 81 miði og nú síð- ast Fló á skinni og varð að- sóknin þá svo mikil að skipta varð mannskapnum á tvær sýn- ingar. Skákkeppni: Félagið efndi til fjölteflis í fé- lagsheimilinu í ágúst sl. og tefldi Jónas Þorvaldsson við þá félaga sem vildu, og mátaði hann alla andstæðinga sína og suma tvisvar. Var gerður góður rómur að þessari nýbreytni í félags’ífinu. Fjársöfnun: Stjórn félagsins stóð fyrir fjár- söfnun fyrir einn félaga á ár- inu, sem lenti í bílslysi og gekk hún mjög vel og vill stjórn fé- lagsins þakka þann samhug sem félagarnir sýndu með almennri þátttöku í söfnuninni. Trúnaðarmenn: Á þessu stjórnartímabili hafa fimm nýir trúnaðarmenn verið skipaðir, og er það nýjung að þrír þeirra voru kosnir á vinnu- stöðunum. Þeir eru: Ó’afur Ottósson, Félagsbókbandið. — Eggert Sigurðsson, Bókfell. — Helgi Sigurgeirsson, Eddu. Þeir voru síðan tilnefndir af stjórn- inni en hún skipaði jafnframt Guðmund Ólafsson Leiftur og Ólaf Tryggvason, Gutenberg í Þingholtsstræti 6. Sumarhúsið í Ölfusborgum var starfrækt eins og undanfarin ár og dvöld- ust 13 félagar og fjölskyldur þeirra í húsinu í 11 vikur sum- arsins. Mik’ar endurbætur fóru fram á hitakerfinu og jarð- vinnsluframkvæmdir voru með mesta móti eða fyrir um 120. 000,00 kr. í janúar sl. komu tilmæli um það frá ASÍ að BFÍ lánaði húsið Vestmannaeyingum, sem urðu að flýja heimili sín undan eld- gosinu og má búast við að húsið verði ekki leigt út til félaganna í sumar. Landhelgismálið: Stjórn félagsins ákvað sl. haust að leggja fram 10.000,00 kr. úr félagssjóði í Landhelgissjóð til styrktar málstað íslendinga í landhelgismálinu.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.