Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 29

Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 29
BÓKBINDARINN 29 uðum eftir að næstliðnu bótatímabili lauk. D. Aldrei skal greiða bætur fyrir færri veikindadaga en fjóra. — Dagpeningar greið- ast ekki, þegar um varanlega örorku eða ellihrumleika er að ræða, en stjórn sjóðsins er heimilt að verja allt að kr. 75.000,00 til árlegrar úthlut- unar í desembermánuði til þeirra, sem haldnir eru var- anlegri örorku eða ellihrum- leika og eiga ekki rétt til dagpeninga. 9. gr. Dagpeningar greiðast vikulega, nema samkomulag sé um að hafa annan hátt á greiðslum. 10. gr. Með umsókn um dagpeninga skal fy!gja læknisvottorð, er tilgreini þann dag, er slys eða veikindi bar að höndum. Þá er bótaþega ennfremur skylt að leggja fram læknisvottorð, er tilgreini þann dag er hann varð vinnufær á ný. Eyðublað fyrir umsóknir lætur sjóðsstjórnin gera og lætur þau umsækjend- um í té. 11. gr. Rétt til dagpeninga hafa þeir, sem: A. eru fullgildir og skuldlausir félagsmenn. B. vinna að jafnaði hjá atvinnu- rekendum sem greiða gjald til sjóðsins, eða greiða sjálfir til hans mánaðarlega upp- hæð sem tekin er fram í samningum félagsins, C. hafa verið félagsmenn í a. m. k. 6 mánuði áður en veik- indin bar að höndum. D. Heimilt skal að greiða bætur skv. ákvæðum 7. gr. í allt að 3 ár, ef sjúkdómar eða af- leiðingar slyss vara svo lengi, en eftir 3 ár fellur bótaréttur niður. 12. gr. Félagsfundur getur, að fengnum tillögum sjóðsstjórnar, ákveðið að lækka dagpeninga um stund- arsakir, en þó ekki yfir skemmri tíma en 6 mánuði, nema skemmra sé til aðalfundar fé- lagsins, ef afkomu sjóðsins virð- ist hætta búin. 13. gr. Greiðs'a dagpeninga fyrnist, sé hennar ekki vitjað innan þriggja mánaða frá því veikindi hófust. 14. gr. Félagskonur, sem ala börn, skulu fá greiddar kr. 5.000,00 vegna hverrar fæðingar. Engin kona á þó rétt til þessarar greiðslu nema hún hafi verið fullgildur félagsmaður eigi skemur en eitt ár áður en fæð- ing á sér stað. NÝIR BÓKBINDARAR Magnús Friðriksson Ragnar Þorvaldsson Sveinsbr. 18. júlí 1969 POB, Akureyri POB, Akureyri Björn Guðnason Sveinsbr. 2. júlí 1969 Prentsmiðja Hafnarf. Hjálmar B. Kjartanss. Sveinsbr. 11. nóv. 1972 Prentsmiðja Hafnarf.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.