Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 28

Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 28
28 BÓKBINDARINN því rétt kjörnir í stjórn fyrir næsta tímabil. REGLUGERÐ fyrir Sjúkra- og styrktar- sjóð B.F.Í. 1. gr. Sjóðurinn heitir Sjúkra- og styrktarsjóður B.F.Í. og er eign þess. 2. gr. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagsmenn í veikindum, og að bæta félagskonum vinnutap vegna barnsburðar. Ennfremur að taka þátt í útfararkostnaði. 3. gr. Sjóðurinn er stofnaður 1972 úr styrktarsjóði félagsins, sem stofnaður var 1951 og af fram- lagi atvinnurekenda til sjóðsins, sem hófst 1. janúar 1972. 4. gr. Tekjur sjóðsins eru: A. Samningsbundin gjöld at- vinnurekenda til sjóðsins. B. Vaxtatekjur. C. Aðrar tekjur, sem aðalfund- ur félagsins kann að ákveða hverju sinni. D. Gjafir og annað ófyrirséð. 5. gr. AUir félagar B.F.Í. eru skyldir til þátttöku í sjóðnum. 6. gr. Nú segir félagsmaður sig úr B.F.Í. eða hverfur að öðru starfi og missir hann þá jafnframt réttindi sín í sjóðnum. 7. gr. Þeir sem eiga inni hjá félaginu ónotaða veikindadaga samkv. samningi skulu fyrst fá þá greidda áður en þeir njóta dag- peninga úr sjúkrasjóðnum. 8. gr. Dagpeningar skulu vera sem hér segir: A. Fyrir alla félagsmenn jafnt greiðast kr. 200 00 á dag í allt að 100 daga, virka sem helga, frá og með fyrsta degi eftir að samningsbundinni eða lögboðinni greiðslu frá atvinnurekanda Jýkur. B. Fyrir hvert barn, sem hinn veiki eða slasaði hefur á framfæri sínu kr. 25,00 á dag og gildir sú regla í jafnlang- an tíma og hlutaðeigandi á rétt á dagpeningum. C. Dagpeningar greiðast í allt að 100 daga samfleytt á 6 mánaða tímabili. Vari veik- indi lengur en 6 mánuði greiðast bætur allt að 50 daga á hverjum 6 mánuðum og hefjast greiðslur þá 6 mán- NÝIR BÓKBINDARAR Einar Valgeirsson Sveinsbr. 11. nóv. 1972 ísafold Birgir Guðmundsson Sveinsbr. 17. nóv. 1969 Leiftur Hilmar Böðvarsson Sveinsbr. 8. júní 1965 Leiftur Brynjólfur Magnússon Sveinsbr. í júlí 1972 Nýja Bókbandið

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.