Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 16

Bókbindarinn - 01.04.1973, Blaðsíða 16
16 BÓKBINDARINN Einfríður María Guðjónsdóttir var fædd 20. apríl 1888. Hún var dóttir Guðjóns Einarssonar útvegsbónda í Rvk. og Helgu Auðunsdóttur. 4. okt. 1904 byrj- aði hún að vinna við bókband í ísafoldarprentsmiðju og út- skrifaðist 4. okt. 1906 sem jóm- frú í bókbandi. Seinna fékk hún sveinsréttindi í iðninni og var eini kvensveinninn í B.F.I. Hún vann alla tið í ísafold eða sam- fleytt í 57 ár. Einfríður var gjaldkeri Bókbandssveinafélags Reykjavíkur 1918 og 1919 og heiðursfélagi B.F.Í. Hún lést 24. júní 1971. Hannes Árdal var fæddur 28. nóv. 1926 á Akureyri, sonur hjónanna Steinþórs Pálssonar Árdals og Hallfríðar Halldórs- dóttur. Hann lauk bókbands- námi 1954 í Vélabókbandinu á Akureyri og vann þar að námi loknu til 1959 en stundaði eftir það bifreiðarakstur hjá KEA til dánardægurs. Kona hans var Ulla Geirsdóttir og áttu þau 5 börn. Hannes dó 6. febrúar 1972. Karel Sveinsson Kjarval var fæddur 17. sept. 1887 að Efriey í Meðallandi. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Ingimundarson og Karítas Þorsteinsdóttir. Hann lærði bókband hjá Sigurði Sig- urðssyni á Akureyri og lauk því 1905. Fór þá til Reykjavíkur og vann þar við bókband til ársins 1913 er hann fluttist til Amer- íku. Síðan dvaldi hann á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum og vann við bókband nema í 7 ár, er hann var við sölumennsku og seldi bókbandsvélar. Lengst af bjó hann í Chicago og var lengi formaður bókbindara- deildarinnar í Lithographing- og prentarafélaginu þar. Karel var einn af stofnendum Hins ísl. bókbindarafélags árið 1906 og heiðursfélagi B.F.Í. Hann var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Jóhanna Kristín Þorvarðsdóttir frá Leikskálum í Haukadal, Dal. Hún lést 1919. Hann kvæntist aftur 1936 og eignaðist tvo syni. Karel lést 2. ágúst 1969.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.