Fréttatíminn - 28.01.2011, Qupperneq 10
Sumir eru
eilífðarstúdentar.
Hvað ert þú
orðinn?
-er svarið
Árlega fletta Íslendingar 100 milljón sinnum upp á Já.is
og Símaskráin kemur út í 150 þúsund eintökum.
Ef þú vilt breyta skráningu þinni hafðu þá
samband við þjónustufulltrúa okkar í síma
522 3200, farðu inn á Já.is eða sendu
tölvupóst á ja@ja.is.
Skráningum í Símaskrána
lýkur 31. janúar.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
4
2
5
8
Marie Amelie, öðru nafni
Madina Salamova, var vísað
úr landi í Noregi fyrr í vikunni.
Norska útlendingastofnunin
varð ekki við ósk um að fresta
því að senda hana úr landi. Hún
var því handtekin, flutt til Gar-
dermoenflugvallar við Ósló og
send til Moskvu. Með henni
fór norskur unnusti hennar,
Eivind Trædal. Hann getur
dvalið í Rússlandi fram í miðjan
febrúar. Hann vinnur að því að
unnustan komist til Noregs á
nýjan leik.
Mál Marie Amelie hefur vakið mikla
athygli og deilur í Noregi, eins og fram
kom í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag.
Hún kom ólöglega til Noregs sem ólögráða
unglingur í fylgd með foreldrum sínum.
Fjölskylda hennar flúði frá Norður-Ossetíu,
í hinum rússneska hluta Kákasusfjalla, til
Finnlands þegar Maria Amelie var tólf ára
og síðar til Noregs árið 2002. Hún er nú 24
ára.
Fjölskyldan fékk aldrei landvistarleyfi í
Noregi. Maria Amelie talar norsku og hefur
lokið háskólaprófi í Noregi. Á síðasta ári
gaf hún út bók um líf ólöglegra innflytjenda
í Noregi og byggði hana að nokkru leyti á
eigin lífi. Í kjölfarið fór útlendingastofnunin
fram á það að hún yrði handtekin.
Fréttaskýringaritið Ny tid valdi Mariu
Amelie Norðmann ársins vegna bókarinnar.
Rússneska útlendingaeftirlitið tók á móti
Marie Amelie og veitti henni landvistarleyfi
til bráðabirgða. Blaðamaður netútgáfu
norska dagblaðsins VG ræddi við hana og
kærastann á kaffihúsi eftir fyrstu nóttina í
Moskvu. Hún sagðist hreinlega vera í áfalli.
Í viðtali um borð í rússnesku flugvélinni á
leið til Moskvu kvaðst hún vera niðurbrotin.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Noregur Marie aMelie var seNd til rússlaNds
„Er hreinlega í áfalli“
Marie Amelie,
öðru nafni
Madina
Salamova,
sem valin
var Norð-
maður ársins
var send úr
landi til Rúss-
lands.
Sundlaugargestum fjölgar
milli ára í Hafnarfirði, ólíkt
því sem gerist í Kópavogi.
44.500 fleiri en árið á undan
heimsóttu allar laugar í
bænum utan einnar í fyrra og
voru 526.874 komur skráðar.
Ferðum gesta fjölgaði mest í
Ásvallalaug, eða um 31.640
á milli ára. Þeim fækkaði
lítillega í Lækjarskólalaug;
um 2.170. Gestakomum
í sundlaugar Kópavogs
fækkaði um níu prósent milli
áranna 2009 og 2010 en
fjölgaði í Reykjavík um 4,5
prósent og um 8,5 prósent í
Hafnarfirði. - gag
Tugþúsundum fleiri í sund í Hafnarfirði
Hannes í mál vegna
kyrrsetningar
Athafnamaðurinn Hannes Smárason hefur
ákveðið að höfða mál gegn fjármálaráðu-
neytinu á grundvelli ólögmætrar kyrrsetn-
ingar sem skattrannsóknarstjóri fór fram á
snemma á síðasta ári vegna rannsóknar á
meintum skattalagabrotum FL Group. Skatt-
rannsóknarstjóri fór fram á kyrrsetningu
hjá fjórum einstaklingum; Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni og Skarphéðni Berg
Steinarssyni, fyrrverandi stjórnarfor-
mönnum FL Group, og forstjórunum
fyrrverandi, Hannesi og Jóni
Sigurðssyni. Dómstólar
úrskurðuðu kyrrsetning-
arnar ólöglegar og hefur
Skarphéðinn Berg þegar
hafið málarekstur gegn
íslenska ríkinu.
-óhþ
L
jó
sm
yn
d/
Pa
x
fo
rl
ag
.
s jö af fimmtán kvikmyndum sem RÚV hefur sýnt síðustu átta laugardagskvöld hafa þegar verið sýndar allt að þrisvar á Stöð 2 og einhverjar þeirra
tíu sinnum í kjölfarið á Stöð 2 bíó, þá dreift á tveggja til
þriggja ára tímabil. Þetta staðfestir Skarphéðinn Guð-
mundsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2.
Önnur kvikmyndanna sem RÚV sýndi á jóladag, Sögur
frá Narníu – Kaspían prins, var síðast sýnd á Stöð 2 í apríl
í fyrra og kvikmynd RÚV á nýársdag, Þjóðargersemi:
Leyndarmálabókin, var síðast sýnd á Stöð 2 í nóvember
2009. Hinar myndirnar tvær þessi kvöld voru endursýnd-
ar. Þess má einnig geta að af laugardagskvikmyndunum
fimmtán voru þrjár franskar.
Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að þegar RÚV
þurfi að spara og draga saman í kostnaði séu sýndar
ódýrari myndir en þegar betur ári. „Nú hefur staða RÚV
batnað og bíómyndaframboðið, sérstaklega á föstudögum
og laugardögum, mun batna.“ Hann bendir á að minni-
hluti heimila á landinu sé áskrifandi að læstri dagskrá
Stöðvar 2. „Við getum ekki, sem almannaþjónustustöð,
verið að dagskrársetja okkur eftir því hvað hefur verið
sýnt og hvað ekki á dagskrá Stöðvar 2. Það er útilokað.
Við þjónum allri þjóðinni, öllum landsmönnum.“
Páll blæs á þær fullyrðingar Skarphéðins að Ríkissjón-
varpið kjósi að sýna þekktar afþreyingarmyndir til þess
að fá fyrirtæki til að kosta sýningu þeirra. „Nei, nei, nei,
nei, nei,“ segir hann og að vart geti verið auðvelt að fá
kostun á margsýndar myndir. „Það eru lögmál sem hann
þarf að hugsa um en við gerum ekki.“
Páll bendir á að kvikmyndir fari
fyrst í sýningu í bíóhúsum, þá á
DVD-diska, loks í læsta sjónvarps-
dagskrá og svo bjóðist opnum
frístöðvum að kaupa þær. „Þetta
er sölugoggunarröðin og ekkert
séríslenskt fyrirbrigði. Þetta á við
um allan heim.“
Skarphéðinn bendir á að þótt
Stöð 2 sýni margar myndir rati
fjöldi mynda ekki inn í dagskrá
áskriftarstöðvanna. „Við kaup-
um því miður ekki myndir sem
ekki þykja nógu auglýsingavæn-
ar því þær fá ekki eins mikið áhorf
og aðrar. Við vitum þó að væru
þær sýndar á RÚV fengju þær fínt
áhorf,“ segir hann og vísar til að
mynda til breskra kvikmynda.
„En það skaðar ekki Stöð 2 þótt
RÚV endursýni myndirnar.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
RÚV lofar betri
helgardagskrá
Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að nú þegar fjárhagur RÚV hafi
vænkast megi búast við því að helgardagskráin batni. Helmingur
kvikmynda RÚV á laugardagskvöldum síðustu átta vikur hafa verið
sýndar á Stöð 2 og endursýndar allt að tíu sinnum á kvikmynda-
stöðinni Stöð 2 bíó.
Bíómynda-
framboðið,
sérstaklega
á föstu-
dögum og
laugardög-
um, mun
batna.
sjóNvarp sjö af fiMMtáN síðustu laug-
ardagsMyNduM þegar verið sýNdar á stöð 2
RÚV Stöð 2
22. jan Good Will Hunting Síðast sýnd á Stöð 2 2005
15. jan. Along Came Polly Síðast sýnd á Stöð 2 2007
München/Munich Síðast sýnd í maí 2009
1. jan. National Treasure: Book of Secrets Síðast sýnd á Stöð 2 í nóv. 2009
25. des. The Chronicles of Narnia: Prince Caspian Síðast sýnd á Stöð 2 í apríl 2010
11. des. The Holliday Síðast sýnd á Stöð 2 í des. 2009
4. des. There Will Be Blood Síðast sýnd á Stöð 2 í des. 2009
Úr myndunum Good Will Hunting, The
Holliday og Along Came Polly sem
sýndar voru á Stöð 2 og Stöð 2 bíó áður
en þær sáust í Sjónvarpinu.
10 fréttir Helgin 28.-30. janúar 2011