Fréttatíminn - 28.01.2011, Page 62
S orgarský sveif yfir Grafarvog-inum seinni partinn í gær þegar tónlistarmaðurinn Sigurjón
Brink var borinn til hinstu hvílu.
Gríðarlegt fjölmenni var viðstatt útför
Sjonna, eins og hann var yfirleitt kall-
aður, í Grafarvogskirkju og þurfti
meðal annars að setja upp skjávarpa í
kjallaranum til að allir gætu fylgst með
– slíkt var fjölmennið. Sigurjón var enda
vel tengdur inn í bæði tón- og leiklistar-
heiminn.
Jóna Hrönn Bolladóttir jarðsöng.
Eins og búast mátti við var tónlist
fyrirferðarmikill hluti athafnarinnar.
Áður en hún hófst var leikin Bítlasyrpa
Sjonna og Jóhannesar Ásbjörnssonar.
Matti Matt gaf tóninn með hinu gullfal-
lega Can’t Cry Hard Enough. Í kjölfarið
fylgdu síðan Hreimur með lagið Calm
eftir Sjonna, Eyfi, mæðgurnar Guðrún
Gunnars og Ólöf Jara með lag við
texta Þórunnar Ernu, ekkju Sjonna,
Björgvin Halldórsson og Magni Ás-
geirsson með Minningu og Jógvan
Hansen með Waterslide, Eurovision-lag
Sjonna frá því í fyrra.
Þegar kistan var borin út hljómaði
síðan nýjasta lag Sjonna, Aftur heim,
sem vinir hans munu flytja í undan-
keppni Eurovision á morgun, laugardag.
Á kistuna höfðu börn Sjonna málað
myndir. Erfidrykkjan fór fram á Broad-
way. Allir gestir fengu afhenta litla bók
með myndum af Sjonna og texta frá
fjölskyldu og vinum. Textinn endaði á
orðunum: „Við munum aldrei gleyma
þér Sjonni minn. Við lofum því af öllu
hjarta.“
oskar@frettatiminn.is
Sigurjón Brink jarðSunginn í gær
jóga LiSt hLjóðSinS nýtt tiL heiLunar
„Við munum aldrei
gleyma þér Sjonni minn“
Tónlistarmaðurinn Sjonni Brink var borinn til grafar í Grafarvogskirkju í gær að viðstöddu
miklu fjölmenni. Sorgin var lamandi meðan á athöfninni stóð, að sögn viðstaddra.
j ógastöðin Andartak hefur fengið til lands-ins eina skærustu stjörnu möntrusöngsins.
Dev Suroop Kaur er bandarísk söngkona
og jógakennari sem hefur gefið út fjölmargar
plötur með möntrusöng, þar á meðal eina með
hiphop-takti. Dev Suroop ætlar þó ekki að
syngja lög af þeirri plötu í heimsókn sinni til
Íslands. „Nei, þá þyrfti ég að hafa hljómsveit
með mér, en ég er ein á ferð núna,“ segir Dev
Suroop.
Hún ætlar hins vegar að taka sautján upp-
rennandi jógakennara á námskeið um helgina
í því hvernig þeir geta nálgast fegurðina og
kraftinn sem býr í röddinni. Dev Suroop iðkar
afbrigði af jóga sem kallast kundalini en þar
leikur taktur og hljóð einmitt stórt hlutverk í
því að losna við streitu og ná fram innri friði.
Eftir viku verður í boði opið námskeið hjá
jógastöðinni Andartaki, þar sem Dev Suroop
leiðbeinir um möntrusöng og almennt um
kundalini-jóga. Laugardagskvöldið 5. febrúar
heldur hún svo tónleika í húsakynnum Andar-
taks við Skipholt 29a. Dev Suroop segir að hún
muni fá áhorfendur í lið með sér við söng og
hreyfingu en líka sé hægt að hlusta og njóta
uppákomunnar úr sæti sínu. „Andrúmsloftið
verður notalegt og afslappað. Það á öllum að
líða vel.“
Möntru-söngstjarna í Andartaki
Þegar kistan
var borin
út hljómaði
nýjasta lag
Sjonna, Aftur
heim ...
62 dægurmál Helgin 28.-30. janúar 2011
Vinir Sjonna, Þórður Ágústsson, Gunnar Ólason, Benedikt Brynleifsson, Vignir Snær Vigfússon, Sigurpáll Jóhannesson,
Viðar Einarsson, Jóhannes Ásbjörnsson og Hreimur Örn Heimisson, báru kistuna úr kirkju.
Múlbundinn
borgarstjóri
Jón Gnarr borgarstjóri er í
veglegu viðtali í nýútkomnu
málgagni nemenda við Há-
skólann í Reykjavík, Háskóla-
blaðinu. Borgarstjóranum
varð ekki orða vant frekar en
fyrri daginn og lét víst vaða
svo hressilega á súðum í við-
talinu að aðstoðarfólk hans
fann sig knúið til að grípa inn
í og ritskoða viðtalið áður en
blaðið fór í prentun, þannig
að einhver ummæli borgar-
stjórans, sem þóttu orka í
meira lagi tvímælis, komust
ekki á blað.
Icesave borgar sig
... fyrir Ögmund
Í fjaðrafokinu í kringum þá niður-
stöðu Hæstaréttar að kosning til
stjórnlagaþings sé ógild, vekur
athygli að stjórnarandstaðan
hefur ekki andað á innanríkis-
ráðherrann Ögmund
Jónasson þótt ráðu-
neyti hans beri ábyrgð
á kjörseðlunum sem
rétturinn úrskurðaði
ólöglega. Hinum og
þessum er sagt að axla
ábyrgð á klúðrinu en
Ögmundur siglir lygnan
sjó á þinginu, væntan-
lega vegna þess að
stjórnarandstaðan
sér ekki ástæðu til
að ráðast að nánasta
bandamanni sínum í
Icesave-málinu undanfarin tvö
ár. Væri Björn Bjarnason til
dæmis í stöðu Ögmundar þarf
ekki að fjölyrða um meðferðina
sem hann væri búinn að fá frá
andstæðingum sínum vegna mis-
taka dómsmálaráðuneytisins.
Ellý og
Dikta halda
toppsætum
Engar breytingar urðu
í toppsætunum á Tón-
og Lagalista Félags
íslenskra hljómplötuút-
gefenda í síðustu viku.
Ellý Vilhjálms er í efsta
sæti Tónlistans með
þrefalda safnplötu sína,
Heyr mína bæn, en Dikta
situr á toppi Tónlistans
með sitt ofurvinæsla
lag Goodbye. Þetta er
í níunda sinn í röð sem
Dikta er í efsta sætinu.
Andrúmsloftið
verður notalegt
og afslappað. Það
á öllum að líða
vel.
Dev Suroop Kaur býr í New Mexico í Bandaríkjunum. Hún er fjölhæf tón-
listarkona, jógakennari og með MBA-viðskiptagráðu.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i.
BIGMIX
BIG
MIX
ER
PARTÝVAKT
KANANS
Á
LAUGARDAGSKVÖLDUM
ENGIN RÖÐ BARA RÉTT ÚTVARPSSTÖÐ
BIGFOOT
HELDUR
SVO
ÁFRAM
UM
KVÖLDIÐ
Á
SKEMMTIS‐
TAÐNUM
SQUARE
LÆKJARTORGI