Fréttatíminn - 08.07.2011, Side 10
Þarft þú heyrnartæki?
Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880
Að láta mæla heyrnina er einföld leið til að
ganga úr skugga um hvort kominn sé tími til
að nota heyrnartæki.
Erum með mikið úrval vandaðra
heyrnartækja sem eru búin fullkomnustu
tækni sem völ er á. Einföld og þægileg í
notkun og nánast ósýnileg bak við eyra.
Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Heyrnartækni þá
ætlum við að styrkja KRAFT í sumar með ákveðinni
upphæð af hverju seldu heyrnartæki. KRAFTUR er
stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með
krabbamein og aðstandendur þeirra.
Hugo Þórisson
barnasálfræð-
ingur greindist
með krabbamein
í lok nóvem-
ber í fyrra. Það
fyrsta sem hon-
um kom í hug,
þegar læknirinn
færði honum
þær þungbæru
fréttir, var að
hann yrði að
koma ævistarfi
sínu á prent.
Á meðan hann
hefði heilsu til.
Sjá viðtal bls. 24
A ðbúnaður á hjúkrunarheim-ilinu Holtsbúð er skelfilegur,“ segir Jón Fr. Sigvaldason en í
nýlegri skýrslu Landlæknis kom fram,
eins greint hefur verið frá í Frétta-
tímanum, að mörgu er ábótavant á
heimilinu. Eiginkona Jóns, Mary
Alberty Sigurjónsdóttir, dvaldi í Holts-
búð í Garðabæ og lést þar í ágúst árið
2009. Komið var að líki hennar köldu
og stirðnuðu að morgni dags, þrátt
fyrir að sólarhringsgæsla eigi að vera
á heimilinu. Jón ritaði Geir Gunnlaugs-
syni landlækni bréf í maí á liðnu ári þar
sem farið var fram á úttekt á Holtsbúð.
Úttekt Landlæknisembættisins á
Holtsbúð lágmArksmönnun, getur bitnAð á þjónustu og öryggi
Komið að líki konu
köldu og stirðnuðu
að morgni dags
Vistin í „kjallara-
kompunni“ eins
konar niðurlægj-
andi félagsleg og
andleg pynting.
Jón Fr. Sigvaldason Vist eiginkonu minnar í kjallara Holtsbúðar er fyrir mér eins
konar niðurlægjandi félagsleg og andleg pynting og stjórnunarlegt slys. Ljósmynd/Hari
lAndlæknisembættið álitsgerð
Lækninum þykir miður hvernig til tókst
Í álitsgerð Landlæknis-
embættisins frá því í
október 2009 vegna
kvörtunar Jóns Fr.
Sigvaldasonar varðandi
samskipti við lækni í
tengslum við andlát
eiginkonunnar Maryar
A. Sigurjónsdóttur, sem
undirrituð er af Kristjáni
Oddssyni aðstoðar-
landlækni, kemur fram
að lækninum þyki mjög
miður að Jón sé honum
reiður eftir að hann
hafði tilkynnt honum
andlát eiginkonu hans.
Hann hafi reynt að fara
varfærnislega í samtali
við Jón en það hafi ekki
gengið betur en raun
ber vitni.
Þá þykir lækninum
miður hvernig til hafi
tekist í samtalinu varð-
andi dánarorsök og lýkur
hann bréfi sínu með því
að hann sé tilbúinn að
hitta Jón hjá Landlæknis-
embættinu og ef til vill
fleiri fjölskyldumeðlimi
ef það mætti verða til að
leysa málið.
Í bréfi Jóns var enn
fremur kvartað undan
seinkun á greiningu
sama læknis á broti á
lærleggshálsi eiginkonu
hans í Holtsbúð árið
2007. Í álitsgerð Land-
læknisembættisins eru
gerðar athugasemdir
við að ekki skuli vera
til frekari skráning
varðandi byltu konunnar.
„Þá ber að harma að
greining á innkýldu broti
skyldi hafa dregist um
fjórar vikur,“ segir enn
fremur.
Í niðurlagi álits-
gerðarinnar kemur fram
að embættið telur ekki
ástæðu til frekari að-
gerða „og er málinu lokið
nema til komi andmæli
frá málsaðilum.“
Sólarhringsgæsla á að vera á heimilinu en eiginmaður konunnar, Jón Fr. Sigvaldason, spyr um
ábyrgð og sættir sig ekki við eftirlitsleysi. Hann segir eiginkonu sína hafa verið vistaða í „kompu“ í
kjallara. Jón spyr enn fremur hvort vinnuregla sé að aðstandendur taki þátt í sjúkdómsgreiningu.
Maryar hafi ekki verið sagt frá
grunsemdum hjúkrunarfólks um
að hún ætti stutt eftir. „Við vorum
vissulega tilbúin að vera á sólar-
hringsvakt hjá henni,“ segir Jón
meðal annars í yfirlitinu.
Vildi fá dánarorsök
samþykkta símleiðis
Jón er heldur ekki sáttur við fram-
komu læknis sem tilkynnti dóttur
hans, og síðan honum sjálfum,
andlát Maryar þar sem farið var
fram á að þau samþykktu símleiðis
uppástungu hans um dánarorsök-
ina heilablóðfall. Hann spyr því
hvort það sé almenn vinnuregla í
Holtsbúð að aðstandendur taki þátt
í sjúkdómsgreiningu. Í greinargerð
til Landlæknisembættisins segir
viðkomandi læknir að klínískt hafi
sér þótt lang líklegast að konan hafi
fengið heilablóðfall og dáið í svefni
enda hafi hún áður fengið heila-
blóðfall. Í símtali læknisins til Jóns,
eftir krufningu, tilkynnti hann hins
vegar að hjarta hennar hefði gefið
sig.
Jón óskaði eftir svari við tveimur
spurningum: dánarstund og
dánarorsök. Í bréfi til hans í apríl
2010 segir að ekki sé getið um inn-
lit til Maryar nóttina sem hún dó en
vinnuregla sé að litið sé inn til allra
sjúklinga að minnsta kosti tvisvar á
nóttu og oftar ef tilefni er til. „Í nótu
morgunvaktarinnar kemur fram að
um klukkan 9 hafi verið litið inn til
Mary og er hún þá látin. Í nótunni
er nefnt að liðir séu stirðir. Stirðnun
þýðir venjulega að meira en þrjár
klukkustundir eru frá andláti.
Nákvæmasta svarið sem hægt er að
gefa er því að dánarstund hafi verið
fyrir klukkan 6 að morgni 3. ágúst.
Að því gefnu að litið hafi verið inn
til hennar milli klukkan 4 og 5
þennan morgun, sem þó er hvergi
skráð, má álykta að dánarstundin
hafi verið milli kl. 4 og 6.“
Í sama svari segir að samkvæmt
krufningarskýrslu hafi dánarorsök-
in verið hjartabilun.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
starfsemi Holtsbúðar veturinn 2010-
2011 sýndi að hegðunarvandamál, þung-
lyndiseinkenni, þvag- og hægðaleki og
þvagfærasýkingar voru algengari en al-
mennt á íslenskum hjúkrunarheimilum.
Fram kom meðal annars að mönnun
fagfólks væri í lágmarki sem gæti bitnað
á þjónustunni og öryggi íbúa.
Andleg pynting
Jón orðar það svo að Mary hafi verið
vistuð í „kompu“ í kjallara Holtsbúðar
þar sem henni hafi liðið mjög illa „inni-
lokaðri í kjallaraholu“. „Vistin í kjallar-
anum er fyrir mér eins konar niðurlægj-
andi félagsleg og andleg „pynting“ og
stjórnunarlegt slys,“ segir meðal annars
í yfirliti sem Jón skráði um samskipti sín
við Holtsbúð. Hann spyr um ábyrgð og
sættir sig ekki við eftirlitsleysið, sem og
aðferð við andlátstilkynningu.
Jón leitaði til embættis landlæknis síð-
ar á árinu 2009. Þar sagðist hann ekki
hafa fengið upplýsingar frá Holtsbúð um
eftirlit með stofu konu sinnar nóttina
sem hún dó, hvort um eftirlit hafi verið
að ræða eða hve lengi hún hafi verið
látin liggja dáin og umhirðulaus. Sá
grunur hafi læðst að sér að eftirlit hafi
verið lítið eða ekkert þessa nótt enda
hafi læknir lýst því svo að stofan væri
„afskekkt“. „Við höfum staðfestar upp-
lýsingar um að starfsmaður hafi ráðið
sig á næturvaktir í Holtsbúð, þar sem
hann gat sofið á næturvaktinni,“ segir í
punktum Jóns eftir lestur hans á úttekt
landlæknis á hjúkrunarheimilinu. „Ég
vil frekar næturvaktir en skiptar vaktir
þar sem ég get sofið á launum á nótt-
unni,“ hefur Jón eftir umræddum aðila.
Þá gagnrýnir Jón að aðstandendum
10 fréttir Helgin 8.-10. júlí 2011