Fréttatíminn - 08.07.2011, Page 14
O f spennt til að geta sofið. Er milli-lent í Boston og verð komin til San Diego þann 7. júlí. Gerðu það góði
heimur að biðja fyrir litla englinum mínum.
Hann er bara 7 ára gamall. Við viljum fá
Johnny heim sem fyrst.“ Þetta er meðal
þess sem Ana Lily Hernandez skrifaði á
Facebook-síðuna, Johnny Back Home, á
mánudaginn. Hún hefur barist örvænt-
ingarfullri baráttu síðustu mánuði fyrir því
að fá Johnny, son sinn, heim en faðir hans
neitar að skila barninu eftir að hafa fengið
drenginn í heimsókn yfir jólin. Þess í stað
hefur hann leitað til dómstóla og krefst fulls
forræðis yfir drengnum.
Lily flaug utan á sunnudaginn til þess að
vera viðstödd réttharhaldið í San Diego en
það var á dagskrá í gær, fimmtudag.
Þegar Fréttatíminn heyrði í Snorra Krist-
jánssyni, íslenskum stjúpföður Johnnys,
var eiginkona hans á leið til San Diego og
var vongóð um að fá að hitta drenginn sinn
í fyrsta sinn í rúmt hálft ár á fimmtudeg-
inum. „Föðurnum er uppálagt að mæta
fyrir réttinn með Johnny og vegabréfið
hans, “ segir Snorri. Niðurstaða var ekki
komin í málið þegar blaðið fór í prentun en
Snorri og Lily gerðu sér góðar vonir um að
réttarhald gærdagsins myndi leiða málið til
lykta og að Lily fengi að taka drenginn með
sér úr dómsalnum og gæti flogið með hann
heim til Íslands.
Baráttan fyrir því að endurheimta Johnny
hefur kostað fjölskylduna umtalsverða fjár-
muni og þau leita allra leiða til þess að safna
fé. „Við þurftum að greiða bandaríska lög-
manninum 350.000 krónur fyrirfram, flug
Lilyar út kostar um 150.000 krónur og þá er
gisting og uppihald eftir. Við höfum þurft að
fá lánaða peninga hjá ættingjum og vinum,“
segir Snorri, vongóður um að þessi erfiða
deila, sem tekið hefur á fjölskylduna, fái
farsælan endi á næstu dögum.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Móðir JOhnnys litla Viðstödd réttarhald í san diegO
Vonast til að Lily geti tekið
drenginn með sér heim
Við höfum þurft að fá
lánaða peninga hjá ætt-
ingjum og vinum.
Fjölskylda
Johnnys var
með fjáröflun í
Kolaportinu um
síðustu helgi og
Snorri segir að
framhald verði
á slíku. Auk þess
sem söfnunar-
reikningur er
opinn í Lands-
bankanum undir
kennitölunni
290775-2649 og
númeri 0101 05
261299.
Aflandskrónukaup
Seðlabankans
Seðlabankinn hefur stigið viðbótar-
skref í afléttingu gjaldeyrishafta.
Felast þau í tveimur samstæðum
útboðum á næstu vikum, þar sem
bankinn hefur milligöngu um að
selja útlendingum gjaldeyri í eign líf-
eyrissjóða í skiptum fyrir verðtryggð
ríkisbréf á hagstæðum kjörum. 12.
júlí verður haldið útboð þar sem
erlendum aflandskrónueigendum,
ásamt þeim Íslendingum sem hafa
átt krónur hjá erlendum bönkum
samfellt undanfarin þrjú ár, býðst
að selja þær krónur fyrir erlendan
gjaldeyri. Skilmálar útboðsins eru
þeir sömu og í fyrsta útboðinu af
þessum toga, sem haldið var fyrir
mánuði. Í boði verða 15 milljarðar
króna en Seðlabankinn áskilur sér
rétt til að hækka eða lækka þá fjár-
hæð að vild. Þriðja tilboðið verður í
september. - jh
123 misstu vinnuna í
hópuppsögnum
Fjórar tilkynningar um hópuppsagnir bárust
Vinnumálastofnun í júní. Þar var sagt upp 123
manns. Um er að ræða uppsagnir í ýmsum
atvinnugreinum á borð við verslun, fiskvinnslu,
fræðslustarfsemi og menningar- og tómstunda-
starfsemi. Aðeins er þó um að ræða hreinar
uppsagnir í einu tilviki. Í tveimur er um að ræða
endurskipulagningu. Líklegt er því að stórum
hluta starfsmanna verði boðin endurráðning.
Í einu tilviki er um að ræða sölu fyrirtækis úr
þrotabúi og er reiknað með að starfsmenn verði
endurráðnir. Í júní í fyrra misstu töluvert fleiri
starfsmenn vinnuna í hópuppsögnum en nú
þegar Vinnumálastofnun bárust alls fimm til-
kynningar þar sem sagt var upp 177 manns. Mun
fleiri hafa misst vinnuna á fyrstu sex mánuðum
ársins en á sama tímabili í fyrra. Vinnumála-
stofnun hafa borist þrettán tilkynningar um
hópuppsagnir á þessu ári þar sem sagt hefur
verið upp 500 manns, en á sama tímabili í fyrra
höfðu borist alls sautján tilkynningar sem náðu til
360 manns. - jh
20,6%
AUKning á FJöLdA
FerðAMAnnA
Júní 2010 – Júní 2011
Talning
Ferðamálastofu
Metmánuður í ferðamennsku
Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 65.606 erlend-
ir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í júní síðastliðnum
eða ríflega 11 þúsund fleiri en í sama mánuði á síðasta ári.
Aukningin nemur 20,6% milli ára og hafa ferðamenn aldrei
verið fleiri í júnímánuði. Ef litið er til einstakra markaðs-
svæða má sjá 50,4% aukningu frá n-Ameríku, 17%
aukningu frá norðurlöndunum, 15,7% frá Mið- og Suður
Evrópu og 7,6% frá Bretlandi. Af einstaka þjóðernum
voru flestir ferðamenn í júní frá Bandaríkjunum (17,7%)
og Þýskalandi (14,6%) en þar á eftir fylgdu ferðamenn frá
Noregi (8,1%), Danmörku (6,9%), Bretlandi (6,6%), Svíþjóð
(6,1%) og Frakklandi (6,0%). Alls hafa 206.886 erlendir
ferðamenn farið frá landinu það sem af er ári eða 35.636
fleiri en á sama tímabili í fyrra. Brottförum Íslendinga
fjölgaði um fimmtung í júní frá því í fyrra, voru 37.438 í ár
en 30.736 í fyrra. -jh
Skráning er hafin á
marathon.is
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður að morgni
Menningarnætur, 20. ágúst. Vegalengdir við allra
hæfi, allt frá Latabæjarhlaupi fyrir börnin og upp í
heilt maraþon.
Boðhlaup
– hlauptu maraþon með
félögum þínum
Gerðu Reykjavíkurmaraþonið þitt enn skemmtilegra.
Í boðhlaupi taka 2-4 sig saman og skipta heilu
maraþoni á milli sín. Nánar á marathon.is.
Hlaupastyrkur
– hlaupum til góðs
Þú getur látið gott af þér leiða með hlaupinu. Á
hlaupastyrkur.is getur þú safnað áheitum til
stuðnings góðgerðarfélagi að eigin vali með því að
fá vini og vandamenn til að heita á þig.
- Stoltur bakhjarl hlaupsins síðan 1997
ALLIR SAMAN NÚ
TIL GÓÐS
HLAUPUM
... og ef við hlaupum
fjórir saman ...
Það er lítið mál að
hlaupa tíu kílómetra ...
... þá náum við
heilu maraþoni ...
... og söfnum fyrir
Barnaspítala Hringsins á meðan
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
1
-0
7
3
3
14 fréttir Helgin 8.-10. júlí 2011