Fréttatíminn - 08.07.2011, Side 15
E kki var talið að barnaníð-ingurinn í Vestmanna-eyjum gæti spillt rannsókn
málsins. Ástæðulaust væri að fara
fram á gæsluvarðhald til að vernda
brotaþola.
Frá árinu 2007 hefur Ólafur
Helgi Kjartansson, sýslumaður á
Selfossi, lagt fram sex kröfur um
gæsluvarðhald yfir grunuðum
kynferðisbrotamönnum. Í öllum
tilvikum óskaði hann eftir gæslu-
varðhaldi til að koma í veg fyrir
að meintir brotamenn gætu spillt
rannsókn málanna.
Samkvæmt lögum geta dóm-
stólar heimilað gæsluvarðhald af
fjórum ástæðum; til að vernda rann-
sóknarhagsmuni, ef grunur leikur
á að afbrotamaður fari úr landi, ef
um síbrotamann er að ræða og til
að vernda almannahagsmuni. Þá er
sérstaklega tekið fram að telja megi
gæsluvarðhald nauðsynlegt til að
verja aðra fyrir árásum sakborn-
ings.
Kynferðisbrot barnaníðingsins í
Vestmannaeyjum varða þrjár stúlk-
ur, þar á meðal stjúpdóttur hans.
Meðal sönnunargagna í málinu var
myndbandsupptaka af manninum
nauðga stjúpdóttur sinni. Gríðar-
legt magn barnakláms fannst í
fórum mannsins. Sýslumaður taldi
ekki ástæðu til að krefjast gæslu-
varðhalds yfir honum.
Af þeim sex kröfum sem sýslu-
maður hefur lagt fram undan-
farin fimm ár féllst Héraðsdómur
Suðurlands á fjórar þeirra. Þrjár
krafnanna sem voru samþykkt-
ar vörðuðu rannsókn á meintri
hópnauðgun. Frá árinu 2007 hefur
embættið alls farið fram á gæslu-
varðhald yfir 47 einstaklingum.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Í þeim kynferðisbrotamálum þar sem sýslumaðurinn á Selfossi
hefur farið fram á gæsluvarðhald, hefur það í öllum tilvikum
verið til að vernda rannsóknarhagsmuni.
kynfErðisbrot fáir í gæsluvarðhald
Gæsluvarðhald ein-
göngu til að vernda
rannsóknarhagsmuni
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður
á Selfossi, hefur verið gagnrýndur fyrir
að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir
manni sem sást á myndbandi nauðga
stjúpdóttur sinni.
Skráning er hafin á
marathon.is
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður að morgni
Menningarnætur, 20. ágúst. Vegalengdir við allra
hæfi, allt frá Latabæjarhlaupi fyrir börnin og upp í
heilt maraþon.
Boðhlaup
– hlauptu maraþon með
félögum þínum
Gerðu Reykjavíkurmaraþonið þitt enn skemmtilegra.
Í boðhlaupi taka 2-4 sig saman og skipta heilu
maraþoni á milli sín. Nánar á marathon.is.
Hlaupastyrkur
– hlaupum til góðs
Þú getur látið gott af þér leiða með hlaupinu. Á
hlaupastyrkur.is getur þú safnað áheitum til
stuðnings góðgerðarfélagi að eigin vali með því að
fá vini og vandamenn til að heita á þig.
- Stoltur bakhjarl hlaupsins síðan 1997
ALLIR SAMAN NÚ
TIL GÓÐS
HLAUPUM
... og ef við hlaupum
fjórir saman ...
Það er lítið mál að
hlaupa tíu kílómetra ...
... þá náum við
heilu maraþoni ...
... og söfnum fyrir
Barnaspítala Hringsins á meðan
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
1
-0
7
3
3
HEIMSENDING
á höfuðborgarsvæðinu
alla daga frá kl. 15–19
eða á smellugas.is
Hafðu samband í síma
515 1115
Vinur við veginnSmellugas
Smellugas
smellugas.is
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
11
71
2
Getur þú
styrkt barn?
www.soleyogfelagar.is
Helgin 8.-10. júlí 2011