Fréttatíminn - 08.07.2011, Síða 16
S
igrún Daníelsdóttir er
sálfræðingur og for-
sprakki Megrunarlausa
dagsins sem haldinn er
árlega hér á landi. Hún
hefur helgað störf sín átröskunum
og baráttunni fyrir líkamsvirðingu
og bloggar reglulega um þessi mál
á Eyjunni. Hún segir faglegar hug-
myndir um hvernig eigi að sporna
við átröskunum ólíkar þeirri hug-
mynd að fræðsla leysi allan vanda.
Einnig sé útbreiddur misskilningur
að átraskanir séu ólæknandi.
„Það er helber vitleysa. Engar
forsendur eru fyrir því að halda
þeirri hugmynd á lofti að átröskun
sé ólæknandi. Það væri alveg eins
hægt að segja að allar geðraskanir
væru ólæknandi og það er hug-
myndafræði sem flestir eru sem
betur fer búnir að kasta fyrir róða,“
segir Sigrún og bætir því við að því
fyrr sem gripið sé inn í ferlið, því
meiri séu batalíkurnar.
Sigrún segir að rannsóknir
og reynsla fagfólks hafi leitt til
breyttrar nálgunar að forvörnum.
Rannsóknir hafi leitt í ljós að for-
varnir sem byggjast á fræðslu séu
árangursminni en aðrar forvarnir.
Það stafar af því að til þess að breyta
viðhorfum og hegðun þarf að gera
meira en að tala yfir hausamót-
unum á fólki. Vandinn að baki flestri
áhættuhegðun er ekki vanþekking,
heldur ýmsir sálfélagslegir þættir
og gildi sem þarf að vinna með
í heild. Því er ástæða til að efast
um forvarnargildi þess að fyrr-
verandi átröskunarsjúklingar segi
frá reynslu sinni en víða hefur verið
boðið upp á slíka fræðslu í skólum á
Íslandi.
Fræðsla ekki svar við öllu
„Það er núorðið viðurkennt meðal
fagfólks og fræðimanna um heim
allan að forvarnir gegn átröskun-
um eiga ekki að felast í fræðslu eða
reynslusögum sjúklinga. Þessi að-
ferð hefur verið margreynd en ekkert
bendir til þess að hún skili árangri.
Það sem við vitum um þessa nálgun
segir okkur að hún skilar ekki ár-
angri og getur valdið skaða. Ég segi
ekki að hún valdi alltaf skaða en þess
eru dæmi að krakkar hafi upplifað
þessa fræðslu allt öðruvísi en tilgang-
urinn með henni var,“ segir Sigrún og
bendir á að ástæðulaust sé að eyða
tíma og peningum í úrræði sem ekki
hafi gefið von um árangur.
Sigrún segir það algenga ranghug-
mynd að til þess að koma í veg fyrir
vandamál þurfi bara að upplýsa fólk
betur. Það sé ekki alltaf rétta leiðin.
„Við gerum alltaf ráð fyrir að
vandamál stafi af vanþekkingu. Eins
og að allur vandi sem fólk lendir í líf-
inu sé vegna þess að það veit ekki
betur. Þá þurfi bara aukna fræðslu
svo að fólk hætti að gera vitleysur.
Núna vitum við að vandamál eins
og átraskanir eiga sér margþættari
orsakir. Við vitum að það er hættu-
legt að reykja og það er hættulegt að
svelta sig en af einhverjum ástæðum
gera sumir þetta samt.“
Fiktið háskalegt
Er þá eitthvað annað sem vegur
þyngra en þekkingin um hvað sé
skaðlegt?
„Já. Lengi vel snerust forvarnir
gegn reykingum fyrst og fremst um
skaðlegar afleiðingar þeirra, um
hvað þetta væri hættulegt og hvað
maður fengi ljótar tennur. Samt
héldu krakkarnir áfram að byrja að
reykja. Síðar áttaði fólk sig á því að
það sem skiptir höfuðmáli um hvort
unglingar byrja að reykja eru fyrir-
myndir og stemningin í félagahópn-
um. Hvort það þykir töff að reykja.
Það eru miklu sterkari áhrif. Ungt
fólk vill falla í kramið hjá félögum
sínum. Hugmyndir um afleiðingar
einhvern tíma löngu seinna eru
fjarlægar. Það eru allir sannfærðir
um að ekkert komi fyrir þá og þess
vegna virkar hræðsluáróður ekki
sem skyldi.“
Sigrún segir það hins vegar skila
árangri að vinna með viðhorf ung-
linga til reykinga, hafa fyrirmyndir
sem taka afstöðu gegn reykingum,
minnka aðgengi að tóbaki og gera
það að fjarlægum og lítt eftirsóknar-
verðum kosti að reykja.
„Svipað starf þarf að vinna gegn
átröskunum. Á meðan það er töff að
vera grannur og ávísun á félagslega
útskúfun að vera talinn feitur, er
ekki skrítið að margir leitist við að
vera grannir. En það er áhættuhegð-
un að reyna að grenna sig. Þetta
þarf að taka alvarlega því sumir
missa tökin á svona fikti. Við viljum
koma í veg fyrir að krakkar fikti við
megrun. Við viljum í staðinn að þau
lifi heilbrigðu lífi og öðlist sjálfsvirð-
ingu eins og þau eru.“
Gildi alltaf að breytast
Er ekki óðs manns æði að ætla sér
að breyta upplifun fólks af því hvað
telst fallegt og ljótt?
„Einu sinni þóttu reykingar mjög
smart. Það var velmegunarmerki að
hafa vindlareyk í stofunni og reyk-
ingar þóttu sjálfsagðar. Fólk reykti
ofan í vöggur í skírnarveislum og
það þótti fullkomlega eðlilegt. Við-
horfið hefur hins vegar algjörlega
snúist við. Mér finnst það síður en
svo fjarstæðukennt að við getum
lært að viðurkenna þá eðlilegu stað-
reynd að við erum öll mismunandi
í laginu. Að við sjáum hvað það er
fáránlegt að enginn megi að vera
þéttvaxinn þegar það er óhjákvæmi-
legur hluti af fjölbreytileika mann-
kyns. Umhverfið og lífsvenjur okkar
geta vissulega haft áhrif á líkams-
þyngdina og við eigum auðvitað að
vinna að því að gera lífið heilbrigð-
ara og ánægjulegra. En hugmynda-
fræðin um að enginn megi vera utan
við ákveðin þyngdarmörk er bæði
skaðleg og ósanngjörn. Ég sé ekk-
ert því til fyrirstöðu að okkur takist
að breyta þessum viðhorfum eins
og mörgu öðru. Gildi í samfélögum
eru alltaf að breytast. Fyrir fjörutíu
árum var útilokað að fá að lifa í friði
sem opinberlega samkynhneigð
manneskja og njóta virðingar sam-
ferðamanna sinna. Það hefur gjör-
breyst á frekar stuttum tíma. Ósann-
gjörn samfélagsgildi lifa ekki til
lengdar.“
Sigrún segir að úrræði við átrösk-
unum hér á landi hafi breyst mjög til
batnaðar á undanförnum árum og
séu nú svipuð því sem gerist annars
staðar. Hvað varðar umræðuna um
þörf fyrir meðferðarheimili hér á
landi hafi þær hugmyndir breyst í
takt við aukna áherslu á svokallaðar
samfélagsgeðlækningar.
„Þróunin í geðlækningum al-
mennt hefur verið á þá leið að lögð
er áhersla á að endurhæfing fari
ekki fram á sérstökum meðferðar-
heimilum eða stofnunum heldur fái
sjúklingar frekar faglega þjónustu
heim til sín á eigin forsendum. Með
því að taka fólk út úr umhverfi sínu
eru meðal annars slitin náin tengsl
Börn eiga að vaxa og dafna – ekki léttast
Átröskunar-
hugmyndir í
leikskóla
Sigrún segir að helstu ástæður
þess að fólk fái átraskanir á
Íslandi séu svipaðar og í öðrum
löndum. „Ástæðurnar eru líklega
þær sömu og annars staðar í
heiminum. Við höfum öll ákveðna
erfðafræðilega tilhneigingu til að
eiga við einhvers konar vandamál
að stríða. Sumir eru viðkvæmir
fyrir kvíða, þunglyndi eða
sykursýki. Aðrir fyrir átröskunum.
Við lifum í samfélagi þar sem er
gríðarlegur þrýstingur varðandi
útlit og holdafar. Í útlöndum sýna
rannsóknir að börn í kringum
þriggja til fimm ára eru búin að
meðtaka þá hugmynd að það sé
ljótt að vera feitur en fallegt að
vera grannur. Við höfum einnig
haft sjúklinga sem rekja sínar
átröskunarhugmyndir allt aftur
í leikskóla. Stelpur sem eiga
minningar af sér að reyna að
halda inni maganum fimm ára
gamlar. Það þarf að verða mjög
mikil vitundarvakning innan sam
félagsins til að sporna við þessu.“
Sigrún Daníelsdóttir,
formaður Félags
fagfólks um átrask
anir, segir að börn séu
strax á leikskólaaldri
búin að meðtaka þá
hugmynd að fallegt
sé að vera grannur en
ljótt að vera feitur. Á
meðan þessi viðhorf
eru ríkjandi eru átrask
anir óhjákvæmilegar
aukaverkanir og
því þarf hugarfars
breytingu í sam félag
inu ef ætlunin er að
vinna gegn þessum
vanda. Þóra Tómas-
dóttir ræddi við
Sigrúnu. Ljósmynd/Hari
við fjölskyldu og vini sem eru mikilvæg,
ekki síst þegar fólk er á erfiðum stað
í lífinu. Ef við fengjum fjármagn til að
bæta við þjónustuna myndum við frekar
vilja sjá slíkt úrræði líta dagsins ljós en
að koma á fót meðferðarheimili sem er
afar dýr kostur en nýtist fáum,“ segir
Sigrún og bætir því við að reynsla fag-
aðila af meðferð sjúklinga sem hafa leg-
ið lengi inni á stofnunum styrki trúna
á þessa nálgun. „Það er miklu betra að
raska sem minnstu í lífi fólks en veita
því engu að síður þá hjálp sem það þarf.
Það á ekki að taka fólk úr umferð nema
algjöra nauðsyn beri til.“
Stelpur í meiri hættu
Sigrún segir flesta sem þjást af át-
röskun vera stelpur og algengast sé að
þær veikist á unglingsárum.
„Flestar eru á aldrinum fjórtán til
átján ára þegar þær veikjast. Strákar
eru engu að síður ekki ónæmir fyrir át-
röskunum og það er mikilvægt að vera
einnig vakandi fyrir slíkum merkjum
meðal þeirra.“
Hvað ráðleggur þú foreldrum að gera
þegar unglingarnir þeirra sýna áhættu-
hegðun?
„Að leita sér hjálpar sem fyrst; byrja
á að fara til heimilislæknis, skólasál-
fræðings eða annars fagfólks. Þessir að-
ilar senda tilvísun á BUGL eða átrösk-
unarteymi LSH ef þörf er á. Einnig eru
sálfræðingar á stofu sem sérhæfa sig í
meðferð átraskana. Eitt af verkefnunum
hjá okkur í fagfélaginu er að hefja reglu-
lega fræðslu fyrir foreldra og aðstand-
endur og koma á fót heimasíðu þar sem
upplýsingar um átraskanir og meðferð
þeirra er að finna. Það er mikilvægt að
úrræðin séu þekkt.“
Hvað eru einkenni sem þarf að taka
alvarlega?
„Ef barnið virðist vera óhóflega upp-
tekið af mataræði eða holdafari. Ef
það talar neikvætt um holdafar sitt. Ef
barnið ver undarlega löngum tíma á
baðherberginu. Ef það hættir að mæta
í kvöldmat og segist oft vera búið að
borða. Ef matvæli hverfa úr ísskápnum
eða eldhússkápum eða ef barn hrapar
af óútskýranlegum ástæðum niður í
þyngd. Það er risastórt rautt flagg og
fólk ætti að leita hjálpar undir eins.
Börn eiga ekki að léttast, þau eiga að
vaxa og dafna.“
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
„Mér finnst það síður
en svo fjarstæðukennt
að við getum lært að
viðurkenna þá eðlilegu
staðreynd að við erum
öll mismunandi í laginu,“
segir Sigrún Daníels
dóttir, formaður Félags
fagfólks um átraskanir.
Gildi í samfélögum
eru alltaf að breyt-
ast. Fyrir 40 árum
var útilokað að fá
að lifa í friði sem
opinberlega sam-
kynhneigð mann-
eskja og njóta
virðingar sam-
ferðamanna sinna.
Einu sinni þóttu
reykingar mjög
smart. Það var
velmegunarmerki
að hafa vindlareyk í
stofunni og reykingar
þóttu sjálfsagðar.
Fólk reykti ofan í
vöggur í skírnar-
veislum og það þótti
fullkomlega eðlilegt.
16 fréttir Helgin 8.10. júlí 2011