Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.07.2011, Side 20

Fréttatíminn - 08.07.2011, Side 20
M arkþjá l f un er alveg mögnuð tækni sem dreg- ur fram það besta í fólki og gefur því tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfu sér,“ segir Edda Jónsdóttir mannréttindafræðingur og útvarps- kona en hún er búsett í Noregi og hefur lagt stund á nám í alþjóðleg- um skóla í markþjálfun síðastliðið ár. „Þegar Félag markþjálfunar á Íslandi var stofnað heyrði ég fyrst minnst á markþjálfun. Þá fór ég á stuttan kynningarfund og heillað- ist strax af þessu. Ég ákvað stuttu seinna að ráða mér markþjálfa og við unnum saman í marga mánuði. Það sem minn markþjálfi gerði fyr- ir mig var svo magnað að ég hugs- aði með mér að ef ég gæti gert það sama fyrir þó ekki væri nema eina manneskju þá væri það þess virði að læra þetta.“ Meðal þess sem Edda fékk út úr markþjálfuninni var að forgangsraða í lífinu. „Ég áttaði mig á því hvað það var sem skipti mig mestu máli í lífinu og hætti að líta á drauma mína eins og fjarlægar skýjaborgir. Markþjálfunin snýst í raun um að draga draumana nið- ur úr skýjunum, horfast í augu við þá og segja: Þú ert draumur minn – hvað ætla ég nú að gera til að þú verðir að raunveruleika í lífi mínu?“ Edda segir það mikil forréttindi að fá að gegna hlutverki markþjálfa í lífi annarra en mikilvægt er að það ríki fullt trúnaðarsamband milli markþjálfans og viðskiptavinarins. „Markþjálfun beinist algjörlega að þörfum og löngunum einstaklings- ins og hefur í raun og veru það eitt að markmiði að framtíð viðskipta- vinarins geti orðið sem björtust. Það getur til dæmis verið gott að spyrja sig að því, þegar við tökum ákvarð- anir eða erum að kljást við eitthvað, hvort þetta muni skipta máli eftir fimm ár. Ef hugsað er um hlutina í stærra samhengi breytist oft við- horfið.“ Að sögn Eddu snýst hlut- verk markþjálfa einmitt oft um það að aðstoða fólk við að breyta um sjónarhorn. „Þetta er ekki ráðgjöf. Markþjálfinn byggir á þeirri hug- myndafræði að svörin liggi alltaf hjá viðskiptavininum en samt sem áður aðstoðar markþjálfinn fólk með ákveðnum aðferðum við að sjá hlutina með öðrum augum.“ Samviskubit yfir skókaupum „Næstum því allir sem eru með mér í náminu er að koma úr öðru starfi og eru því með einhvern bakgrunn. Flestir nýta sér þá kunnáttu og lífs- reynslu sem þeir hafa og byggja sína markþjálfun á því. Ef fólk hefur til dæmis unnið í viðskiptum fer það oft í þann geira og starfar jafnvel hjá fyrirtækjum og þjálfar bæði leiðtoga og hópa í að ná markmiðum sínum.“ Edda er með bakgrunn úr mann- réttindum og dagskrárgerð í út- varpi sem hún nýtir sér við mark- þjálfunina. „Í störfum mínum hefur mér alltaf fundist áhugaverðast að fá tækifæri til að spyrja fólk spurn- inga. Ég vil vinna með þessi nánu augnablik þar sem fólk deilir jafn- vel sínum innstu þrám og vinnur að því að láta drauma sína rætast. Oft nægir það eitt að fá að segja hlutina upphátt til að finna lausn- ir.“ En markþjálfinn vinnur líka við að lesa á milli línanna. „Stundum getur það sem er ósagt verið mikil- vægasti punkturinn. Við heyrum stundum ekki í sjálfum okkur og verðum ringluð af þeim ráðum sem fólkið í kringum okkur er að gefa okkur. Fjölskylda og vinir bera um- hyggju fyrir okkur en eru ekki endi- lega hlutlaus þannig að það getur haft úrslitaáhrif að vinna með ein- hverjum sem helgar tíma sinn og athygli algjörlega því að hlusta og spyrja okkur krefjandi spurninga. Stundum þarf að stilla manni upp við vegg og það gerir það að verkum að maður kemst ekki upp með að vera fastur einhvers staðar.“ Edda sérhæfir sig einmitt í því að ráðast á undirliggjandi hugmyndir fólks sem fá það til að upplifa að það sé fast í sömu sporum og komist hvorki lönd né strönd. „Einfalt dæmi, sem marg- ar konur þekkja sig í, væri til dæmis að fá samviskubit yfir að kaupa sér skó. Jafnvel þótt konuna vanti skó læðist kannski að henni sú hugsun að hún hefði frekar átt að kaupa eitt- hvað nýtt á barnið sitt. Þegar við- komandi er spurð út í hvað liggi að baki kemur kannski í ljós að hún ólst upp hjá einstæðri móður sem innrætti henni að peningar yxu ekki á trjánum og það ætti því ekki að eyða þeim í óþarfa. Móðirin meinti að sjálfsögðu vel, og það er alveg satt að það þarf að fara vel með pen- inga, en engu að síður átti hún ekki endilega við að dóttirin mætti ekki kaupa sér skó. Með ákveðnum að- ferðum gæti þessi kona losað sig við þá hugmynd að hún væri að eyða peningum í vitleysu þegar hún keypti sér skó og fengi tækifæri í markþjálfuninni til að laga sig að annarri hugmynd um peninga sem þjónaði betri tilgangi í lífi hennar og gerði það að verkum að hún færi að njóta þess að kaupa skó þegar hún þyrfti á því að halda í stað þess að fá samviskubit yfir kaupunum. Eins er hægt að yfirfæra svona dæmi á manneskju sem gegnir starfi for- stjóra en upplifir sig ekki sem leið- toga. Þá er hægt að skipta út hug- myndum hennar eða hans um hvað það er að vera leiðtogi.“ Að skrifa bók á sex mánuðum Markþjálfun getur nýst við ýmsar aðstæður. „Ef fólk vill breyta um starfsferil er til dæmis hægt að spyrja sig að því hvað maður myndi gera ef maður ætti sjö mánuði eftir ólifaða og forgangsraða þannig í líf- inu. Það er svolítið ýkt spurning en fær mann til að hugsa hlutina upp á nýtt. Svo er til dæmis hægt að setja sér það markmið að ætla að vera bú- inn að skrifa bók eftir hálft ár. Þegar lagt er af stað kemur ef til vill í ljós að það þarf lengri tíma í rannsókn- arvinnu en verkið er hafið og komin áætlun sem vísar veginn og þá er hálfur sigurinn unninn.“ Auk þess að setja sér markmið er lagt mikið upp úr því í markþjálf- un að fagna áfangasigrum. „Við gleymum oft hve það er mikilvægt að fagna á leiðinni. Það gefur okkur aukinn kraft og því er mikilvægt að verðlauna sig með einhverjum hætti þegar ákveðnum áfanga er náð.“ Aðferðir markþjálfunarinnar byggist á ýmiss konar rannsóknum, meðal annars úr jákvæðri sálfræði. „Markþjálfunin nýtir ýmislegt sem kemur sér vel úr öðrum greinum. Í rannsókn sem gerð var á hópi fólks sem nær markmiðum sínum kom í ljós að þessi hópur á það sameigin- legt að skrifa niður markmið sín. Í annarri könnun var leitt í ljós að aðeins fimm prósent fólks skrifar niður markmið sín og því er mik- ilvægt að hvetja fólk til að skrifa niður raunhæf markmið og vinna með ákveðin tímamörk. Svo er allt í lagi að endurskoða þessi markmið þegar eitthvað óvænt kemur upp á. Tímaramminn er ekki greyptur í stein heldur getur hann þróast og ýmislegt komið upp á en maður er að vinna að því með marktækum hætti. Það er eitthvað sem gerist þegar maður skrifar hlutina niður. Þá tekur maður ábyrgð á því sem maður er að vona og því er erfiðara að láta drauminn fara fram hjá sér. Það er eins og það sé minni hætta á að svíkja sjálfan sig ef draumarnir eru skrifaðir niður. Þannig aðstoðar markþjálfunin fólk við að lifa lífinu sem það hafði bara látið sér nægja að dreyma um í einrúmi.“ Þóra Karítas Árnadóttir thorakaritas@frettatiminn.is Markþjálfun breytti lífinu Edda Jónsdóttir Segir það forréttindi að fá að gegna hlut- verki markþjálfa í lífi annarra. Ljósmynd/Karl R. Lilliendahl Edda Jónsdóttir mannréttindafræðingur er búsett í Noregi en starfar við markþjálfun um allan heim. Hún hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að horfast í augu við drauma sína og segir mikilvægt að vinna markvisst að því að láta þá rætast. Fimm heilræði úr markþjálfun Eddu: 1. Skrifaðu niður markmið þín og tímasettu þau. Þannig geta draumar þínir orðið að veruleika. 2. Byggðu á styrkleika þínum og lífsgildum. 3. Finndu hugrekki til að horfast í augu við það sem heldur aftur af þér. 4. Breyttu því sem þarf að breyta – það er aldrei of seint! 5. Hlustaðu á innsæið og mundu eftir þakklætinu. Með aðstoð Skype starfar Edda með fólki víðs vegar að. „Ég hef verið með indverska konu í markþjálfun og markþjálfinn minn býr í Bandaríkjunum. Svo það er auðvelt að vinna við þetta starf hvar sem er í heiminum en auðvitað dreymir mig um að geta komið aftur til Íslands og sinnt ennþá fleiri Íslendingum.“ Frekari upplýs- ingar um markþjálfun Eddu er að finna á eddacoaching.com en einnig er að finna ýmiss konar fróðleik á markthjalfun.is 20 viðtal Helgin 8.-10. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.