Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.07.2011, Síða 24

Fréttatíminn - 08.07.2011, Síða 24
H ugo greindist með krabbamein í lok nóvember í fyrra. Það fyrsta sem honum kom í hug, þegar læknirinn færði honum þær þungbæru fréttir, var að hann yrði að koma ævistarfi sínu á prent. Á meðan hann hefði heilsu til. „Það var ekkert sem ég átti eftir ógert, nema eitt. Það var að koma þessu einhvern veginn frá mér. Þetta var það sem mig langaði til að geta gert. Ég hef kynnst og unnið með börnum í þrjátíu ár og lært svo margt af þeim. Þau hafa treyst mér fyrir svo mörgu. Mig langaði til að koma því áfram,“ segir Hugo. Hugo er landsþekktur barnasálfræð- ingur, hefur flutt fjölmarga fyrirlestra í skólum og fyrirtækjum um samskipti foreldra og barna, komið fram í útvarpi og sjónvarpi, auk þess sem mörg þúsund manns hafa aðgang að hug- leiðingum hans á facebook-síðu hans, Hollráð Hugos. Ásamt því að skrifa þessa bók hyggst Hugo gefa út dvd- disk með fyrirlestri sínum sem hald- inn var í Gerðubergi í lok mars fyrir fullu húsi foreldra. „Fyrirlesturinn var tekinn upp með góðum græjum í samstarfi við Þorstein J. Vilhjálmsson. Þetta er allt á lokametrunum og ég er mjög sáttur við það. Ég vona að fólk verði sátt við hvernig ég nálgast þetta,“ segir hann. Af hverju valdirðu að sérhæfa þig í barnasálfræði? „Það lá svo eðlilega fyrir. Mig lang- aði til að verða sálfræðingur í skólum. Það hefur verið stærsti hlutinn af starfi mínu; að vinna með börnum, foreldrum og starfsfólki í skólum. Ég hef starfað við það í þrjátíu og tvö ár. Þar af var ég í sex ár hjá Félagsþjónust- unni, þar sem ég vann eingöngu með unglingum. Það var ekkert sérstakt sem olli þessu vali, annað en almennur áhugi á því að hitta börn og reyna að aðstoða þau, sem fyrsta stigs forvörn, ef maður getur orðað það þannig.“ Finnurðu mikla breytingu á samfé- laginu og líðan barna á þessum þrjátíu og tveimur árum? „Samfélagið hefur breyst gífurlega og að mörgu leyti til hins betra. For- eldrar, starfsfólk í skólum, afar, ömm- ur og allir í umhverfi barnanna eru meira vakandi fyrir líðan þeirra. Við horfum auðvitað á hvernig börn hegða sér en sífellt meira á það hvernig þeim líður. Tilfinningum og líðan barnsins er sýndur dýpri og meiri skilningur. Ekki sem afsökun, þannig að þá megi barnið hegða sér svona, heldur til að útskýra og skilja af hverju barnið hegðar sér svona, þannig að hægt sé að hjálpa því á betri hátt en að stöðva hegðunina t.d. með skömmum. Það er stærsta breytingin. Svo hefur þekk- ing aukist, til að mynda á ADHD; börnum með athyglisbrest, ofvirkni og hvatvísi.“ Hugo nefnir einnig að horft sé til fleiri þátta í greiningarferlinu nú en t.d. fyrir þrjátíu árum, svo sem heimil- isofbeldis, sorgar og sorgarúrvinnslu, alkóhólisma á heimilum og kynferðis- legrar misnotkunar gagnvart börnum. „Þetta eru hlutir sem voru ekki inni í greiningarferlinu á sama hátt. Það er svo margt sem við skiljum betur í hegðun barna núna.“ Ofvirknilyf mikilvæg þegar þau eiga við Hverjar eru helstu ástæður þess að fólk leitar til þín? „Í skólunum er það aðallega vegna greiningar á ADHD, námserfiðleika og sértækra erfiðleika, sem ég vinn þá með sérkennurum og öðrum í skólan- um. Stór hluti vinnunnar snýr einnig að vanlíðan barna, hvernig börnum líður. Foreldrar leita mikið aðstoðar og ráðgjafar, til að mynda þegar börn verða fyrir áföllum eins og skilnaði foreldra, missi nákomins afa, ömmu og hvað þá foreldra. Þegar börn deyja er líka unnið markvisst, meðvitað og miklu faglegar úr því í skólunum en nokkurn tímann áður. Síðan má nefna félagsleg samskipti, börn sem eru ein- angruð og ná ekki tengslum við aðra. Eru lögð í einelti eða eru gerendur í einelti.“ Mikil notkun rítalíns hérlendis hefur sætt nokkurri gagnrýni. Hver er þín skoðun á því? „Mín skoðun, eins og allra sem koma að þessum málum, er að rítalín og önnur ofvirknilyf eru feikilega mikilvæg þegar þau eiga við. Maður hefur séð börn eignast annað líf, geta einbeitt sér og stjórnað hegðun betur. Einn þrettán ára sagði við mig: „Veistu það, það er svo skrýtið að þegar ég tala núna þá hlusta hinir!“ Áður kom þetta bara allt í belg og biðu hjá honum, óskipulega og inn í samræður hjá öðrum. Eftir að hann fékk lyf náði hann betri stjórn á hvatvísinni. Hann sá eiginlega meiri breytingar hjá hinum, eins og kannski eðlilegt er. En það er öruggt að sum börn hafa ekki fengið rétta greiningu og eru að fá lyf sem þau hafa ekki þörf fyrir. Það má þó ekki blanda því saman við þegar fólk misnotar aðstöðu sína og selur lyfin sem börnin þeirra fá. Umræðan fer stundum úr einum skurðinum yfir í annan. Við þurfum að skilja að þetta er gott úrræði, aðstoð og hjálp fyrir þau börn sem þurfa á þessu að halda. En það má ekki ofnota það. Allir sál- fræðingar sem starfa með börnum fá þónokkrar beiðnir um greiningu á athyglisbresti þar sem enginn athyglis- brestur reynist fyrir hendi. Við eigum orð eins og sveimhugi, utanveltu, prófessor, gleyminn og viðutan. Þessi orð þurfa ekki að þýða það sama og athyglisbrestur.“ Stundum er talað um að einelti loði við ákveðna skóla og skólastjórnendur Hef lært svo margt af börnum Hugo Þórisson barnasálfræðingur skilaði á dögunum frá sér handriti að bókinni Hollráðum Hugos sem ráðgert er að komi út í haust. Hugmyndin að bókinni hafði gerjast með honum lengi en óvænt áfall varð til þess að hann settist loks niður og færði hana á prent. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hitti fyrir mann sem hefur helgað líf sitt því að bæta samskipti foreldra og barna. Ljósmyndir/Hari. séu jafnvel í afneitun gagnvart því. Kannastu við slík dæmi? „Ég hef heyrt þetta. En eftir að hafa starfað í 20 til 30 skólum veit ég að það er verið að hlúa að nemendum með stuðningi og sérkennslu. Starfsmenn skólanna leggja sig fram um að styðja nemendur. En það tekst ekki alltaf allt, því miður. Þá er kannski val foreldra að barnið fari úr skólanum og maður virð- ir þá ákvörðun. Það er ósanngjarnt og ranglátt þegar fórnarlamb þarf að fara og gerendur sitja eftir. En af því að for- eldrar eru bitrir koma oft skilaboð eins og: „það var ekkert gert í hinum skól- anum“. Ég hef litið á þetta þannig að foreldrar séu að segja „þeim tókst ekki það sem þeir reyndu að gera“. Sumir foreldrar hafa sagt að ekkert hafi verið gert í okkar skóla á meðan við vitum hvað við gerðum mikið. Þá þýðir þetta kannski bara „það tókst ekki“. En það var heilmikið gert. Þótt ekki væri annað en að kennarar væru að huga að velferð barnanna í bekknum alla daga. Að það hafi ekki tekist þýðir ekki að ekkert hafi verið gert. Það getur vel verið að skólayfirvöld hafi ekki farið nógu áhrifaríkar leiðir eða haft þetta nógu ofarlega á forgangslistanum en ég á mjög bágt með að trúa því að til séu skólastjórnendur sem halda því fram að einelti þrífist ekki í sínum skóla. Ég hef persónulega ekki heyrt neinn skólastjórnanda segja þetta. Og mig langar svo til að það sé ekki satt. Það er lagt miklu meira upp úr því að efla félagsleg samskipti í skólum og leikskólum en fyrir fimmtán til þrjátíu árum. Við vitum meira og erum meira vakandi fyrir þessu.“ Hvað finnst þér um fjölmiðlaum- fjöllun þegar börn eru annars vegar, til að mynda viðtöl við börn sem glíma við einelti? Er þetta jákvætt og til þess fallið að draga úr fordómum? „Nei. Ég held að það sé ekki gott. Ég Sumir segjast eyða tíma með börnunum. Það er neikvætt orð. Maður eyðir peningum. Ég nota. Að eyða tímanum hljóm- ar neikvætt en að nota tímann er jákvæðara. Hugo Þórisson „Ég var í lyfjagjöf í gær, var slappur í gær og í dag. Verð sjálfsagt búinn að ná betri orku á morgun eða hinn og hlakka til þess. Það er það eina sem ég veit. Ég horfi svo sem ekki til þess hvað svoleiðis dagar verða margir. Dagar, vikur, mánuðir eða ár.“ „Hvað gafstu í jólagjöf?“ Ég hvet fólk til að spyrja börn „hvað gafstu í jólagjöf?“ Flestir segja „hvað fékkstu“ í merkingunni „hvað græddirðu?“ Ég spyr börn „hvað gafstu“ – og hvet kennara og foreldra til að gera það. Þá fær maður að heyra af gjöfum sem þau hafa búið til á leikskólanum og kannski verið í vikur að undirbúa með til- heyrandi spenningi. Svo hefur enginn áhuga á að spyrja um það! „Ég vil að börn gegni foreldrum. Það er ofboðs- lega mikilvægt að börn gegni foreldrum. En þau eiga ekki að gegna af því að foreldrarnir hafi borgað eitthvað eða séu eldri eða ráði. Heldur af trausti, virð- ingu, reynslu og tillitssemi.“ Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu 24 viðtal Helgin 8.-10. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.