Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.07.2011, Page 46

Fréttatíminn - 08.07.2011, Page 46
Helgin 8.-10. júlí 201142 tíska Óheilbrigðar fyrirmyndir Í glanstímaritunum þar sem horuðu fyrirsæt- urnar bjóða okkur lesendurna velkomna, tala frægu leikkonurnar um megrunarkúrana sína. Hvað fjórtán tímar í ræktinni skiluðu sér vel og loftið sem þær borðuðu í morgunmat heldur þeim í fjörutíu kílóunum. Minnimáttarkenndin heltekur okkur. Við hendum frá okkur kleinu- hringnum, skundum í ræktina og kaupum okkur líkamsræktarkort. Líkamsræktarkortið var notað einu sinni þennan mánuðinn. Það var á unglingsárunum sem útlitsdýrkunin fór af stað. Við byrjuðum að safna plak- ötum með uppáhalds hljómsveitun- um okkar, hengdum upp myndir af frægum leikkonum og þráðum að vera alveg eins og þær. Mjótt mitti, stór brjóst, frægð og flott föt. Þær höfðu allt. Markmiðið var að komast á þeirra stað í lífinu. Alveg frá því að við munum eftir okkur höfum við átt einhverja fyrirmynd sem við höfum litið upp til. Þegar við vorum lítil óskuðum við þess að geta flogið eins og Súpermann eða orðið jafn sterk og Leðurblökumaðurinn. En þegar við fórum að eldast gerðum við okkur grein fyrir því að þetta voru óraunhæfar fyrirmyndir sem aldrei höfðu verið til í raun og veru. Eftir allt saman held ég þó að Súpermann hafi ekki verið svo slæm fyrirmynd. Við létum okkur dreyma, sveipuðum okkur skikkjum og brugðum á leik sem Súpermann. Það er erfiðara að bregða á leik sem fjörutíu kílóa Hollywood- stjarna sem á allt, getur allt og fær allt. Óheilbrigð fyrirmynd sem Súpermann er ekki. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Mánudagur Skór: Kaupfélagið Buxur: H&M Bolur: Hagkaup Axlabönd: Nærvera Fimmtudagur Skór: Kaupfélagið Buxur: Vero Moda Bolur: Monki Jakki: Nærvera Skart: Urban Outfitters Elísabet Weisshappel Vilhjálmsdóttir er 24 ára, lærður stílisti og eigandi verslunarinnar Nærveru. „Stíllinn minn er mjög fjölbreytilegur og ég blanda gjarna saman nýjum og gömlum fötum; elska til dæmis að róta á flóamörkuðum og finna eitthvað sniðugt og blanda svo dýrum fötum saman við. Hérna heima kaupi ég að sjálfsögðu mest í Nærveru og svo Gyllta kett- inum, Spúútnik og Topshop. Þegar ég kemst út þá eru líklega Urban Outfitters, Monki og H&M með mesta aðdráttaraflið á mig. Ég fæ mestan innblástur þegar kemur að tísku frá fólkinu í kringum mig. Skoða líka mikið fatasíður og kíki í blöð. Kate Moss, Olsen-systur og Sienna Miller eru í miklu uppáhaldi þegar kemur að fatavali; töff fatastíll, blanda af fjöl- breytilegum fatnaði.“ Blandar saman gömlum fötum og nýjum Þriðjudagur Skór: Gyllti kötturinn Sokkabuxur: Oroblu Stuttbuxur: Kolaportið Bolur: Nærvera Hattur: Spúútnik Föstudagur Skór: Kaupfélagið Buxur: Nærvera Bolur: Gina Tricot Jakki: Nærvera Gleraugu: Urban Outfitters Hálsmen: Nærvera Kvenmenn komast nær himnum Franski skóhönnuðurinn Christian Louboutin tilkynnti á dögunum að balletdansarar hjá English National Ballet kæmust nær himnum en aðrar konur. Þær myndu dansa í nýjustu hönnun kappans, ballettskóm með tuttugu sentimetra háum hælum, skreyttum Swarovski- kristalsteinum. Skórnir hafi vakið mikla athygli meðal Hollywood- stjarnanna en þær munu því miður ekki fá afnot af þeim fyrr en eftir nokkra mánuði þegar þeir verða til sölu í verslunum Louboutin. -kp Handbókin Style Your- self, sem kom út í síð- ustu viku, hefur farið sigurför um heiminn meðal tískuaðdáenda. Bókin var skrifuð sem kennslubók og gefur Black Honey-línan endurgerð Árið 1971 setti snyrtivörufyrirtækið Clinique á markað gloss sem kallaðist Black Honey og varð á einni nóttu eitt vinsælasta gloss allra tíma. Árið 1989 endurbættu þeir glossið sem var hluti af Almost Lipstick- línunni þeirra. Núna, sumarið 2011, hefur Clinique hafið sölu á nýrri línu sem byggð er á Black Honey- glossinu. Nýja Black Honey- safnið inniheldur fjóra augnskugga, varalit, kinnalit og maskara, allt í svipuðum litatón. Safnið er til sölu bæði í Nordstrom-verslunum og á vefverslunum þeirra og fer verðið á vörunum ekki yfir 3.500 krónur. -kp Kennslubók um klæðaval nákvæma ráðgjöf um hvernig eigi að klæða sig rétt. 95 þekktir tískublogg- arar um allan heim voru fengnir til að skrifa kafla í bókina, þar á meðal Tavi Gevinson og Jane Aldridge sem skrif- uðu formálann. Bókin fæst meðal annars á Amazon. -kp Miðvikudagur Skór: Kaupfélagið Sokkabuxur: Oroblu Stuttbuxur: Nærvera Skyrta: Urban Outfitters Gleraugu: Urban Outfitters Dúnmjúkar brúðargjafir Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Sendum frítt www.lindesign.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.