Fréttatíminn - 08.07.2011, Page 54
„Þessi hópur fær ýmsar skondnar
hugmyndir sem eru iðulega fram-
kvæmdar og lopaskýlurnar voru
eitt af því sem okkur fannst auka á
skringilegheitin,“ segir Páll Gests-
son hjá Íslenskri erfðagreiningu en
hópur hreystimenna í fyrirtækinu
hefur vakið athygli í Nauthólsvíkinni
fyrir klæðilegar skýlur, prjónaðar
úr íslenskum lopa. Vinnufélagarnir
hafa mætt reglulega í sjósund í sjö ár.
„Fyrir þremur árum var gefin út sú
dagskipun að allir sem mættu ekki
í lopaskýlu í nýárssundið þyrftu að
fara allsnaktir í sjóinn. Þá fór allt af
stað og eiginkonur og ömmur voru
fengnar í lið með okkur til að að-
stoða við prjónaskapinn,“ segir Páll
en tekur þó fram að einn úr hópnum
geti státað af því að hafa prjónað sína
skýlu sjálfur. „Það tók hann eitt ár
að prjóna skýluna en nú er annar í
hópnum sem prjónar stíft í hverri
viku og er búinn að vera að í marga
mánuði.“ Páll segir lopaskýlurnar
gleðiaukandi. „Það þyrpast að okkur
kellíngar sem vilja snerta skýlurnar
og spyrja okkur prjónaspurninga.
Við segjum öllum sem heyra vilja að
lopinn geri það að verkum að okkur
sé alltaf hlýtt í sjósundinu jafnvel á
veturna þegar sjórinn er við frost-
mark. En það er auðvitað bara lygi
– það er náttúrulega alveg jafn kalt
og áður. Við viljum líka sýna fram á
að það þurfi ekkert að vera að flytja
inn eitthvert Speedo-drasl; betra að
prjóna bara úr íslensku hráefni.“
Hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur
einnig skapast sú hefð að stinga sér í
sjóinn fyrir árshátíðir fyrirtækisins.
„Þá er ýmislegt gert til hátíðabrigða;
til dæmis stungum við okkur af
klettinum í gömlum jakkafötum fyrir
þremur árum.“ thorakaritas@frettatiminn.is
páll Gestsson hjá Íslenskri erfðaGreininGu seGir karlmennina prjóna af kappi
Gleðiaukandi lopaskýlur
Já-sinnar að baki
víglínu óvinarins
Evrópusinnarnir í Já! Ísland lögðu í gær
til atlögu í einu höfuðvígi andstæðinga
sinna og birtu auglýsingu í Bændablaðinu.
Já-sinnarnir fara reyndar hljóðlegu leiðina
við útbreiðslu boðskapar
síns – eins og er við hæfi
þegar haldið er að baki
víglínu óvinarins – og
endurbirta í auglýsingunni
umtalaða grein eftir
Björn Sigurbjörnsson,
fyrrverandi ráðuneytisstjóra í landbún-
aðarráðuneytinu. Í greininni bendir Björn
á að bændur þurfi síður en svo að óttast
um hag sinn innan ESB, þar bíði þeirra
að öllum líkindum betri tíð en í núverandi
kerfi um landbúnaðinn hér á landi.
manuela ósk Gefur tÍskuráð á bloGGinu
Tekur ekki myndir af
sér í jogginggallanum
m anuela Ósk Harðardóttir, sem var krýnd Ungfrú Reykjavík og síðar Ungfrú Ísland árið 2002,
heldur úti vinsælu bloggi á slóðinni ma-
nuelaosk.com undir formerkjunum „Love,
Peace & Hotness“ eða „ást, friður og þokki“.
Bloggið hefur ekki síst vakið athygli und-
anfarið vegna símamynda sem Manuela
tekur af sjálfri sér þegar hún er vel tilhöfð
og birtir á vefnum.
„Þetta er nú svo sem ekkert nýtt. Eru
ekki allir að þessu?“ spyr Manuela á móti
þegar hún er innt eftir því hvað hafi orðið
til þess að hún fór að birta fatamyndir á
blogginu. Hún bætir því svo við að hún sé
í raun að bregðast við beiðnum fjölmargra
lesenda bloggsíðunnar.
„Ég fæ mikið af sætum tölvupóstum þar
sem allir eru mjög indælir og margir hafa
stungið upp á því að ég gerði þetta. Mér
fannst þetta alltaf pínulítið kjánalegt en svo
ákvað ég að prófa og þetta er bara fínt.“
Manuela byrjaði að blogga árið 2009 en
er nýlega snúin aftur eftir að hafa tekið
sér hlé. „Ég fékk bara nóg í vetur og lokaði
síðunni,“ segir Manuela sem byrjaði aftur í
maí, aðdáendum sínum til mikillar ánægju.
Hún segist alls ekki taka myndir af sér
daglega en noti tækifærið þegar hún sé
uppáklædd af einhverju tilefni. „Ég er ekk-
ert að taka myndir af mér í joggaranum,“
segir Manuela og hlær. „Þannig að ég geri
þetta aðallega þegar ég er að fara eitthvert
út.“
Lesendum sínum til glöggvunar lætur
Manuela oftast fylgja með hvaðan fötin,
skórnir og fylgihlutirnir koma og hvað þeir
kosta. Jafnvel með tenglum á þær verslanir
sem selja hlutina. Þarna segist hún einnig
vera að bregðast við óskum lesenda sem
hafi margsinnis sent henni tölvupósta til að
spyrja hvar hún hafi keypt hina eða þessa
flíkina.
Manuela býr í Manchester á Englandi en
er á leiðinni til Íslands í sumarfrí. „Ég ætla
bara að slaka á og hitta fólkið mitt og er
orðin rosalega spennt.“
toti@frettatiminn.is
Manuela Ósk Harðardóttir gerir mikla lukku á bloggsíðu sinni. Lesendur hennar eru ekki síst
ánægðir með símamyndir sem hún birtir af sjálfri sér í tískufatnaði. Henni leist ekkert á þessa
hugmynd í fyrstu en ákvað að verða við óskum lesenda og sér ekki eftir því. Hún flýgur til Ís-
lands í dag, föstudag, full tilhlökkunar eftir að hitta ættingja og vini.
Mér fannst
þetta alltaf
pínulítið
kjánalegt en
svo ákvað ég
að prófa.
Hoppa inn í Faust
Leikararnir Magnús Jónsson og
Þórunn Erna Clausen bætast við
leikarahóp Vesturportsins í haust en
þau koma til með að leysa af þau
Hilmi Snæ og Nínu Dögg í hlutverk-
um sínum í Faust þegar leiksýningin
verður á fjölunum í Suður-Kóreu.
Vesturportið verður á ferð og flugi
næsta vetur því auk Faust verða
sýningarnar Hamskiptin og Woyzeck
sýndar víða um heim. –ÞK
S í m i : 5 6 8 9 9 5 5
www.tk.is
BRÚÐKAUPS GJAFIR
iittala-
SKÁLAR
GLÖS
KARÖFLUR
FISLÉTT
FERÐA-
TÖSKUVIGT
HNÍFAPARATÖSKUR
TILBOÐSVERÐ
kr. 3.990.-
OPNUNARTÍMI
mánud-föstud. 12-18
laugard.12-16 sunnud. LOKAÐ
MATAR- & KAFFISTELL
DESERTSKÁLAR
ERUM FLUTT ÚR KRINGLUNNI
Á LAUGAVEG 178
Verð frá
kr.19.990.-
með fylgihlutum
ELDFÖST MÓT
Halda heitu og köldu að
lágmarki í 4 tíma
Tilboð kr. 15.295.-
iittala-
VASAR
L A U G A V E G I 1 7 8
Manuela Ósk byrjaði aftur að blogga í vor, á vefnum manuelaosk.com,
aðdáendum sínum til mikillar gleði ekki síst þar sem nú getur fólk
skoðað myndir af Manuelu í tískufatnaði og nálgast umleið upplýsingar
um hvar hægt er að kaupa flíkurnar.
Manuela Ósk veit hvað hún syngur þegar
kemur að tískufatnaði og gefur lesendum
sínum innsýn í fataskápinn sinn.
Kellíngarnar þyrpast að til að snerta skýlurnar og spyrja prjónaspurninga.
Ljósmynd/Hari
Síðustu tvær vikur eða svo hafa reynst
símaskrárfyrirsætunni Agli Einarssyni,
best þekktum sem Gillzenegger, erfiðar
eftir að rykið var dustað af gömlum
bloggfærslum hans og þess krafist að
Já.is bæði almenning afsökunar á að
hafa flaggað vöðvastæltum holdgervingi
kvenfyrirlitningar á kápu símaskrárinnar.
Flugbeittir pistlahöfundar á borð við
Guðmund Andra Thorsson og Jónas
Kristjánsson eru á meðal þeirra sem
hafa tuskað Gillz til undanfarið en Jónas
kallar hann á bloggi sínu „sjálfhverfan
plebba“ sem risið hafi til frægðar upp
úr barnslegu bloggi. Þegar Gillz var á
barnaskeiðinu fékk hann hins vegar
að rífa kjaft með blessun Jónasar þar
sem hann var fastur pistlahöfundur hjá
blaðinu veturinn 2005-2006 en þá stjórn-
aði Jónas DV ásamt Mikael Torfasyni.
Gillz lék lausum hala á síðum DV
50 dægurmál Helgin 8.-10. júlí 2011