Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 10
S ambýlisfólk í Kópavogi sakar starfsmenn Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um al- varlegt mannréttindabrot við hús- leit sem fór fram í mars 2009. Fólk- ið hefur stefnt fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra fyrir hönd ís- lenska ríkisins og krefst skaðabóta upp á eina milljón hvort, að við- bættum vöxtum, verðtryggingu og dráttarvöxtum frá þeim degi sem húsleitin fór fram, og greiðslu máls- kostnaðar að auki. Tildrög málsins voru þau að þeg- ar lögreglan gerði húsleit á heim- ili fólksins var fréttafólk og kvik- myndatökulið frá Kastljósi með í för. Á sama tíma var fólkið í flugvél á leið frá Spáni. Fólkið var handtekið við komuna til landsins og vistað í fangageymslu. Þar var það upplýst um húsleitina, en ekki var minnst á að fjöl- miðlafólk hefði verið þar með í för og tekið upp myndefni á heimili þeirra. Að því komust stefnendur síðar, fyrir tilviljun hjá þriðja aðila, enda var efnið aldrei tekið til sýningar. Engin fíkniefni fund- ust við leitina og ári eft- ir framkvæmd hennar felldi lögreglan málið niður. Í kjölfarið, vorið 2010, sendi sambýlisfólkið ríkislög- manni bréf og fór fram á skaðabæt- ur vegna ólögmætra rannsóknarað- gerða lögreglu og brots á friðhelgi einkalífs. Því var hafnað, meðal annars með eftirfarandi rökum: „Vera fjölmiðlamanna helgaðist af nauðsyn, nauðsyn til að upplýsa almenning um ákveðna tegund af brotastarf- semi.“ Þessu sjónarmiði er hafnað í þingfestri stefnu. Þar segir: „Án heimildar var heimili stefnenda gert að kvik- myndaveri í því skyni að búa til forvarnar- myndband gegn glæp- um. Réttur stefnenda til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjöl- skyldu var fótum troðinn á vanvirð- andi hátt.“ Málið var þingfest í janúar. Reikna má með dómi á næstu mán- uðum. Atvinnuleysi snertir þriðja hvert heimili Atvinnuleysið hefur haft áhrif á nærri þriðja hvert heimili landsins frá efnahagshruninu, eða 31,8% heimila, að því er fram kemur í nýrri könnun Capa- cent. Rúmlega þriðjungur, 35%, þeirra sem misstu vinnuna hefur verið án atvinnu í hálft ár eða lengur, nærri fjórir af hverjum tíu, 39%, hafa verið án atvinnu í 2-5 mánuði en 26% hafa verið atvinnulaus í einn mánuð eða skemur. Í lok janúar 2011 voru 14.688 án vinnu, að því er fram kom í tölum Vinnumálastofnunar. -jh Dómar í máli níumenninganna Tveir níumenninganna svokölluðu voru á þriðjudag dæmdir í Héraðsdómi Reykja- víkur í skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á Alþingi, annar í fjóra mánuði og hinn 60 daga. Tveir til viðbótar voru dæmdir til 100 þúsund króna sektargreiðslna. Fimm voru sýknaðir. Atgangurinn í þinghúsinu átti sér stað þegar til harðra mótmæla kom 8. desember 2008. -jh Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is NISSAN JUKE Framhjóladrifinn, sjálfskiptur, 1.6 bensín, eyðsla 6,3 l/100km, CO2 losun 145 g/km. 3.850.000 kr. / 44.221 kr. pr.mán.* NISSAN QASHQAI 5 manna 4WD, sjálfskiptur, 2.0 bensín, eyðsla 8,2 l/100km, CO2 losun 189 g/km 4.990.000 kr. / 57.227 kr. pr. mán.* *Mán.greiðsla m.v. 30% útb. og bílasamning í 84 mán. Nýr Nissan X-Trail er stærri og rúmbetri en flestir bílar í sama flokki. Þessi vinsæli jeppi er nú fáanlegur í nýrri og uppfærðri útgáfu. Kraftmikil dísilvél, sjálfskipting, eitt fullkomnasta fjórhjóladrif sem völ er á, þráðlaus símabúnaður, skriðstillir, fullkomin hljómflutningstæki og aksturstölva er allt staðalbúnaður í Nissan X-Trail. Kíktu til okkar og reynsluaktu nýjum Nissan X-Trail. Allar nánari upplýsingar á www.nissan.is DÍSIL Verð frá: 5.990.000 Eyðsla: 7.1 l/100 km CO2 losun: 188 g/km INGVAR HELGASON og B&L • Sævarhöfða 2, sími 525 8000 facebook.com/nissanvinir E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 7 3 0 21 cm undir lægsta punkt NISSAN NOTE 1.4, eyðsla 5,9 l/100km, CO2 losun 139 g/km. 1.6, eyðsla 6,6 l/100km, CO2 losun 159 g/km. Frá 2.490.000 kr. / 28.870 kr. pr. mán.* 31,8% Heimila Hafa orðið fyrir áHrifum atvinnuleysis  FiSkveiðar JanúaraFli nær 14% meiri en í Fyrra Loðnan gerði gæfumuninn Alls veiddust 82.500 tonn af loðnu í janúar en botnfiskafli dróst saman um 6.100 tonn. Heildarafli íslenskra skipa í nýliðn- um janúarmánuði, metinn á föstu verði, var 13,9% meiri en í janúar 2010, að því er Hagstofan greinir frá. Aflinn nam 119.345 tonnum samanborið við 55.523 tonn í janúar 2010. Munar þar mest um loðnuna sem vegur upp samdrátt í botnfiskafla en hann dróst saman um rúm 6.100 tonn frá janúar 2010 og nam rúmum 25.300 tonnum. Þar af var þorskafli tæp 13.400 tonn, sem er samdráttur um 4.100 tonn frá fyrra ári. Ýsuafli nam tæp- um 3.800 tonnum sem er um 1.700 tonnum minni afli en í janúar 2010. Karfaafli jókst um 380 tonn sam- anborið við janúar 2010 og nam tæpum 2.800 tonnum. Um 2.200 tonn veiddust af ufsa sem er um 600 tonnum minni afli en í janúar 2010. Af li uppsjávartegunda nam tæpum 93.000 tonnum, sem er tæplega 70.600 tonnum meiri afli en í janúar 2010. Aukningu í upp- sjávarafla má rekja til 82.500 tonna loðnuafla í janúar en loðnuvertíð var ekki hafin í janúar 2010. Síldar- afli nam tæplega 3.900 tonnum og dróst saman um 2.500 tonn. Afli gulldeplu nam 6.500 tonnum sem er samdráttur um tæp 4.100 tonn. Flatfiskaflinn var rúm 900 tonn í janúar 2011 og dróst saman um tæp 500 tonn. Skel- og krabba- dýraafli nam 211 tonnum saman- borið við um 342 tonna afla í janú- ar 2010. Alls veiddust 82.500 tonn af loðnu í janúar. Þorskafli var tæp 13.400 tonn, 4.100 tonnum minni en í janúar í fyrra. Út að borða fyrir börnin Hluti af ágóða fjórtán veitinga- staða rennur um mánaðarskeið til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi en sam- tökin vinna að mannréttindum barna um allan heim. Með kaupum á tilteknum réttum tryggja viðskiptavinir veitinga- húsanna að hluti af verði þeirra renni til barna í gegnum Barna- heill. Átakið hófst 15. febrúar og stendur til 15. mars. Veit- ingahúsin sem taka þátt í þessu eru: American Style, Caruso, Domino’s, Eldsmiðjan, Greifinn, Hamborgarabúllan, Hamborg- arafabrikkan, KFC, Pítan, Saffr- an, Serrano, Subway, Taco Bell og Quiznos. -jh Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborgar- svæðisins.  DómSmál lögreglan Sökuð um mannréttinDabrot Vilja milljónir í bætur vegna húsleitar þar sem Kastljós var með í för Tökulið Kastljóss myndaði árangurslausa húsleit. Málið var fellt niður. Húsráðendur telja að freklega hafi verið brotið á friðhelgi einkalífs þeirra. 10 fréttir Helgin 18.-20. febrúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.