Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 54
V ið teljum þetta vera mjög nauð-synlegt fyrir geðheilsu okkar í þessum heimi sem við erum
komnar í,“ segir Heiða Helgadóttir,
framkvæmdastjóri Besta flokksins, en
eins og alþjóð veit hafa flestir sem að
flokknum koma hingað til látið sig nán-
ast allt annað en stjórnmál varða. „Þetta
leggst kannski ekki beint þungt á fólk
en hefur breytt lífi okkar allra þannig að
við erum meðal annars að sækja styrk
hver til annarrar með karókí-söng,“ segir
Heiða og bætir því við að söngurinn sé
sálinni nauðsynlegur.
Bestu konurnar héldu óformlegan
stofnfund fyrr í vetur en á laugardag var
látið til skarar skríða fyrir alvöru með
huggulegri kvöldstund sem varð fjörugri
eftir því sem leið á kvöldið. „Elsa Hrafn-
hildur Yeoman borgarfulltrúi bakaði
pitsur en hún byrjaði nefnilega að reka
pitsustað þegar hún var fjórtán ára.“ Og
svo var sungið karókí þar sem Heiða sjálf
var frek til fjörsins. „Ég söng svolítið
mörg lög og mér var sagt eftir á að það
hefði ekkert alltaf verið skemmtilegt. Svo
var ég líka með svona plötukynningar
sem konurnar kunnu víst lítið að meta.“
Heiðu telst til að félagið telji um fimm-
tán konur. „Þetta eru alla vega margar
konur og allt góðar konur. Ég held að
þetta séu bara öflugustu konur á land-
inu.“ Félagið ber því væntanlega nafnið
Besta kvenfélagið með rentu. Heiða segir
samræðurnar á milli kvennanna mjög
djúpar á milli þess sem þær taka lagið.
Auk Heiðu og borgarfulltrúanna
Evu Einarsdóttur og Elsu Hrafnhild-
ar Yeoman eru Magga Stína, Margrét
Vilhjálmsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingi-
mundardóttir, Diljá Ámundadóttir
og Erna Ástþórsdóttir, sem allar áttu
sæti á lista, í félaginu. Þá eru Jóga, eig-
inkona Jóns Gnarr, Svanborg Þórdís
Sigurðardóttir, kona Óttars Proppé,
Steinunn Sigurðardóttir, eiginkona
Páls Hjaltasonar, og Tobba Marinós,
kærasta Karls Sigurðssonar, með í sel-
skapnum ásamt fleiri hressum konum.
Heiða segist almennt telja að karlarnir
í flokknum hafi mjög mikinn skilning á
félaginu. „Við höfum samt aðallega fund-
ið fyrir öfund ef eitthvað er. Þetta eru
náttúrlega allt menn sem eru búnir að
djamma frá sér allt vit og mega ekkert
við neinu svona löguðu lengur. Þannig
að það gætti svona ákveðinnar djammöf-
undar hjá þeim á sunnudaginn.“
toti@frettatiminn.is
konur í Besta flokknum stofna Besta kVenfélagið
Veita hver annarri
styrk með karókí-söng
Konur í borgarstjórnarflokki Besta flokksins, eiginkonur og kærustur borgarfulltrúa ásamt fram-
kvæmdastjóra flokksins og konum af framboðslista hafa þjappað sér saman undir merkjum Besta
kvenfélagsins. Þær gerðu sér glaðan dag á sínum fyrsta formlega fundi á laugardagskvöldið var og
sungu karókí. Eitthvað örlar á öfund hjá karlpeningnum í flokknum sem er skilinn útundan.
Ég held að
þetta séu
bara öflug-
ustu konur á
landinu.
54 dægurmál Helgin 18.-20. febrúar 2011
Skálmöld
yfirvofandi í
Kópavogi
Óvænt brotthvarf Hildar
Dungal úr bæjarstjórn-
arflokki Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi
þykir líklegt til að draga
dilk á eftir sér þar sem
með breytingunni sem
fylgir í kjölfarið nær
Gunnar I. Birgisson,
fyrrverandi bæjar-
stjóri, vopnum sínum
og er líklegur til að gera
oddvitanum Ármanni
Kr. Ólafssyni lífið leitt.
Gunnar hugsar Ármanni
þegjandi þörfina eftir
að sá síðarnefndi fór
gegn honum í fyrsta
sæti flokksins í síðasta
prófkjöri. Þegar Aðal-
steinn Jónsson íþrótta-
kennari tekur sæti
Hildar má því segja
að bæjarstjórnar-
flokknum sé skipt
í miðju. Aðalsteinn
er skilgreindur sem
„Gunnarsmaður“ og
þar sem flokkurinn á
fjóra í bæjarstjórn er
Gunnar kominn með
skjaldsvein á móti
Ármanni og Margréti
Björnsdóttur.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@
frettatiminn.is
huldar Breiðfjörð sýndi þýskum Blaðamönnum landið
Hallgrímur Helga sá um grínið
B ókin Góðir Íslendingar, eftir Huldar Breiðfjörð, sem kom
út árið 1998 verður gefin út í Þýska-
landi síðar í þessum mánuði. Hópur
þýskra blaðamanna var á landinu
um helgina af þessu tilefni og
kynntu þeir sér land og þjóð um leið
og þeir eyddu tíma með höfund-
inum.
„Ég fór með þau á Snæfellsnes og
sýndi þeim Stykkishólm og svo tók
Halldór Guðmundsson við keflinu
og fór meðal annars með þau í
Gljúfrastein, segir Huldar sem tók
einnig að sér að leiða blaðamennina
um næturlíf Reykjavíkurborgar.
„Við fórum beint af Snæfellsnes-
inu í bæinn og kíktum á nokkra bari
og þar slóst Hallgrímur Helgason
í hópinn. Hann kom sterkur inn og
sá um að halda uppi stuðinu með
bröndurum, sem var mjög gott
vegna þess að ég var búinn með alla
mína. Þjóðverjunum þótti merkilegt
að hitta sjálfan höfund 101 Reykja-
vík enda hefur Hallgrímur verið að
gera það gott í Þýskalandi.“
Íslenskar bókmenntir verða í
brennidepli í Þýskalandi á þessu ári
þar sem bókamessan í Frankfurt
verður undirlögð af íslenskum bók-
um og það hittist þannig á að bók
Huldars er með þeim fyrstu sem
koma út á þýsku í kringum mess-
una. Hann segir Þjóðverjana hafa
sýnt landi og þjóð mikinn áhuga.
„Þjóðverjar eru kurteist fólk en ég
skynjaði ekki annað en að áhugi
þeirra væri einlægur.“
Huldar dvelur á Íslandi um þessar
mundir og gerir ráð fyrir að verða
hér fram á vor. Eftir Þjóðverjaheim-
sóknina getur hann svo vel hugsað
sér að taka stefnuna á Frankfurt
síðar á árinu.
Þjóðverj-
unum þótti
merkilegt að
hitta sjálfan
höfund 101
Reykjavík.
Heiða Helgadóttir lét heldur betur til sín taka í karókí-hópefli kvenna í Besta flokknum.
Feitukallafélagið á RÚV
Í fyrrahaust bundust fjórir þungavigtarfréttamenn á RÚV, þeir Svavar
Halldórsson, Ægir Þór Eysteinsson, Ingólfur Bjarni Sigfússon og
Hallgrímur Indriðason,
fastmælum um að reyna að
leiðrétta þyngdartöluna á
vigtinni og færa hana til betri
vegar – niður á við. Utan um
átak þetta stofnuðu þeir
Feitukallafélagið og nú, þegar
uppgjör hefur farið fram, lítur
út fyrir að hægt sé að útskrifa
Hallgrím og Ægi og félagið
verði því framvegis dúett.
Hallgrímur og Ægir sýndu
báðir mikla hörku og hafa náð
af sér tveggja stafa tölu hvor, á meðan öllu minna fer fyrir staðfestunni
hjá Svavari og Ingólfi Bjarna sem hafa lítið rýrnað á tímabilinu.
Lj
ós
m
yn
d
H
ar
i
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Rafknúnir
hægindastólar
sem auðvelda
þér að setjast
og standa upp
Fjölbreytt úrval
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Huldar Breiðfjörð brá
sér í hlutverk leiðsögu-
manns fyrir þýska blaða-
menn og naut liðsinnis
Hallgríms Helgasonar á
endasprettinum.
Hjálpartæki ástalífsins í Dyngjunni
Fyrsti þáttur Dyngjunnar, þar sem þær Björk Eiðsdóttir
og Nadia Banine fá til sín konur og ræða allt milli himins
og jarðar sem þær láta sig varða, var sýndur á Skjá einum
á þriðjudag. Þá var holdafar og þokkafullur klæðaburður
áberandi í samræðunum og ætla má að enn hitni í kolun-
um í næsta þætti. Það sást nefnilega til þeirra stallsystra
í kynlífstækjaverslun í borginni í vikunni og þótti ljóst að
þær væru þar í rannsóknarleiðangri. Því má reikna með
líflegu spjalli um holdsins lystisemdir í kvennadyngjunni á
þriðjudagskvöld og ef egg ber á góma þá er næsta víst að
þau verða hvorki harð- né linsoðin.