Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 26
og var tekinn ofurölvi niðri í bæ, en aðallega lenti hann í læknadópi því hann þekkti það svo vel. Það var ekkert mál að verða sér úti um það í miðbænum og einu sinni fann ég latex-hanska fulla af lyfjum sem hann hafði fengið gefins. Hann var meira í pilluáti en áfengi. Hann fór að skera sig með hnífum, brenna sig með sígarettum og varð viðskotaillur. Þessi yndislegi drengur hreinlega umhverfðist. Á þessum árum var hann tekinn inn í neyðarvistun í Efstasundi, en þangað fór lögreglan gjarna með unglinga sem hún tók upp af götunni á næturnar. Ég bað um að það yrði greint hvort hann væri kominn út í neyslu eiturlyfja og það var farið með hann að Stuðlum. Ég varð mjög hissa þegar ég fékk þau svör að það væri ekki hægt að merkja að hann væri eiturlyfjasjúklingur og þyrfti því ekki á meðferð að halda. Ég tók hann heim og hann hélt áfram að hverfa. Þótt ég læsti hann inni í herbergi þá fór hann bara út um gluggann. Þetta voru endalausar andvökunætur. Þetta endaði með því að Óskar leitaði sjálfur til barnaverndar- nefndar og var vistaður á meðferðar- heimilinu í Efstasundi. Hann vildi ekki vera svona, þetta var alltaf ákall á hjálp. Hann hafði reynt að vera í karate og fleiru en fæturnir gáfu sig alltaf. Hann var algjör snillingur í höndunum, samdi tónlist, lék á gítar og málaði, en hann hafði aldrei hugarró til að ná árangri í því sem hann var góður í. Ég fékk síðar að sjá skýrslur úr Efstasundinu og þar stóð að Óskar Þór kæmi greinilega frá mjög skemmdri móður. Ég var ekk- ert skemmd! Ég var hörkudugleg og góð mamma. Við foreldrarnir vorum dæmd, ekki að barnið okkar væri haldið sjúkdómi.“ „Versta ákvörðun sem ég hef tekið“ „Ég var aldrei sátt við þá ákvörðun sem ég tók samkvæmt ráðleggingum fag- fólks þegar Óskar var farinn að neyta morfíns. Í eitt skipti þegar hann var inn á meðferðarstofnun var mér ráðlagt að afneita honum; það væri eina leiðin til að hann sæi að sér. Þetta var alversta ráðlegging sem ég hef farið eftir í lífinu. Ég lokaði á hann. Hann fékk stundum að gista hjá vinum sínum í næstu götum við heimili okkar og ég sá hann til- sýndar. Það reyndist mér ofviða og endaði auðvitað með því að ég leitaði hann uppi og tók hann til mín. For- eldrum fíkla er stundum ráðlagt að loka á þá. Sumir verða kannski að gera það og það heppnast, en hjá mér heppnaðist það alls ekki, það gerði illt verra. Ég var farin að kenna sjálfri mér um allt; ég hefði unnið of mikið úti, ég væri ekki nógu góð móðir, ég hefði ekki alið hann rétt upp. Samt átti ég fimm árum eldri son sem hafði alist upp við nákvæmlega sömu aðstæður og aldrei lent í neinum vandræðum.“ Getur enn ekki talað um hann án þess að tárast Þegar Óskar var sautján ára fór hann á samyrkjubú í Ísrael og leið einstaklega vel þar. Eftir heimkomuna hafði hann ekki eirð í sér til að vera heima og fór aftur til Ísraels. „Úr þeirri ferð kom hann heim möl- brotinn í hjólastól. Hann hafði verið í einhverri neyslu þar og hrapað út um opinn glugga á gistiheimilinu. Og við tók enn ein sjúkrahúsdvölin.“ Þrátt fyrir erfið ár frá því Óskar var tólf ára fram að tvítugu vann Edda úti og fór auk þess í nám í félags- og sál- fræði við Fjölbrautaskólann í Ármúla og útskrifaðist af uppeldisfræðibraut. Hún fór síðar aftur í skólann, langaði að læra meira til að geta orðið leiðbeinandi fyrir unglinga í neyslu og foreldra þeirra. En álagið var of mikið og hún varð að hætta. Edda segir Óskar hafa farið inn og út af Vogi og náð sér á strik í langan tíma á milli: „Veistu,“ segir hún allt í einu með augun full af tárum, „ég er svo hissa – en þó ekki – hvað það reynist mér erfitt að rifja upp ævi Óskars. Mér finnst svo sorglegt að þessi fallegi stubbur sem ég fæddi í þennan heim hafi þurft að berj- ast allt sitt líf og enda það á voveiflegan hátt. Ég tel mig vera komna mjög vel á strik í sorginni en ég veit að ég mun aldrei jafna mig. Ég er að læra að lifa með þessu. Nú eru komin sex ár frá því hann dó og ég sakna hans allar stundir. En ég veit að góðir hlutir gerast hægt ...“ Edda segir, samkvæmt upplýsingum frá vinum Óskars, að hann hafi spraut- að sig með Contalgin ásamt öðrum eiturlyfjum. „Hann var alltaf góður við mig og við vorum alltaf vinir. Við vorum svo tengd að þótt hann væri týndur vissi ég þegar hann var í vanlíðan. Upp úr tvítugu fór að rofa til, hann náði að halda sér hrein- um í langan tíma og var hvers manns hugljúfi. Mamma gladdist mikið þegar hún sá Óskar allan í lagi en hún lést 1997. Hann saknaði ömmu sinnar mikið og féll aftur. Ári síðar lést pabbi hans úr krabbameini. Ég hélt alltaf að við myndum bjargast og vil segja við foreldra barna og ung- linga í neyslu að muna að þar sem er líf, þar er von. Þrátt fyrir erfiðleikana við að eiga barn í neyslu verð ég Óskari alltaf þakklát; án reynslu hans hefði ég aldrei kynnst þeirri mannrækt sem tólf spora kerfið er. Ég hef alltaf sagt að þau hafi bjargað lífi mínu.“ Símtalið sem Edda hafði alltaf óttast Í nóvember árið 2004 kom Óskar Þór mömmu sinni í kynni við Hvítasunnu- söfnuðinn. Þar hafði Óskar sótt sam- komur í nokkurn tíma en þegar hann vildi láta skírast var honum neitað um það þar sem hann var í sambúð en ekki hjónabandi. „Það sárnaði honum gríðarlega því hann var mjög trúaður og vildi gefa Jesú líf sitt. Eftir þessa höfnun – enn eina höfnunina í lífi hans – fór að halla undan fæti. Þegar ég var á Alfa-námskeiðinu í Kirkjulækjarkoti, nákvæmlega þessa helgi fyrir sex árum, hringdi farsíminn minn um nóttina. Ég fór fram á gang með símann til að svara og á hinum end- anum var spurt: „Ert þú móðir Óskars Þórs Gunnlaugssonar?“ Þegar ég játaði því var sagt: „Ég er að tilkynna þér að hann er dáinn.“ Mér datt ekkert annað í hug en að einhver í neyslu væri að gera at í mér en þegar raunveruleikinn blasti við mér trylltist ég. Ég grét eins og sært dýr og bað um að ég yrði keyrð í bæinn. En nei, það vildi enginn keyra mig um miðja nótt og það var ekki fyrr en næsta morgun að einhver hjón keyrðu mig í bæinn. Þá var ég búin að hringja í Há- kon son minn. Ég hafði beðið lögregl- una að fara heim til hans og færa honum þessar sorgarfréttir en þangað hafði enginn farið. Það segja margir foreldrar barna í neyslu að þeir kvíði alltaf sím- talinu – símtalinu um að barnið þeirra sé látið. En þegar ég fékk símtalið var það miklu verra og ótrúlegra en ég hélt ég væri undirbúin fyrir. Í framhaldi af þessu kvartaði ég undan lögreglunni og Neyðarlínunni.“ Hlustaði á son sinn deyja „Daginn áður en Óskar lést hafði vinur hans hringt í Neyðarlínuna og sagt að vinur hans væri búinn að sprauta sig með Contalgin og það þyrfti að koma honum strax á sjúkrahús því hann væri mjög veikur, væri af og til að missa meðvitund. Neyðarlínan sendi menn á staðinn, eftir mikið strögl, en í stað þess að fara inn í íbúðina hringdu þeir og auðvitað sagði Óskar: „Það er allt í lagi með mig, vinur.“ Og þeir bara trúðu því og fóru, í stað þess að fara inn og at- huga ástandið. Um miðnætti var hringt aftur – og Óskar var að deyja. Ég fékk að hlusta á þessi símtöl og ætla ekki að lýsa því hvernig það var að hlusta bók- staflega á barnið mitt draga andann í síðasta sinn.“ world class.is Súperform Peak Pilates Hot Rope Yoga Mömmutímar Fitnessbox TRX Combó Zumba Fitness CrossFit SpinningFit Ketilbjöllur Herþjálfun Lífstíll 20+ SKRÁÐU ÞIG NÚNAá worldclass.is og í síma 55 30000 B es tu n B irt in g ah ús Óskar fylltist sjálfseyðingarhvöt á unglingsárunum, reif fötin sín, klippti á sig hanakamb, fór að hverfa og var tekinn ofurölvi niðri í bæ, en aðallega lenti hann í læknadópi því hann þekkti það svo vel. Móðir og sonur: „Ég hélt alltaf að við myndum bjargast.“ Óskar litli fór í fyrstu aðgerðina aðeins nokkurra daga gamall og var í gifsi í langan tíma. Óskar eftir að hafa náð löngum tíma án eiturefna. 26 viðtal Helgin 18.-20. febrúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.