Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 48
48 tíska Helgin 18.-20. febrúar 2011 tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Markmiðið að vera öll eins? Síðustu ár hefur verið í umræðunni að fá versl- unina Hennes og Mauritz hingað til lands. Og nú stendur sú umræða líklega sem hæst. Einhverjar heimildir segja að það eigi að opna tvær verslanir hér á landi en ég veit þó ekki hversu öruggar þær eru. Heyrði þó einhvern tíma að eigendur verslun- arinnar neituðu að flytja hana til landsins vegna þess hversu mikið þeir græddu á okkur nú þegar. Þetta er líklega sá áfangastaður sem við Íslend- ingar sækjum helst í þegar við höldum erlendis. Ég tala þó aðallega fyrir sjálfa mig. Það fæst allt þar; ódýr fatnaður, snyrtivörur og fylgihlutir. Ég og mínir líkar missum vitið og kaupum fyrir næstu árin. Draumurinn væri þó að þurfa ekki að fjárfesta í heilum flugmiða til þess að fá tækifæri til að versla í H&M. Eða hvað? Segjum sem svo að heljarinnar H&M-verslun rísi á Laugaveginum. Mikil gleði. Vörurnar rjúka út og allt gengur rosalega vel. Eða hvað? Myndi það ekki þróast þannig að annar hver kvenmaður á þessu landi myndi eiga samskonar flíkur. Ég tel að við séum nú þegar nógu innilokuð á þessu einstaklega litla skeri. Við myndum líklega fljótt missa áhugann á þessari verslanakeðju og hætta að versla eins mikið við þá. Er það ekki annars pínu markmið að fá að vera ólík næstu mann- eskju? Við megum svo ekki gleyma því að fyrir nokkrum árum var verslunin til staðar hér á landi. Ég man ekki betur en að hún hætti vegna þess að þá vorum við, viðskiptavinirnir, ekki nógu tryggir. Hún gekk einfaldlega ekki vegna þess að við höfðum ekki áhuga. Við ættum að loka þessari umræðu og leyfa spenningnum að lifna við þegar við höldum til Norðurlandanna. Eintóm gleði! Samstiga í einu og öllu Tvíburarnir Erla og Hulda Franklín eru mjög samstiga í lífinu. Þær elska báðar tísku og tónlist en stunda þó nám í ólíku umhverfi. Hulda er í Versl- unarskóla Íslands en Erla í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. „Öll fötin sem við eigum eru í sam- eign svo ætli stíllinn okkar sé ekki eins. Hann er pínu töffaralegur, þægilegur en á sama tíma gellulegur,“ segir Hulda. „Þrátt fyrir að við eigum sömu fötin er það lykilatriði að klæðast ekki eins; hallærislegt ef við færum að ganga í alveg eins fötum frá degi til dags ...“ „... reynum aðeins að brjóta það upp,“ bætir Erla við. Draumaverslunin hennar Huldu er Acne í Svíþjóð. Hún á að vísu engar flíkur þaðan þar sem verðlagið er mjög hátt. Erla er ekki sama sinnis. „Ef ég ætti verslun, þá væri það einhver vintage-búð. Fullt af einstökum, fal- legum fötum sem entust endalaust.“ Þegar stelpurnar voru litlar litu þær mikið upp til Olsen-tvíburanna og gera í rauninni enn. „Við höldum ennþá upp á þær. Þær hafa gott auga fyrir tísku og eru alltaf glæsilega klæddar,“ segir Hulda og lítur á systur sína. Í næsta tölublaði breska karlatíma- ritsins GQ mun forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin, verða í ítarlegu viðtali um heilsu sína og lífsstíl. Breskir fjölmiðlar hafa lengi viljað ná viðtali við kappann en aldrei fengið tækifæri til þess. Ofurfyrir- sætan Naomi Campbell var fengin til að taka viðtalið og lagði hún erf- iðar spurningar fyrir ráðherrann. Putin svaraði hreinskilnislega og var lipur í svörum. Hann mun þó ekki komast á forsíðu tímaritsins því Naomi sjálf, sem komin er á fimm- tugsaldurinn, stal senunni og mun prýða forsíðuna, nakin. Hvítar tennur og fallegt bros Fallegt bros er áberandi. Þess vegna skiptir góð umhirða á vörum og tönnum höfuðmáli. Við verðum að sjá til þess að bursta tennurnar oft á dag og hlúa vel að vörunum, sérstaklega í vetrarkuldanum. Sumir eiga þó í erfiðleikum með að ná þeirri fullkomnun sem þeir sækjast eftir. Ef til vill er erfitt að ná hinum fullkomna hvíta lit á tönnunum. Þá er óþarfi að örvænta því hægt er að nálgast tannhvíttunarefni sem endist í sex til tólf mánuði. Beauty White tannhvíttunarefnið fæst á 5.500 krónur á hafnasport.is og gerir tenn- urnar skínandi hvítar á aðeins 20 mínútum. Efnið hefur fengið verðlaun víðsvegar um heiminn fyrir framúrskarandi árangur. 5 dagar dress Mánudagur Erla Skór: Top Shop Buxur: KRONKRON Vesti: H&M Skyrta: All Saints Hulda Skór: Einvera Buxur: H&M Bolur: Kolaportið Pels: Rokk og rósir Hattur: Spúútnik Þriðjudagur Hulda Skór: Top Shop Sokkabuxur: Oreblu Stuttbuxur: Spúútnik Skyrta: Monki Erla Skór: Einvera Leggings: Vero Moda Kjóll: Weakday Miðvikudagur Hulda Skór: Gs skór Kjóll: Warehouse Pels: Spúútnik Erla Skór: Einvera Kjóll: Zara Peysa: Top Shop Fimmtudagur: Hulda Skór: Einvera Leggings: Vero Moda Skyrta: Spúútnik Jakki: H&M Erla Skór: Bianco Buxur: H&M Bolur: Top Shop Hattur: Spúútnik Hannar ódýran fatnað Ofurskutlan Katie Price eða Jordan eins og hún kallaði sig hér áður fyrr, kom mörgum á óvart síðastliðinn sunnudag þegar hún tilkynnti að ný fatalína eftir hana sjálfa væri að koma á markað. Hún hélt litla tískusýningu í Lundúnum um helgina þar sem hún klæddist sjálf nýju hönnuninni og stillti sér upp fyrir framan myndavélarnar á sýningarpallinum. Mikil velta verður í nýju línunni þar sem nýjar vörur munu bætast við 22. dag hvers mánaðar. Í kjölfarið nefndi hún nýju línuna Day 22 eða Dagur 22 og segir hún söguna á bak við nafnið ansi skemmtilega. Nýja línan mun innihalda fatnað, töskur, skó og sólgleraugu og vöruverðið á að vera í algjöru lágmarki. Naomi Campbell reynir fyrir sér í blaðamennsku Föstudagur: Hulda Skór: Monki Leggings: Vero Moda Kjóll: Top Shop Skyrta: H&M Pels: Gyllti kötturinn Erla Skór: Einvera Kjóll: Warehouse Jakki: Fatamarkaður Hjálpaðu okkur að finna nafn á mjólkurkúna á www.ms.is. Þú gætir unnið glæsilegan vinning. Allir krakkar 12 ára og yngri mega taka þátt. Hvað á kýrin að heita? www.ms.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.