Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 2
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
www.noatun.is
Fermingarveislur
Nánari upplýsingar á noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun.
1990
kr./mann
verð frá
aðeins
22 milljarða skuld og engar eignir
Það er ekki feitan gölt að flá í þrotabúi Fjárfestingarfélags-
ins Máttar. Jóhannes Ásgeirsson, bústjóri þrotabús-
ins, segir í samtali við Fréttatímann að kröfur nemi
um 22 milljörðum króna. „Það er hins vegar fljót-
gert að telja upp eignirnar – þær eru engar,“ segir
Jóhannes. Máttur var í eigu Milestone, félags
bræðranna Karls og Steingríms Werners-
sona, og félaga í eigu bræðranna Einars og
Benedikts Sveinssona. Helstu fjárfesting-
ar félagsins voru í Icelandair og BNT, eign-
arhaldsfélagi olíurisans N1. Íslandsbanki er
langstærsti kröfuhafi búsins en bankinn hefur
þegar yfirtekið eignir félagsins í tveimur fyrr-
nefndum félögum. -óhþ
EndurgrEiðslur Þrotabú landsbankans
Endurgreiðslur á Icesave gætu hafist í haust
Forgangskröfur þurfa að vera klárar áður en farið verður að borga úr búi Landsbankans
Þrotabú Landsbankans mun
ekki greiða krónu úr búinu fyrr
en dómstólar hafa úrskurðað
um hvaða kröfur teljast til for-
gangskrafna. Stærsta bitbeinið
sem tekist er á um í þeim efn-
um er svokölluð heildsöluinn-
lán en það form notuðust erlend
fyrirtæki og félagasamtök við
í viðskiptum sínum við bank-
ann. Slitastjórn Landsbankans
telur að innlánin séu forgangs-
kröfur en almennir kröfuhafar
telja svo ekki vera og eru nú í
gangi fjölmörg dómsmál þess
efnis í héraðsdómi. Ef heild-
söluinnlánin verða úrskurðuð
sem almennar kröfur lækka
forgangskröfur í bú bankans
um tæplega 150 milljarða. Sam-
kvæmt slitastjórn bankans eru
dómsmálin komin langt á veg
og vonast menn eftir niður-
stöðu á næstu vikum. Þá kem-
ur til kasta Hæstaréttar og er
vonast til að úrskurður þar
liggi fyrir áður en rétturinn
fer í sumarfrí. Þá fyrst verður
hægt að greiða út forgangs-
kröfur, að sögn slitastjórnar.
Það skiptir því miklu máli fyr-
ir þrotabúið að forgangskröfur
verði skýrar sem fyrst þannig
að sem minnstir vextir verði
greiddir af Icesave-skuldinni.
Slitastjórn Landsbankans þarf að
bíða dóms til að geta greitt kröfur
úr þrotabúinu. Ljósmynd/Teitur
Karl Wernersson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson veit ekkert um fjármál flokksins sem hann stýrir. Segist ekki blanda saman pólitík og peningum.
Ljósmynd/Hari
stjórnmálaflokkar ársrEikningaskil
f ramsóknarflokkurinn er eini flokkur-inn á Alþingi sem hefur ekki enn skil-að ársreikningi sínum fyrir árið 2009
til Ríkisendurskoðunar jafnvel þótt lög sem
Alþingi samþykkti kveði á um að stjórnmála-
samtök skili ársreikningum sínum til Ríkis-
endurskoðunar fyrir 1. október árið á eftir.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir
í samtali við Fréttatímann að hann sé mjög
hissa á því að flokkar skuli ekki virða sett
tímamörk varðandi skil á ársreikningum.
„Þessir flokkar stóðu að samþykkt á þessum
lögum. Þeir vildu sjálfir að við stæðum að
birtingu þessara ársreikninga og það er í
raun með ólíkindum að flokkarnir skuli ekki
virða þessar reglur betur. Það er sérkenni-
legt, óeðlilegt og óheppilegt að þeir geti ekki
skilað á réttum tíma,“ segir Sveinn.
Spurður segir Sveinn að Ríkisendurskoð-
un hafi ekki úr mörgum úrræðum að moða
við innheimtu ársreikninga frá flokkunum.
„Við getum ekki annað gert en að tala við
menn og biðja þá að skila á réttum tíma –
brýna þá til að virða lögin sem þeir settu
sjálfir,“ segir Sveinn.
Ríkisendurskoðun hefur ekki mótað sér
afstöðu til þess hvernig best sé að skerpa
á skilum ársreikninga hjá stjórnmálasam-
tökum. „Ég veit ekki hvaða refsingu ætti að
beita þótt sjálfsagt væri best að hún væri í
formi peningasektar. Virkar það ekki alltaf
best?“ spyr Sveinn.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for-
maður Framsóknarflokksins, segir í tölvu-
pósti í gegnum aðstoðarmann sinn, Jóhannes
Skúlason, að hann komi ekki nálægt fjár-
málum flokksins. „Ég hef fylgt þeirri stefnu
að láta skrifstofuna alfarið um fjármálin til að
blanda ekki saman stjórnmálum og rekstri
flokksins. Ég veit því nánast ekkert um þetta.
Síðast þegar ég vissi (fyrir áramót) strand-
aði þetta á því að reikningar höfðu ekki
skilað sér frá einhverjum tveimur félögum
af þessum tæplega hundrað sem tilheyra
flokknum. Ég held að formaður eins félags
hafi verið við vinnu erlendis, einhver heil-
mikil saga sem ég setti mig ekki inn í,“ segir
Sigmundur í tölvupósti sem svar við spurn-
ingu Fréttatímans um slæleg skil flokksins á
ársreikningi fyrir árið 2009. Hann vildi ekki
svara spurningu um það hvort hann teldi það
eðlilegt að stjórnmálaflokkur sem vildi láta
taka sig alvarlega, gæti ekki skilað ársreikn-
ingi í samræmi við lög og reglur.
Ekki náðist í Hrólf Ölvisson, framkvæmda-
stjóra flokksins, þrátt fyrir margítrekaðar
tilraunir.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Framsókn ekki enn skilað
ársreikningi fyrir 2009
Ríkisendurskoðandi segir það óheppilegt og óeðlilegt að stjórnmálasamtök geti ekki skilað ársreikn-
ingum sínum á réttum tíma.
Ég veit
því
nánast
ekkert
um
þetta.
Magnús Ármann
lofar að borga
persónulegar skuldir
Athafnamaðurinn Magnús Ár-
mann lofar því
í langri grein í
Fréttablaðinu í
gær, fimmtu-
dag, að standa
skil á öllum
þeim persónu-
legu ábyrgðum
sem hann er í
gagnvart lánardrottnum félaga í
hans í eigu. Þar með er talin 240
milljóna króna greiðsla til Arion
banka sem hann var dæmdur til að
greiða vegna ábyrgðar fyrir Materia
Invest, félag í eigu hans, Þorsteins
M. Jónssonar og Kevins Stan-
ford. Aðaltilgangur greinarinnar er
þó að tilkynna að embætti sérstaks
saksóknara hafi hætt rannsókn
á þætti Magnúsar í svokölluðu
Imon-máli þar sem grunur leikur á
að Landsbankinn hafi orðið uppvís
að markaðsmisnotkun vegna sölu
bréfa í bankanum til Imon, félags í
eigu Magnúsar, fyrir milljarða rétt
áður en bankinn var tekinn yfir af
Fjármálaeftirlitinu. -óhþ
Lúxusvilla úr sölu
en ekki seld
Lúxusvillan Fjölnisvegur 3, sem
var í eigu afhafnamannsins
Björgólfs Thors Björgólfssonar
en endaði eftir skuldauppgjör
kappans inni í félaginu Mynni
ehf., sem er í eigu skilanefndar
Landsbankans, er komin af sölu-
skrá eftir nokkrar vikur á skrá.
Mynni ehf. er enn eigandi hinnar
326 fermetra villu samkvæmt
opinberum gögnum en ekki fæst
uppgefið hvort eignin er seld eða
hefur einfaldlega verið tekin af
skrá í bili. -óhþ
2 fréttir Helgin 18.-20. febrúar 2011