Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 52
52 dægurmál Helgin 18.-20. febrúar 2011  fyrsta fatalínan Kron by KronKron lítur dagsins ljós Hönnunin einkennist af sam- spili lita. „Hrífandi falleg bók … Bæði grátur og hlátur … alveg magnað verk.“ Hr afn Jökulsson / kilJan friðrik a Benónýsdóttir / fréttaBlaðið Þú verður að lesa Hana skáldsagan ljósa eftir kristínu steinsdó ttur hrífur þig með sé r komin í kilju – Lifið heil Lægra verð í Lyfju ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 33 85 0 1/ 11 Gildir út febrúar. Voltaren Gel 15% verðlækkun. 100 g. Áður: 3.390 kr. Nú: 2.879 kr. Litadýrð frá Kron Tískusýningar fram yfir Grammy Söngvarinn Kanye West hefur ekki átt sjö dagana sæla þegar tónlistarverðlaunahátíðir eru annars vegar. Hann hefur oftar en ekki valdið miklu uppþoti með drykkju sinni og dólgslátum. Svo virðist sem söngvarinn hafi áttað sig á því að verðlaunahátíðir séu ekki ætlaðar honum. Grammy -hátíðin var haldin um síðustu helgi og þar var Kanye tilfnefndur í mörgum flokkum. Þrátt fyrir það lét hann ekki sjá sig. Þess í stað sótti hann tískuvikuna í New York þar sem hann sat á fremsta bekk og fylgdist með nýjasta sköpunarverki hönnuðarins Alex- anders Wang. Kanye hefur verið mikill áhugamaður um tísku og hefur reglulega sótt tískusýningar gegnum árin. Það er þó greinilegt að söngvarinn hefur forgangsraðað viðburðum á nýjan hátt þetta árið. -kp n ýja vorlínan okkar er gríð-arlega falleg,“ segir Magni Þorsteinsson, hönnuður og annar af eigendum Kron by KRONKRON. „Hún er samsett af kjólum og sokkabuxum í allri sinni litadýrð. Þetta eru helst silkikjólar sem eru klassískir, tímalausir og rómantískir. Hönnunin einkennist af samspili lita og efnasamsetning- in er alltaf í aðalhlutverkinu. Nýja fatalínan er í sama stíl og skórnir okkar, sem við höfum verið að selja síðan árið 2008, og við fáum mik- inn innblástur frá þeim.“ Kærustuparið Magni og Hugrún Dögg Árnadóttir hófu sína eigin hönnun á skóm fyrir þremur árum og hefur þróunin verið hröð síðan. Skólínan þeirra hefur vakið mikla athygli víðsvegar um heiminn og eru skórnir nú seldir í tæplega 70 verslunum í 25 löndum. Það hefur legið í loftinu í nokkurn tíma að þau tækju næsta skref og settu líka á markað fatalínu. Það er nú orðið að veruleika og fötin er litrík og öðruvísi en flest annað sem er í boði. -kp Í síðustu viku barst nýja fatalínan frá Kron by KRONKRON í verslunina á Vitastíg. Þetta er fyrsta fatalínan sem merkið sendir frá sér og er hún litrík, tímalaus og ævintýraleg. Hugrún og Magni Nýja fatalínan frá Kron by KRONKRON orðin að veruleika. Fatalínan frá KRONKRON fetar í fótspor skónna, sem eru seldir í 25 löndum. Forræðisdeilan yfirstaðin Leikkonan Halle Berry og barnsfaðir hennar, Gabriel Aubry, slitu nýlega samvistir og hefur deila þeirra um forræði yfir dótturinni Nölu verið gríðarlega hávær síðan í lok síðasta árs. Klærnar eru úti og þau hafa hnakkrifist í gegnum fjölmiðla vestanhafs og afhjúpað leyndarmál hvort annars fyrir almenningi. Á miðvikudaginn var fóru þau fyrir dómstóla þar sem Halle Berry fékk sínu framgengt. Hún fær fullt forræði yfir dóttur sinni og segist vera ánægð með að þetta sé yfirstaðið og geta haldið aftur til vinnu. Gabriel er hins vegar ósáttur og segir að þessi ákvörðun muni hafa Mars gerist sekur Söngvarinn Bruno Mars, sem sló í gegn á síðasta ári með laginu sínu „I wanna be a Millionaire“, var gripinn með kókaín í fórum sínum í september síðastliðnum. Í gær, fimmtudaginn 17. febrúar, fór málið fyrir dóm og var hann dæmdur sekur. Samkvæmt samkomulagi, sem komið var á, þarf hann að vinna 200 klukkustundir í samfélagsþjónustu ásamt tólf mánaða skilorði. Ef vera skyldi að hann stæðist eiturlyfjapróf næsta árið mun málið strokast út af sakaskrá hans. slæm áhrif á dóttur sína. Núverandi kærasta kappans er skutlan Kim Kardashian sem hefur ekkert viljað til málanna leggja. Bruno Mars í dóms- húsinu 17. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.