Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 50
50 dægurmál Helgin 18.-20. febrúar 2011 Björn ætti að leika miklu oftar en hann gerir því hann er alveg með þetta. aðra leiðina + 990 kr. 14. – 28. febrúar 2011 (flugvallarskattur) Þetta einstaka tilboðsfargjald gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands er fyrir börn, 2 –11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is ferðatímabil 14. – 28. febrúar 2011 1 króna fyrir barnið www.flugfelag.is | 570 3030 ÍS L E N SK A S IA .I S F LU 5 35 88 0 2. 20 11 Alls konar skemmtilegt rugl Björn Jörundur, í hlutverki Bing- ólfs Bjarnar, stjórnaði bingói. M eðlimi Nýdönsk hafði lengi langað til að brjóta upp hefðbundið starf hljómsveit-arinnar. Þeir láta um þessar mundir verða af því með góðra manna hjálp í Litla salnum í Borgarleikhúsinu. Í nánd er tvískipt uppákoma; fyrir hlé býður hljómsveitin upp á alls konar skemmtilegt rugl í búningum. Eftir hlé eru Ný- dönsk-tónleikar sem brotnir eru upp með löngum og skemmti- legum bransasögum. Eins og sést á ferli Stuðmanna gengur það ekki alltaf upp þegar hljómsveitir vilja vera fyndnar. Í byrjun sýningar Nýdönsk var ég satt að segja dauðhræddur um að þetta væri algjörlega misheppnað sjó; að bandið væri að rústa orðspor sitt. Sú tilfinning gekk fljótt yfir því Nýdönsk komst á hvínandi flug í hverju frábæra atriðinu á eftir öðru. Þeir skemmtu í gervi dansandi stráka- bands, tóku organdi fyndinn vinkil á Idol-ruglið og Björn Jörundur tróð upp í gervi dauðadrukkins bingóstjórn- anda. Björn ætti að leika miklu oftar en hann gerir því hann er alveg með þetta. Húmorinn í sýningunni er græskulaus og einföld leikhús-trikk notuð til að magna áhrif. Þetta er mjög skemmtileg sýning; sum atriði þó aðeins of löng. Tónleikahlutinn eftir hlé var frábær. Bandið á fullt af toppklassa popplögum í fórum sínum og tók þau flest auk „albúm-trakka“. Áratuga samvinna skilaði vitanlega smurðri keyrslu í fínu sándi og góðum fílingi. Allar hljómsveitir eiga sögur frá ferlinum og gest- ir voru mataðir af vel krydduðum bransasögum Nýdönsk. Það var mjög fyndið og hressandi. Nýdönsk í nánd er algjörlega málið fyrir unnendur Nýdönsk og þá sem hafa almennt gaman af snjallri popp- tónlist og því að hlæja. Mjög vel heppnuð nánd. Dr. Gunni Nýdönsk í nánd  Eftir Nýdönsk Leikstjóri: Gunnar Helgason Borgarleikhúsið  leikdóMur NýdöNsk í NáNd e ggert Pétursson málari og Haukur Tómasson tónskáld tefla saman verkum sínum með sérstakri sýningu á Listasafni Íslands um helgina. Sýningin byggist á myndheimi Eggerts, sem er þekktastur fyrir gríðarlega nákvæmar myndir af jurtum, og hljóðheimi Hauks, sem á dögunum vann samkeppni um nýtt tónverk til flutnings á opnunarhátíð Hörpu í vor. Verk þeirra félaga kalla þeir Moldarljós. Á laugardeginum kl. 14 og 15 ætlar tónlistarhópur- inn CAPUT að flytja samnefnt tónverk undir stjórn Guðna Franzsonar en á sunnudeginum kl. 14 verður lista- manna- spjall í fylgd Eggerts Pétursson- ar um sýninguna, sem stendur aðeins þessa helgi  listasafN íslaNds eggert, Haukur og Caput Olía og tónar aðeins þessa helgi Hluti af verki Eggerts Péturs- sonar, Moldarljós I, frá 2010. B jarni Thor Kristinsson bassi og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari flytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert í Salnum í Kópavogi á morgun, laugardag, kl 17. Schubert samdi Vetrarferð- ina við ljóðaflokk Wilhelms Müller sem fjallar um ungan mann, óendurgoldna ást hans og örlagaríka vetrarferð hans. Stærð og umfang Vetrarferð- arinnar er sagt slíkt að það jafnist á við nokkur óperu- hlutverk í flutningi og að sögn Aino Freyju Järvelä, for- stöðumanns Salarins, er ekki úr vegi að líkja glímu söngvar- ans við verkið við átök leikara við hlutverk Hamlets. Hún segir Suðurnesja- manninn Bjarna Þór mikinn happafeng fyrir Salinn á þessum Tíbrár-tónleikum en hann ferðast um allan heim um þessar mundir og mun meðal annars syngja í Sevilla, Berlín, Tókýó og víðar á næstunni. Bjarni hefur frá árinu 1996 sungið ýmis hlutverk í óperum um allan heim. Bjarni hlaut Grímuna árið 2006 fyrir hlutverkið Osmin í Schubert í Salnum Bjarni Thor og Ástríður Alda. Brottnáminu úr kvennabúrinu í uppsetningu Íslensku óper- unnar. Ástríður hefur komið fram sem einleikari með Inter- nationales Jugendsinfonie-orc- hester Elbe-Weser í Þýskalandi, með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna. Ástríður er meðlimur í kammerhópnum Electra Ensemble og tangósveit- inni Fimm í tangó sem sérhæfir sig í finnskri tangótónlist. Dramatískur hádegissöngur Hinir söngelsku geta strax tekið frá hádegið á þriðjudaginn í næstu viku, 22. febrúar. Þá verður talið í dramatíska dagskrá í Íslensku óper- unni þegar ungir einsöngvarar ætla að syngja aríur og samsöngva úr óperum eftir Verdi, Mascagni, Puccini og Bizet , þar á meðal Blómaaríuna úr Carmen og Un di felice úr La traviata. Auk ungu söngvaranna ætlar stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson að þenja raddbönd- in, en hann er sérstakur heiðurs- gestur tónleikanna. Jóhann Friðgeir hefur sungið mörg stór hlutverk við Íslensku óperuna á undanförnum árum, m.a. Hertogann í Rigoletto, Turiddu í Cavalleria Rusticana, Can- io í Pagliacci og Alfredo í La traviata. Aðrir flytjendur eru: Egill Árni Pálsson (tenór), Gréta Hergils Valdimarsdóttir (sópran), Hörn Hrafnsdóttir (mezzó-sópran), Jóhanna Héðinsdóttir (mezzó- sópran), Magnús Guðmundsson (baritón) og Antonía Hevesi sem leikur á píanóið. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og geta gestir keypt léttar veitingar í anddyri Íslensku óperunnar fyrir og eftir þá.  óperaN Jóhann Friðgeir stórtenór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.