Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 18.02.2011, Qupperneq 50
50 dægurmál Helgin 18.-20. febrúar 2011 Björn ætti að leika miklu oftar en hann gerir því hann er alveg með þetta. aðra leiðina + 990 kr. 14. – 28. febrúar 2011 (flugvallarskattur) Þetta einstaka tilboðsfargjald gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands er fyrir börn, 2 –11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is ferðatímabil 14. – 28. febrúar 2011 1 króna fyrir barnið www.flugfelag.is | 570 3030 ÍS L E N SK A S IA .I S F LU 5 35 88 0 2. 20 11 Alls konar skemmtilegt rugl Björn Jörundur, í hlutverki Bing- ólfs Bjarnar, stjórnaði bingói. M eðlimi Nýdönsk hafði lengi langað til að brjóta upp hefðbundið starf hljómsveit-arinnar. Þeir láta um þessar mundir verða af því með góðra manna hjálp í Litla salnum í Borgarleikhúsinu. Í nánd er tvískipt uppákoma; fyrir hlé býður hljómsveitin upp á alls konar skemmtilegt rugl í búningum. Eftir hlé eru Ný- dönsk-tónleikar sem brotnir eru upp með löngum og skemmti- legum bransasögum. Eins og sést á ferli Stuðmanna gengur það ekki alltaf upp þegar hljómsveitir vilja vera fyndnar. Í byrjun sýningar Nýdönsk var ég satt að segja dauðhræddur um að þetta væri algjörlega misheppnað sjó; að bandið væri að rústa orðspor sitt. Sú tilfinning gekk fljótt yfir því Nýdönsk komst á hvínandi flug í hverju frábæra atriðinu á eftir öðru. Þeir skemmtu í gervi dansandi stráka- bands, tóku organdi fyndinn vinkil á Idol-ruglið og Björn Jörundur tróð upp í gervi dauðadrukkins bingóstjórn- anda. Björn ætti að leika miklu oftar en hann gerir því hann er alveg með þetta. Húmorinn í sýningunni er græskulaus og einföld leikhús-trikk notuð til að magna áhrif. Þetta er mjög skemmtileg sýning; sum atriði þó aðeins of löng. Tónleikahlutinn eftir hlé var frábær. Bandið á fullt af toppklassa popplögum í fórum sínum og tók þau flest auk „albúm-trakka“. Áratuga samvinna skilaði vitanlega smurðri keyrslu í fínu sándi og góðum fílingi. Allar hljómsveitir eiga sögur frá ferlinum og gest- ir voru mataðir af vel krydduðum bransasögum Nýdönsk. Það var mjög fyndið og hressandi. Nýdönsk í nánd er algjörlega málið fyrir unnendur Nýdönsk og þá sem hafa almennt gaman af snjallri popp- tónlist og því að hlæja. Mjög vel heppnuð nánd. Dr. Gunni Nýdönsk í nánd  Eftir Nýdönsk Leikstjóri: Gunnar Helgason Borgarleikhúsið  leikdóMur NýdöNsk í NáNd e ggert Pétursson málari og Haukur Tómasson tónskáld tefla saman verkum sínum með sérstakri sýningu á Listasafni Íslands um helgina. Sýningin byggist á myndheimi Eggerts, sem er þekktastur fyrir gríðarlega nákvæmar myndir af jurtum, og hljóðheimi Hauks, sem á dögunum vann samkeppni um nýtt tónverk til flutnings á opnunarhátíð Hörpu í vor. Verk þeirra félaga kalla þeir Moldarljós. Á laugardeginum kl. 14 og 15 ætlar tónlistarhópur- inn CAPUT að flytja samnefnt tónverk undir stjórn Guðna Franzsonar en á sunnudeginum kl. 14 verður lista- manna- spjall í fylgd Eggerts Pétursson- ar um sýninguna, sem stendur aðeins þessa helgi  listasafN íslaNds eggert, Haukur og Caput Olía og tónar aðeins þessa helgi Hluti af verki Eggerts Péturs- sonar, Moldarljós I, frá 2010. B jarni Thor Kristinsson bassi og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari flytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert í Salnum í Kópavogi á morgun, laugardag, kl 17. Schubert samdi Vetrarferð- ina við ljóðaflokk Wilhelms Müller sem fjallar um ungan mann, óendurgoldna ást hans og örlagaríka vetrarferð hans. Stærð og umfang Vetrarferð- arinnar er sagt slíkt að það jafnist á við nokkur óperu- hlutverk í flutningi og að sögn Aino Freyju Järvelä, for- stöðumanns Salarins, er ekki úr vegi að líkja glímu söngvar- ans við verkið við átök leikara við hlutverk Hamlets. Hún segir Suðurnesja- manninn Bjarna Þór mikinn happafeng fyrir Salinn á þessum Tíbrár-tónleikum en hann ferðast um allan heim um þessar mundir og mun meðal annars syngja í Sevilla, Berlín, Tókýó og víðar á næstunni. Bjarni hefur frá árinu 1996 sungið ýmis hlutverk í óperum um allan heim. Bjarni hlaut Grímuna árið 2006 fyrir hlutverkið Osmin í Schubert í Salnum Bjarni Thor og Ástríður Alda. Brottnáminu úr kvennabúrinu í uppsetningu Íslensku óper- unnar. Ástríður hefur komið fram sem einleikari með Inter- nationales Jugendsinfonie-orc- hester Elbe-Weser í Þýskalandi, með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna. Ástríður er meðlimur í kammerhópnum Electra Ensemble og tangósveit- inni Fimm í tangó sem sérhæfir sig í finnskri tangótónlist. Dramatískur hádegissöngur Hinir söngelsku geta strax tekið frá hádegið á þriðjudaginn í næstu viku, 22. febrúar. Þá verður talið í dramatíska dagskrá í Íslensku óper- unni þegar ungir einsöngvarar ætla að syngja aríur og samsöngva úr óperum eftir Verdi, Mascagni, Puccini og Bizet , þar á meðal Blómaaríuna úr Carmen og Un di felice úr La traviata. Auk ungu söngvaranna ætlar stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson að þenja raddbönd- in, en hann er sérstakur heiðurs- gestur tónleikanna. Jóhann Friðgeir hefur sungið mörg stór hlutverk við Íslensku óperuna á undanförnum árum, m.a. Hertogann í Rigoletto, Turiddu í Cavalleria Rusticana, Can- io í Pagliacci og Alfredo í La traviata. Aðrir flytjendur eru: Egill Árni Pálsson (tenór), Gréta Hergils Valdimarsdóttir (sópran), Hörn Hrafnsdóttir (mezzó-sópran), Jóhanna Héðinsdóttir (mezzó- sópran), Magnús Guðmundsson (baritón) og Antonía Hevesi sem leikur á píanóið. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og geta gestir keypt léttar veitingar í anddyri Íslensku óperunnar fyrir og eftir þá.  óperaN Jóhann Friðgeir stórtenór.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.